African-claw frog-smá vandræði

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Bryndís
Posts: 31
Joined: 26 Dec 2012, 15:55

African-claw frog-smá vandræði

Post by Bryndís »

Er með einn lítinn og hressan frosk sem við erum búin að eiga talsverðan tíma.
Núna er eins og hann hafi rispað sig á bakinu, var fyrst örlítil rispa sem nú hefur stækkað og er orðið einskonar sár. Eru einhver ráð til að hjálpa húðinni að endurnýja sig eða gróa.
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: African-claw frog-smá vandræði

Post by Sibbi »

Ég hef séð þetta, þegar stelpan mín var með froska, þá var mér sagt að hafa hreint og gott vatn, engan rotnandi mat hjá kvikindinu, sem ég og gerði, þetta lagaðist, en tók að mig minnir dolítinn tíma, Þeir í Fiskó eru nú sérfræðingar í þessum dýrum, óvitlaust að hitta þá eða hringja.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: African-claw frog-smá vandræði

Post by Arnarl »

Minn fékk sár á stærð við tíkall og svo kom sveppur, skipti um vatn og eins og Sibbi segir var með hreint og gott búr og setti svo smá salt að mig minnir bara um 1gr per lítee
Minn fiskur étur þinn fisk!
Bryndís
Posts: 31
Joined: 26 Dec 2012, 15:55

Re: African-claw frog-smá vandræði

Post by Bryndís »

TAkk fyrir þetta. Við reyndum þetta og ég talaði líka við þá í Fiskó sem gáfu sömu ráð, hreint vatn og 1g.salt per líter. Allt kom fyrir ekki og hann dó blessaður.
Post Reply