Þó svo að þetta sem ég skrifa hér sé ekki fræðsla um fiska, þá tel ég að það eigi við í þessum þræði.
Oft er verið að nota orðið seyði í stað orðsins seiði hér. Seyði þýðir soð, það er ágætt að nota kjötseyði og fiskseyði til þess að búa til súpur og sósur. Ég efa að meðlimir hér myndu nota seiði fiska til þess.
Svo er það þessa hvimleiða notkun sagnarinnar að leggja sem sumir nota í stað sagnarinnar að hrygna. Að leggja egg í botninn, að hrygna á botninn er málið. Þetta er svo hallærislegt, það er eins og róbot hafi verið að þýða þetta beint úr ensku yfir á íslensku.
Hrygnan hrygndi og hængurinn frjóvgaði hrognin með því að sprauta svili yfir þau.
Og hana nú.
Hrogn = eggfruma fiska
Svil = sæðisvökvi fiska
Hængur = karlkyns fiskur
Hrygna = kvenkyns fiskur
að hrygna = að sprauta út úr sér hrognum
Aðeins um íslensku
Moderators: Vargur, Andri Pogo
Gott innlegg, reyndar getur enginn sagt að eitthvað sé rétt eða rangt um orðin sem notuð eru nema fólkkið sem notar þau, því miður í flestum tilfellum en mér þykir í fínu lagi að nota karl og kerling í stað hængur og hryngna. Karl og kerling er mun alþýðlegra en hængur og hrygna og mun fleiri nota það auk þess sem mér þykir það passa betur við búrfiska og mun aldrei samþykkja það sem rangt.
Ég tel samt að við eigum að standa vörð um málið okkar og passa að orðskrýpi og annað festist ekki í málinu.
Þetta mynnir mig á ritgerð sem ég skrifaði í skóla, ég fékk 9.5 fyrir ritgerðina en hún var einungis dregin niður vegna þess að ég notaði orðið "karlfuglinn", kennarnum þótti orðið "karri" eiga betur við. Nú rúmim 20 árum síðar hef ég aldrei heyrt nokkurn mann nota orðið karri yfir karlfugl, hvorki dúfur eða annað.
Ég tel samt að við eigum að standa vörð um málið okkar og passa að orðskrýpi og annað festist ekki í málinu.
Þetta mynnir mig á ritgerð sem ég skrifaði í skóla, ég fékk 9.5 fyrir ritgerðina en hún var einungis dregin niður vegna þess að ég notaði orðið "karlfuglinn", kennarnum þótti orðið "karri" eiga betur við. Nú rúmim 20 árum síðar hef ég aldrei heyrt nokkurn mann nota orðið karri yfir karlfugl, hvorki dúfur eða annað.
það er annað sem fer mun meira í mínar fínustu og það þegar dýr "eiga" afkvæmi sín, sjálfsagt er ekkert að þvi en mér var kent að konur (þið vitið þessar á 2. fótum) eru þau einu sem eiga afkvæmi.
önnur dýr bera, kasta, gjóta, verpa og hrygna.
svo er það hitt og það er að mannfólk deyr en dýr drepast sama hversu náin þau eru manni.
bara smá innlegg í þetta mál
önnur dýr bera, kasta, gjóta, verpa og hrygna.
svo er það hitt og það er að mannfólk deyr en dýr drepast sama hversu náin þau eru manni.
bara smá innlegg í þetta mál
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð sem er núna DAUÐ
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð sem er núna DAUÐ
V / Íslensku
Það er hið allra besta mál að ræða um íslenskuna hér á spjallinu.
Að lokum: Hver segir að dýr geti ekki "dáið" eins og menn, finnst fullkomlega réttlætanlegt og eðlilegt að nota það um dýrin, einmitt sérstaklega vegna þess að mörg þeirra eru okkur mjög náin!!
Að lokum: Hver segir að dýr geti ekki "dáið" eins og menn, finnst fullkomlega réttlætanlegt og eðlilegt að nota það um dýrin, einmitt sérstaklega vegna þess að mörg þeirra eru okkur mjög náin!!
Re: V / Íslensku
Það er ekkert sem segir að dýr geti ekki dáið. Hinsvegar er eða var það viðtekin venja að nota sitthvort orðið um skepnur og menn. Þetta er greinilega að breytast hjá ýmsum. Ég segi fiskurinn minn drapst því ég myndi td. aldrei leggja börnin mín eða aðra nákomna að jöfnu við gæludýr og þess vegna vil ég nota drapst um skepnur.María M. wrote:Það er hið allra besta mál að ræða um íslenskuna hér á spjallinu.
