Page 12 of 32
Posted: 27 May 2008, 21:40
by Inga Þóran
Posted: 28 May 2008, 00:10
by Andri Pogo
þetta ætlar engan enda að taka, lima shovelnose er núna orðinn hundslappur og er t.d. hægt að halda á honum með höndunum.
Veiðihárin á honum farin að slappast aðeins og krullast aðeins í endana.
Hann er með svipuð einkenni og Senegalusinn var með, blóðugur í kringum ugga og undir kjaftinum.
Hann er kominn í sjúkrabúrið, er að gera vatnsskipti í augnablikinu og ætla ég að skella lyfi hjá honum.
Honum tókst að festa sig í háfnum á leiðinni og vorum við frekar lengi að ná honum lausum.
Fyrst hann var pikkfastur í háfnum var tilvalið að smella mynd af honum.
Posted: 28 May 2008, 00:18
by Vargur
Uss, þetta er sennilega það sama og var að hjá mér.
Þeir sem drápust ekki löguðust í snarhasti þegar ég sett í búrið bakteríudrepandi lyf sem fæst í Dýraland.
Posted: 28 May 2008, 00:27
by Andri Pogo
já ég er alveg fáránlega pirraður útaf þessu.
Hvað hét þetta lyf sem þú notaðir.
Ég keypti nógu stóran skammt af bakteríulyfi fyrir stóra búrið og er frekar smeikur við að setja það í ef það skildi fara illa í einhverja fiska, sérstaklega þegar fleiri tugir þúsunda hafa farið í fiska.
Ég hef samt ákveðið að gera góð vatnsskipti á morgun og setja lyf í.
Posted: 28 May 2008, 00:38
by Vargur
Lyfið heitir King British - Bacteria control.
EFtir að ég setti lyfið í sást munur á fiskunum eftir 2-3 klst og daginn eftir voru þeir orðnir alhressir.
Ég hef heyrt slæmar sögur af lyfinu sem þú keyptir, Sera baktopur, aðallega að það virki illa.
Posted: 28 May 2008, 00:41
by Andri Pogo
ok fer á morgun og kaupi hitt lyfið.
Ég vona þó að hin gerðin af baktopur virki á shovelnose í nótt.
Það er baktopur direct, á að fara strax inn um blóðið og virka hratt á langt leidda fiska.
Posted: 28 May 2008, 15:50
by Jakob
Alveg hundleiðinlegt, vona að ég fái aldrei svona óþverra í búrið
Hundleiðinlegt alveg
Posted: 28 May 2008, 23:53
by Andri Pogo
Gerði stór vatnsskipti, bætti loftdælu í búrið og skellti lyfinu í....
nú er bara að bíða og vona að fiskarnir komi heilir út frá þessari meðferð
komst annars að því að þetta er líklegast innvortis bakteríusýking sem heitir Hemorrhagic Septicemia.
Posted: 29 May 2008, 19:06
by Andri Pogo
allir fiskar hressir og munu vonandi koma vel út úr þessari lyfjameðferð..
en ég er ekki að ná því hvað stóri clown knife stækkar hratt, hann er farinn að yfirgnæfa aðra fiska í búrinu.
allt annað en feiminn og er hér að skoða myndavélina
Posted: 29 May 2008, 19:25
by Jakob
Andri, ef að það er orðið plásslítið í búrinu skal ég láta þig fá slatta fyrir CK
Þetta er ekki djók
Posted: 30 May 2008, 12:20
by Brynja
Mikið er þetta ömurlegt ástand... vonandi fer þetta að lagast með Shovelinn.
Mér fannst alveg ömurlegt að horfa upp á fiska Vargsins fara svona.. vildi að ég hefði getað gert eitthvað betur til að halda þeim á lífi..
Gangi ykkur vel í þessu!
Posted: 30 May 2008, 12:25
by Andri Pogo
takk fyrir það, sem betur fer sér ekki á neinum fiskum í búrinu og ég er orðinn vongóður um að þetta komi ekki í fleiri fiska eftir lyfjagjöfina
Shovelnose hefur verið með munninn opinn síðan í gær, alveg fastur á honum kjafturinn ???? og búið að detta vel af veiðihárunum.
En hann syndir um og er líflegur að öðru leiti.
En ég ætla ekki að aðhafast neitt frekar í nokkra daga og sjá hvort hann hressist.
Posted: 30 May 2008, 12:32
by Brynja
hann lítur mun betur út en Shovelinn sem Vargurinn missti... ég er alveg viss um að þinn nær sér!
Posted: 30 May 2008, 14:07
by Jakob
Rosalega er shovel með litla skóflu, minn er með svona tvöfalt lengri skóflu
Er það bara að þinn er minni?
