Rót & brúnt vatn !
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Rót & brúnt vatn !
Hvað er málið með þessar rætur sem ég er með ?
Þegar ég startaði búrinu hjá mér "100L" þá fór ég í "www.gaeludyr.is" og fékk mér 2x Medium rætur, þau benntu mér á að þær myndu lita vatnið í smá tíma og hægt væri að minka þetta með því að setja ræturnar í uppþvottavél "passa glansefnið" ég er núna fjórum mánuðum seinna enþá að berjast við þetta brúna vatn. Ég er búinn að setja þessar rætur í uppþvottarvélina fjórum sinnum og láta renna vatn á þær og ég veit ekki hvað og hvað !!!
Eru þessar rætur bara drasl og hætta aldrei að lita vatnið ?
Er eitthvað ráð sem þið hafið ???
Kv. Alli
Þegar ég startaði búrinu hjá mér "100L" þá fór ég í "www.gaeludyr.is" og fékk mér 2x Medium rætur, þau benntu mér á að þær myndu lita vatnið í smá tíma og hægt væri að minka þetta með því að setja ræturnar í uppþvottavél "passa glansefnið" ég er núna fjórum mánuðum seinna enþá að berjast við þetta brúna vatn. Ég er búinn að setja þessar rætur í uppþvottarvélina fjórum sinnum og láta renna vatn á þær og ég veit ekki hvað og hvað !!!
Eru þessar rætur bara drasl og hætta aldrei að lita vatnið ?
Er eitthvað ráð sem þið hafið ???
Kv. Alli
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Rót & brúnt vatn !
Rætur lita bara mismikið og mislengi. Þær munu hætta að lita einhverntíma en það er erfitt að setja hvenær.
Þú hefur bara verið óheppinn með eintök en það er svosem ekkert hægt að sakast við verslunina, það er ekki hægt að vita það fyrirfram hvernig þær lita.
Þú hefur bara verið óheppinn með eintök en það er svosem ekkert hægt að sakast við verslunina, það er ekki hægt að vita það fyrirfram hvernig þær lita.
Re: Rót & brúnt vatn !
Rætur lita alltaf. Mis mikið, en lita alltaf. Þetta er bara einn fylgifiskur rótanna. Getur skipt oftar um vatn ef þér finnst þetta ómögulegt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Rót & brúnt vatn !
Þetta er ekkert ómögulegt. Ég tók bara svo vel eftir því hvað vatnið er mikið litað í dag þegar það birti til og sást til sólar á klakanum. Skal henda inn mynd af 20% vatnaskiptunum hjá mér á morgun, helli því í baðið og leyfi ykkur að sjá.
Ég er alls ekki að kenna verluninni um. Hef bara góða reynslu af gaeludyr.is
Ég er alls ekki að kenna verluninni um. Hef bara góða reynslu af gaeludyr.is
Re: Rót & brúnt vatn !
20% þynnir litinn lítið.. Ég geri stundum ca 60%+ vatnsskipti og búrið mitt er allt annað, amk liturinn á vatninu
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Rót & brúnt vatn !
Sammála síðasta ræðumanni, ég geri aldrei minni en 50% vatnsskipti. Tekur því ekki að standa upp fyrir 20%
Re: Rót & brúnt vatn !
Andri Pogo wrote:Sammála síðasta ræðumanni, ég geri aldrei minni en 50% vatnsskipti. Tekur því ekki að standa upp fyrir 20%
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: Rót & brúnt vatn !
já ég hef líka verið að gera meira en 50% 1x í mánuði þá hef ég líka verið að setja ræturnar í uppþvottavélina og þá lítur búrið mjög vel út í svona 5-7 daga svo eftir það er þetta eins og þunnt kaffi
Re: Rót & brúnt vatn !
Ég myndi ekkert vera að þessu uppþvottavélaveseni.. Bara auknar líkur á að þvottaefnisafgangar setjist á rótina og valdi vandræðum í búrinu. Frekar þá láta renna í funheitt bað og baða rótargreyjið
(Ég geri mér grein fyrir að þú notar ekki þvottaefni þegar rótin er þvegin)
Þetta er samt svolítið eins og að ætla að slökkva bál með garðslöngu... Frekar bara að sætta sig við litinn; Fiskarnir eru sennilega mjög glaðir með hann þar sem þetta er líkara náttúrulegu umhverfi.
(Ég geri mér grein fyrir að þú notar ekki þvottaefni þegar rótin er þvegin)
Þetta er samt svolítið eins og að ætla að slökkva bál með garðslöngu... Frekar bara að sætta sig við litinn; Fiskarnir eru sennilega mjög glaðir með hann þar sem þetta er líkara náttúrulegu umhverfi.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Rót & brúnt vatn !
60 % vatnskipti Hvað fellur hitinn í búrinu mikið ? eins hlítur ph að breytast mikið þar sem kranavatnið er frá 8,95 - 9,05 (samkvæmt orkuveitu Rvk og kalda vatnið 3,7 - 6,7 °C þetta er breytilegt eftir því hvar í Rvk menn búa)
Re: Rót & brúnt vatn !
Það er enginn buffer í vatninu þannig að það verður mjög líkt vatninu í búrinu. Hitastigið fellur auðvitað ekkert því vatnið sem maður setur í búrið er auðvitað jafn heitt og það sem er í búrinu.
Ef þú ert að skipta um vatn með eingöngu köldu vatni þá ertu að bjóða alls kyns sjúkdómum og veseni í heimsókn.
Ef þú ert að skipta um vatn með eingöngu köldu vatni þá ertu að bjóða alls kyns sjúkdómum og veseni í heimsókn.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Rót & brúnt vatn !
Hérna kemur þetta. Ég gerði 50-60% skipti og þetta er vatnið sem var í búrinu.
https://fbcdn-sphotos-c-a.akamaihd.net/ ... 3088_n.jpg
https://fbcdn-sphotos-c-a.akamaihd.net/ ... 3088_n.jpg
Re: Rót & brúnt vatn !
Þetta er asskoti mikið, ég eignaðist fyrir nokkrum árum rót sem ég gafst upp á eftir þónokkra mánuði, minnkaði aðeins liturinn fyrstu vikurnar, en síðan var bara alltaf sama litunin.Allibraga wrote:Hérna kemur þetta. Ég gerði 50-60% skipti og þetta er vatnið sem var í búrinu.
https://fbcdn-sphotos-c-a.akamaihd.net/ ... 3088_n.jpg
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: Rót & brúnt vatn !
Já ef þessi er nokkurra mánaða gömul og þú skiptir reglulega um mikið vatn þá er þessi rót líklega bara sérstaklega leiðinleg..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Rót & brúnt vatn !
ég er að pæla hvort einhver hafi prufað að háþrýstiþvo svona rót ? ætli það virki ?