Að lokum: Hver segir að dýr geti ekki "dáið" eins og menn, finnst fullkomlega réttlætanlegt og eðlilegt að nota það um dýrin, einmitt sérstaklega vegna þess að mörg þeirra eru okkur mjög náin!!
Mér fannst það ákaflega ósmekklegt þegar heilbrigðisstarfsmaður sagði haus og lappir um dóttur mína í síðasta mánuði. Ég gerði nú samt engar athugasemdir við það, til þess að skapa ekki leiðindi. Og svo er ég ekkert viss um starfsmaðurinn hefði skilið muninn.
Þetta er tilvitnun í mig frá öðrum þræði.
Ég tel það nokkuð víst að það skipti jafn miklu máli í dag, að það sem skrifað er á netinu sé þokkalega skrifað, því þar eru samskipti manna orðin nokkuð mikil. Á spjallrásum er oft átakanlegt að sjá hvernig skrifað er. Ég held að skrifað mál hafi ekki verið svona slæmt hér áður þegar fólk var skemur í skóla. Sem er umhugsunarefni út af fyrir sig.
Ein ástæðan fyrir því að ég tel mikilvægt að menn skrifi þokkalega rétt er sú að fólk skilji hvort annað. Ég tel enga þörf á því að fjölga mállýskum og málum, það gerir skoðanaskipti milli manna flóknari.
Nú er enskan orðin nokkuð ríkjandi á netinu og hún hefur töluvert breyst undanfarin 300 ár og getur auðveldlega breyst aftur og jafnvel skipst upp í fleiri tungumál ef menn gæta sín ekki.
Skyldum við græða eitthvað á því að fjölga tungumálum? Ég held ekki.
Auðvitað gerast svona breytingar ekki í hvelli. Ég veit þó dæmi um systkini á miðri síðustu öld sem ekki var möguleiki fyrir aðra krakka að skilja. Það er að segja þegar þau töluðu saman sín á milli.
Munið að íslenska er ekki eitthvað sem maður Á bara að læra í skóla. Maður er alltaf að læra.
Vöndum okkur.
Með þessu er ég að hugleiða það hvað tungumál er fljótt að breytast og í því sambandi bendi ég td. á Noreg þaðan sem okkar mál er komið frá, þeir skilja okkur ekki og heldur ekki fornmálið.Rodor wrote:Mig langar líka að bæta við hugleiðingu hér fyrir þá sem eru á móti því, að verið sé að setja út á stafsetningu ef merkingin er skiljanleg.
Það endar með því að slíkir tilburðir verða til þess að ný tungumál verða til. Tungumál er til þess að koma skiljanlegum skilaboðum og hugsunum á milli manna, því er betra að vera ekki að fjölga þeim
Einhversstaðar stendur að mannkynið hafi talað sama tungumál í upphafi og ég held að það sé eitthvað til í því.
Ég tel það nokkuð víst að það skipti jafn miklu máli í dag, að það sem skrifað er á netinu sé þokkalega skrifað, því þar eru samskipti manna orðin nokkuð mikil. Á spjallrásum er oft átakanlegt að sjá hvernig skrifað er. Ég held að skrifað mál hafi ekki verið svona slæmt hér áður þegar fólk var skemur í skóla. Sem er umhugsunarefni út af fyrir sig.
Ein ástæðan fyrir því að ég tel mikilvægt að menn skrifi þokkalega rétt er sú að fólk skilji hvort annað. Ég tel enga þörf á því að fjölga mállýskum og málum, það gerir skoðanaskipti milli manna flóknari.
Nú er enskan orðin nokkuð ríkjandi á netinu og hún hefur töluvert breyst undanfarin 300 ár og getur auðveldlega breyst aftur og jafnvel skipst upp í fleiri tungumál ef menn gæta sín ekki.
Skyldum við græða eitthvað á því að fjölga tungumálum? Ég held ekki.
Auðvitað gerast svona breytingar ekki í hvelli. Ég veit þó dæmi um systkini á miðri síðustu öld sem ekki var möguleiki fyrir aðra krakka að skilja. Það er að segja þegar þau töluðu saman sín á milli.
Munið að íslenska er ekki eitthvað sem maður Á bara að læra í skóla. Maður er alltaf að læra.
Vöndum okkur.