Posted: 30 May 2008, 14:49
by Andri Pogo
kjafturinn er alveg eðlilegur en þessar tvær myndir eru svolítið blekkjandi því hann er með nokkurskonar stút á munninum og alveg stífur.
Betra að miða við þessa mynd, þó hún sé rúmlega hálfsársgömul:
nú veit ég ekkert hvernig þinn er, en miðað við söluþráðinn þinn er hann ekki stærri.
Posted: 02 Jun 2008, 15:36
by Andri Pogo
síðustu daga hef ég verið að skrifa grein um Clown knife og aðra fiska af hans ætt og skora á sem flesta að kíkja á greinina:
Monsterhornið - Clown knife og aðrir af Chitala ætt
Posted: 03 Jun 2008, 00:30
by Andri Pogo
Jæja lima virðist vera búin að jafna sig og ég skellti henni bara aftur í 720L búrið. Þar sem ég var líka búinn að setja lyf í það búr fannst mér það óhætt og svo var ég að bíða eftir að nota búrið sem Lima var í.
Allt virðist vera í lagi, hún er strax farin að gera það sem henni finnst skemmtilegast; að elta og pirra greyið pangasiusinn
Posted: 03 Jun 2008, 07:59
by keli
Girnileg rækja þarna í horninu
Posted: 03 Jun 2008, 10:00
by Andri Pogo
mmm já hún var líka góð á bragðið
Posted: 04 Jun 2008, 18:02
by Andri Pogo
alltaf gaman þegar plöntur fara að blómstra, þessi rauði stöngull skaust upp á einum degi og sá minni var ekki lagður af stað upp í morgun.
Posted: 04 Jun 2008, 18:53
by Elma
flott
þeim líður greinilega vel hjá þér
Posted: 07 Jun 2008, 22:37
by Andri Pogo
Ný mynd af búrinu, önnur ljósastæðan bilaði og ég er enn að bíða eftir annari, þangað til er heila stæðan í miðjunni:
litli ornatipinnis að verða stór og flottur:
Posted: 07 Jun 2008, 22:59
by Satan
afsakaðu að ég sé að birta þetta í þínum pósti en hvar fékkstu þennan flotta sand ?
Posted: 07 Jun 2008, 23:19
by Andri Pogo
Fínpússningu hfj.
Posted: 13 Jun 2008, 11:14
by Andri Pogo
vesenið ætlar ekki að hætta í búrinu...
í morgun kom ég að einum Clown knife fljótandi á hlið og hélt hann væri dauður.
Fyrsta sem kom í hugan var að það hefðu verið slagsmál milli hnífanna enda sá stærsti orðinn ansi stór en þetta er sá minnsti.
Ekki er mælt með því að hafa þessa fiska saman þannig ég átti alveg eins von á slagsmálum einn daginn.
Þá var kauði lifandi en fullur af lofti og gat því ekki synt.
Ekki veit ég þó enn hvort það sé vegna slagsmála og sýkingar í kjölfarið eða hvort hvort engin slagsmál voru.
Hitt er þó líklegra því hann var mjög sprækur í gærkvöldi.
Þegar ég þrýsti á magann koma loftbólur út um munninn, tálknin og í eitt skipti út um lítið gat á maganum.
Gotraufin er ekki á þeim stað, það gæti hafa komið til vegna slagsmála.
nú vill svo leiðinlega til að öll búr eru upptekin þannig ég hef ekki sjúkrabúr handa honum. Ég ætla þó að reyna að redda því eða jafnvel setja sýklalyf í allt 720L búrið og hann aftur í.
Posted: 13 Jun 2008, 11:22
by skarim
Í hvaða búri eru allir þessir fiskar að veikjast?
Posted: 13 Jun 2008, 11:26
by Andri Pogo
því búri sem þessi þráður fjallar um auðvitað, 720L
Posted: 13 Jun 2008, 11:30
by Jakob
En þær hörmungar. Finnst að þú ættir að skella þér á 2stk. aukabúr 1 fyrir hnífinn og hitt fyrir arowönu growout
Posted: 13 Jun 2008, 11:46
by skarim
Andri Pogo wrote:því búri sem þessi þráður fjallar um auðvitað, 720L
hehe, jamm segir sig sjálft
Þá er greinilega eitthvað að þessu búri fyrst það hafa svona margir fiskar drepist í því....
Posted: 13 Jun 2008, 11:51
by Andri Pogo
já ég held ég skili því bara
en jú það hlítur að vera einhver óþverri í því, samt er ég búinn að gefa lyf við þessu.
Að vísu ekki fullan skammt því það hefði getað farið illa með polypterusana... en þetta er hundfúlt.
þeir sem hafa drepist eru 2xpalmas polli, senegalus og arowanan.
Er þó ekki viss að polliarnir hafi drepist af sömu ástæðu