720 lítra Monsterbúr
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
mikill missir á mánudaginn... Tigerinn drapst
Hann fékk ljótt sár um helgina, gerði tvö stór vatnsskipti sunnudag og mánudag og saltaði en þetta hefur farið eitthvað illa með hann því hann drapst um kvöldið.
Leiðinlegt að missa aðalfiskinn í búrinu en þá er spurning að nota tækifærið og breyta aðeins til, láta kannski albino pangasiusinn og chönnuna og bæta við haplochromis durgum með polypterusunum og clown knife
Hann fékk ljótt sár um helgina, gerði tvö stór vatnsskipti sunnudag og mánudag og saltaði en þetta hefur farið eitthvað illa með hann því hann drapst um kvöldið.
Leiðinlegt að missa aðalfiskinn í búrinu en þá er spurning að nota tækifærið og breyta aðeins til, láta kannski albino pangasiusinn og chönnuna og bæta við haplochromis durgum með polypterusunum og clown knife
- lilja karen
- Posts: 536
- Joined: 14 Oct 2007, 21:21
- Location: Akureyri. 17 ára
Þetta er eins og bitfar og hefði þetta verið á einhverjum öðrum fisk hefði ég haft þennan grunaðann
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða
Já ég er sammála, manni finnst líklegast að einhver annar fiskur hafi gert þetta.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Mikið rétt, channan hefur bitið hann, Polypterusarnir eru ekki í aðstöðu til að bíta hann svona ofanfrá en Channan er oft fyrir ofan Tigerinn.
Ekki að ástæðulausu sem það er ekki mælt með chönnum með öðrum fiskum en þessi tegund er nú samt í rólegri kantinum og hefur aldrei sýnt neina svona hegðun áður.
Ekki að ástæðulausu sem það er ekki mælt með chönnum með öðrum fiskum en þessi tegund er nú samt í rólegri kantinum og hefur aldrei sýnt neina svona hegðun áður.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Fannst þér hans mynd best eða var það íslendingurinn sem kaus ?Síkliðan wrote:Ég tók eftir þessu áðan. Þú fékkst mitt atkvæði.
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Seinni endlicheri fór í búrið í fyrradag, ég var víst búinn að lofa að tæma grow-out búrið fyrir jól
sá er aðeins minni en þetta virðist ganga.
félagarnir:
íbúalistinn í dag:
1x Pangasius hypothalamus Albino
1x Clown Knife / Chitala chitala
1x Channa Pulchra
2x Polypterus Palmas palmas
4x Polypterus Palmas polli
5x Polypterus Ornatipinnis
2x Polypterus Endlicheri endlicheri
1x Polypterus Bichir lapradei
1x Polypterus Retropinnis
1x Polypterus Delhezi
2x Polypterus Senegalus
6x Ropefish / Erpetoichthys calabaricus
hugsa að ég láti albino pangasiusinn og chönnuna ef rétt verð og heimili fæst *hinthint*
og prófi að setja nokkrar stórar malawi síkliður með Polypterus safninu, búrið er nefnilega ansi tómlegt að sjá þrátt fyrir fjölda fiska.
sá er aðeins minni en þetta virðist ganga.
félagarnir:
íbúalistinn í dag:
1x Pangasius hypothalamus Albino
1x Clown Knife / Chitala chitala
1x Channa Pulchra
2x Polypterus Palmas palmas
4x Polypterus Palmas polli
5x Polypterus Ornatipinnis
2x Polypterus Endlicheri endlicheri
1x Polypterus Bichir lapradei
1x Polypterus Retropinnis
1x Polypterus Delhezi
2x Polypterus Senegalus
6x Ropefish / Erpetoichthys calabaricus
hugsa að ég láti albino pangasiusinn og chönnuna ef rétt verð og heimili fæst *hinthint*
og prófi að setja nokkrar stórar malawi síkliður með Polypterus safninu, búrið er nefnilega ansi tómlegt að sjá þrátt fyrir fjölda fiska.
