Vantar smá ráðleggingar, er með 300 litra búr og er með Melanochromis Maingano, Pseudotropheus Acei og Yellow lab og hefur gengið ágætlega.
Keypti mér einn fisk í síðustu viku og hann var dáinn eftir fjóra daga og sá að sporðurinn var orðinn mjög ljótur á honum. Kíkti í fiskabúiðina og sagði söguna mín og hvort það gæti ekki verið að hinir hefðu ráðist á hann. Mér var sagt að það væri líklegt og besta ráðið væri að breyta í búrinu svo það væri minni líkur að þetta mundi endutaka sig.
Ég keypti tvo nýja og gerði breytingar í búrin og er að lenda í því sama að það sér soldið á fiskonum og þeir eru alltaf í felum, troða sér bakvið dæluna eða hvar sem þeir geta.
Set mynd af þeim hérna fyrir neðan og hvað get ég gert?
Illa farnar sikiliður
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
Re: Illa farnar sikiliður
Sennilega hinar sem eru að taka nýliðana í bakaríið.
Þú þarft að hafa nýju í sér búri þangað til þeir hafa náð sér. Svo virkar stundum að taka þá sem eru fyrir í búrinu úr því, t.d. geyma þá í fötu, endurinnrétta (færa grjót osfrv), setja nýju fiskana í og bæta svo gömlu eftir smá stund.
Þú þarft að hafa nýju í sér búri þangað til þeir hafa náð sér. Svo virkar stundum að taka þá sem eru fyrir í búrinu úr því, t.d. geyma þá í fötu, endurinnrétta (færa grjót osfrv), setja nýju fiskana í og bæta svo gömlu eftir smá stund.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Illa farnar sikiliður
Þú getur fylgt ráðum Kela til að byrja með.
Það væri líka gott að vakta búrið og sjá hverjir eru sökudólgarnir. Yellow lab er yfirleitt friðsamur á meðan að maingano getur verið grimmur en þá mest innbyrðis og ætti að láta fiska í friði sem ekki líkjast þeim um of.
Ein aðferð sem gæti hjálpað (sem hefur stundum virkað hjá mér) er að taka alla fiska uppúr, endurinnrétta og skella öllum í og setja teppi yfir búrið í 3 daga eða svo og ekki gefa neitt á meðan.
Svona vandamál eru líka algengari þegar frekar fáir fiskar eru í búrinu og hverfa oft þegar "stappað" er í búrin.
/einar
Það væri líka gott að vakta búrið og sjá hverjir eru sökudólgarnir. Yellow lab er yfirleitt friðsamur á meðan að maingano getur verið grimmur en þá mest innbyrðis og ætti að láta fiska í friði sem ekki líkjast þeim um of.
Ein aðferð sem gæti hjálpað (sem hefur stundum virkað hjá mér) er að taka alla fiska uppúr, endurinnrétta og skella öllum í og setja teppi yfir búrið í 3 daga eða svo og ekki gefa neitt á meðan.
Svona vandamál eru líka algengari þegar frekar fáir fiskar eru í búrinu og hverfa oft þegar "stappað" er í búrin.
/einar
Re: Illa farnar sikiliður
Búrið er stórt og gott hjá þér þannig þetta ætti ekki að vera vandamál ef nóg er af felustöðum, hér að ofan koma góð ráð en ég vil bæta við að endurraða helstu steinum og öðru í búrinu, fylla í grafnar holur og bæta svo nýjum fiskum í.
Einnig er gott að passa að nýju fiskarnir séu talsvert yngri og minni en ráðandi fiskar í búrinu.
Einnig er gott að passa að nýju fiskarnir séu talsvert yngri og minni en ráðandi fiskar í búrinu.
Re: Illa farnar sikiliður
Úfff, lengi lærir sem lifir,,, hef alltaf gert þveröfugt,,, ekki furða að stundum hafi aðgerð ekki gengið uppVargur wrote:Einnig er gott að passa að nýju fiskarnir séu talsvert yngri og minni en ráðandi fiskar í búrinu.