Setti upp eitt 180L búr um daginn, sem kærastinn er aðalega að nota, ég á engan fisk í því. Það breyttist snarlega í nótt. Í gær fór í það sætur´, lítill albínó tiger óskar. Átti bara að vera þar í skamman tíma. En í búrinu er einn c.a 20cm RTC. Í morgun sá ég að oscarinn væri horfinn. Grunaður um verknaðinn var Rtc. Og sannarninar voru ekki af verri endanum, því að stór og mikil bumba er komin á hann.
r.i.p litli oscar.
En einnig er í búrinu tveir feimnir parrotar, Pangasius, einn 20cm tiger oscar og nokkrir convict. Þessir fiskar eru þarna bara tímabundið
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Gudmundur wrote:Flott búr og skynsamlegt
fín innrétting og fáir fiskar
er altispinosan að hrygna hjá þér ?
það er eins og hrygningartúpan sjáist þarna á kerlunni
Takk, takk Guðmundur.
þeir fiskar sem eru í búrinu eru
Altispinosa par
2x Corydoras High Fin Albino
Þessa sér maður eiginlega aldrei.
einhver ancistruseiði
1x Banjo Catfish
1x Loricaria filamentosa
2-3 Pigmy corydoras
Nei hef ekki orðið var við að parið sé að hrygna hjá mér. Karlinn er ekki alveg sáttur með kerluna, þessvega er hún svona litlaus, alltaf eitthvað bögg í honum. Held að það sé út af því að hann vill fara að "make fishes" en ekki hún. En ég vonast til að þau nái sáttum og fari að fjölga sér. Mjög fallegir og skemmtilegir fiskar.
Takk, Pípó
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Þegar þú tekur svona mynd eins og af Convictunum og desember myndina af óskurunum þegar allt er svona svart í kring og sést eiginlega bara í fiskana og kannski plöntu við hliðina á eins og myndirnar af Convict, tekuru með flassi og slekkur ljósin eða er þetta photoshop?
tek með flassi, og slekk kannski einhver ljós í kring ef ég man eftir því, kann ekki mikið á styllingarnar á myndavélinni, en er að læra:)
það er svartur bakgrunnur hjá convictunum sem hjálpaði til. Svo laga ég myndirnar aðeins til.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Birgir Örn wrote:Eru þetta convictar ættaðir frá mér?
já, rétt er það.
Síklíðan: tek myndirnar á Canon EOS 400D, linsan er 16-35mm. Hafði ljósin kveikt, en slökkti öll ljósin í kring. Notaði flass. Myndunun er ekki breytt í photoshop.
takk, Bob
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
var að fá skalla seiði, undan þessu pari sem er á myndinni.kK er svartur en kvk er gul. Seiðin klöktust út í gær og hafa stækkað mjög mikið síðan í gær. Það eru um 50-60 stk, sprikklandi á laufblaði, (amazon sverðplanta) en foreldranir hafa fært seiðin allavega 3x svo ég viti til, á milli blaða. Parið hefur hryngt svona 7-10 sinnum en þetta er í fyrsta skiptið sem þau éta ekki hrognin áður en þau klekjast út en þau virðast taka foreldrahlutverkið alvarlega. Allavega eru nokkrar hræddar tetrur reknar út í horn, af foreldrunum.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
takk, ég er mjög spennt yfir þessu, fyrsta sinn sem þetta heppnast hjá þeim. Hef aldrei séð svona litla skalla bara augu og hali og bumba (kviðpokinn) hef mestar áhyggjur þegar hann er farinn og seiðin þurfa að finna sér mat sjálf. er að pæla í að kaupa einhvern mat í vökvaformi handa þeim, er það ekki rétt hjá mér að það sé til?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
nei vil sjá hvernig þetta þróast hjá þeim, annars reyna þau bara aftur seinna. Ætla mér ekki að skipta mér of mikið af þeim, enda eru þau niðri vinnu hjá mér, vissi ekki einu sinni að þau voru búin að hrygna fyrr en seiðin voru komin
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
já polleni er þarna með butta í búri, en felur sig alltaf bak við bakgrunninn, en kemur út þegar maður gefur. Butti er eins og mesta hrekkjusvín, böggar alla minni máttar, en ekki 20cm oscarinn, en oscarinn svarar fyrir sig, þannig að butti lætur hann alveg vera.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Skalla seiðin eru orðin frísyndandi og borða vel af artemíu. Ég fjarlægði tetrutnar því að skallarnir voru orðnir mjög ágengir að verja seiðin sín.
Hefur einhver reynslu af skalla seiðum og veit einhver hve oft á að gefa þeim á dag?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L