-
- Posts: 218
- Joined: 23 Jan 2009, 09:18
- Location: RVK
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
ákvað að smella nokkrum af þeim stóra að gamni, stálpaður Senegalus er þarna með til viðmiðunar
fullvaxinn Senegalus að synda þarna hjá:
það er þó ekki eintóm sæla að hafa þá svona stóra, það hafa þrír litlir Polypterusar horfið á síðustu vikum, albino senegalus sem var að vísu full lítill og báðir Endlicheri en annar þeirra var orðinn jafnstór og senegalusinn á myndunum fyrir ofan og breiðari þannig að það kom mér mikið á óvart að hann hafi horfið en senegalusinn hefur verið þarna í marga mánuði óáreittur.
fullvaxinn Senegalus að synda þarna hjá:
það er þó ekki eintóm sæla að hafa þá svona stóra, það hafa þrír litlir Polypterusar horfið á síðustu vikum, albino senegalus sem var að vísu full lítill og báðir Endlicheri en annar þeirra var orðinn jafnstór og senegalusinn á myndunum fyrir ofan og breiðari þannig að það kom mér mikið á óvart að hann hafi horfið en senegalusinn hefur verið þarna í marga mánuði óáreittur.
-
- Posts: 218
- Joined: 23 Jan 2009, 09:18
- Location: RVK
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
jæja alltof langt síðan ég fór í myndavélagírinn... tók nokkrar áðan þegar ég var að klára vatnsskipti, afsaka loftbólurnar sem fljóta um eins og ryk á sumum myndunum.
Allar myndir teknar án flass en ég skrúfaði T5 lýsinguna í botn fyrir myndatöku (er venjulega með lýsinguna á 30-40% styrk)
Retropinnis:
Malawi gaur sem ég fékk í Hobbyherbergi Vargs um helgina, veit ekki hvaða tegund þó, ætla að bæta við fleiri KK Malawi utaka:
Stór Ornatipinnis, ekki sá stærsti þó:
Minnsti en elsti Ornatipinnis-inn minn, lenti í slysi þegar hann var pinkupons og hefur stækkað extrahægt síðan þá. Liturinn er líka frekar sérstakur miðað við venjulega:
stóri:
15cm Senegalus kk, kannski til sölu:
Stærri Senegalus:
og 30cm albino Pangasiusinn að lokum:
Allar myndir teknar án flass en ég skrúfaði T5 lýsinguna í botn fyrir myndatöku (er venjulega með lýsinguna á 30-40% styrk)
Retropinnis:
Malawi gaur sem ég fékk í Hobbyherbergi Vargs um helgina, veit ekki hvaða tegund þó, ætla að bæta við fleiri KK Malawi utaka:
Stór Ornatipinnis, ekki sá stærsti þó:
Minnsti en elsti Ornatipinnis-inn minn, lenti í slysi þegar hann var pinkupons og hefur stækkað extrahægt síðan þá. Liturinn er líka frekar sérstakur miðað við venjulega:
stóri:
15cm Senegalus kk, kannski til sölu:
Stærri Senegalus:
og 30cm albino Pangasiusinn að lokum:
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
ég hef verið að fækka aðeins í búrinu hjá mér og ástæðan fyrir því datt í hús í kvöld...
2 stk Polypterus Endlicheri Congicus, sem mig hefur langað í lengi, en þetta er stærsta Polypterus tegundin en villtir ná þeir allt að 100cm að lengd!
Þeir voru aðeins minni en ég hélt en sá minni mældist 32cm og sá stærri 35cm, þeir eru því ekki stærstu Polypterusarnir í búrinu að lengd en þykktin á þeim stærri er svakaleg! og þeir eiga nóg eftir..
Þeir ættu að ná 55-60cm í búrum og jafnvel meira ef eintökin og aðstæður eru góðar.
Tók auðvitað nokkrar myndir
sá stærri:
og sá minni:
og ein mynd af þeim stærri í búrinu, litlaus eftir flutningana:
2 stk Polypterus Endlicheri Congicus, sem mig hefur langað í lengi, en þetta er stærsta Polypterus tegundin en villtir ná þeir allt að 100cm að lengd!
Þeir voru aðeins minni en ég hélt en sá minni mældist 32cm og sá stærri 35cm, þeir eru því ekki stærstu Polypterusarnir í búrinu að lengd en þykktin á þeim stærri er svakaleg! og þeir eiga nóg eftir..
Þeir ættu að ná 55-60cm í búrum og jafnvel meira ef eintökin og aðstæður eru góðar.
Tók auðvitað nokkrar myndir
sá stærri:
og sá minni:
og ein mynd af þeim stærri í búrinu, litlaus eftir flutningana:
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact: