vesenið ætlar ekki að hætta í búrinu...
í morgun kom ég að einum Clown knife fljótandi á hlið og hélt hann væri dauður.
Fyrsta sem kom í hugan var að það hefðu verið slagsmál milli hnífanna enda sá stærsti orðinn ansi stór en þetta er sá minnsti.
Ekki er mælt með því að hafa þessa fiska saman þannig ég átti alveg eins von á slagsmálum einn daginn.
Þá var kauði lifandi en fullur af lofti og gat því ekki synt.
Ekki veit ég þó enn hvort það sé vegna slagsmála og sýkingar í kjölfarið eða hvort hvort engin slagsmál voru.
Hitt er þó líklegra því hann var mjög sprækur í gærkvöldi.
Þegar ég þrýsti á magann koma loftbólur út um munninn, tálknin og í eitt skipti út um lítið gat á maganum.
Gotraufin er ekki á þeim stað, það gæti hafa komið til vegna slagsmála.
nú vill svo leiðinlega til að öll búr eru upptekin þannig ég hef ekki sjúkrabúr handa honum. Ég ætla þó að reyna að redda því eða jafnvel setja sýklalyf í allt 720L búrið og hann aftur í.