Plasthlíf

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
svanur
Posts: 63
Joined: 26 Sep 2009, 21:36
Location: keflavik

Plasthlíf

Post by svanur »

Ég er með ljósastæðu með t5 perum yfir búrinu hjá mér og það er plasthlíf sem varnar raka að perustæðunum ca 90 cm löng 30 á breidd sem er brotin og ég er að spá í hvar ég get látið saga svoleiðis fyrir mig og hvað svoleiðis er kallað,Plexy kanski?
Ég veit að það er plexy í keflavík en var að velta fyrir mér hvar ég gæti fengið svona í Reykjavík.Það eru 6 t5 í stæðunni svo hún hitnar töluvert svo kanski ætti ég að nota gler en það gæti ekki verið þykkara en 4mm til að passa í rennuna og ég er að velta fyrir mér hvort 90 cm 4mm sé ekki soldið riskí.
Ég væri þakklátur ef einhver hér gæti gefið mér ráð. :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Plasthlíf

Post by keli »

plexi er drepleiðinlegt í raka, það verpist allt og verður leiðinlegt...

Hvernig búr er þetta? Geturðu tekið mynd af þessari hlíf?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Plasthlíf

Post by Andri Pogo »

ég get sagað fyrir þig 3-4mm krossviðarplötu í þessari stærð ef þú vilt prófa það. Venjulegur birkikrossviður. Ætti svosem að þola raka en gæti verpst eitthvað.
-Andri
695-4495

Image
svanur
Posts: 63
Joined: 26 Sep 2009, 21:36
Location: keflavik

Re: Plasthlíf

Post by svanur »

Takk Andri en þetta er undirhlíf fyrir perurnar,ég setti nokkrar myndir til að þið áttið ykkur betur á þessu,það er rauf sem plasthlífinni er rennt í og hlífin er mjög þunn,hefur alltaf svignað og ég hef alltaf farið ofurvarlega en þetta er mjög gamalt ljós sem ég keypti notað hér á spjallinu fyrir einhverjum árum af manni sem hafði líka keypt það notað hér á spjallinu, en hefur reynst mér mjög vel.Ég held samt að það verði ekki mikið eldra ef ég redda þessari hlíf ekki fljótlega.
Attachments
IMG_3747.jpg
IMG_3747.jpg (21.49 KiB) Viewed 22172 times
IMG_3744.jpg
IMG_3744.jpg (34.49 KiB) Viewed 22172 times
IMG_3746.jpg
IMG_3746.jpg (29.18 KiB) Viewed 22172 times
IMG_3745.jpg
IMG_3745.jpg (46.24 KiB) Viewed 22172 times
User avatar
elliÖ
Posts: 231
Joined: 26 Feb 2010, 00:11
Location: Reykjarvík

Re: Plasthlíf

Post by elliÖ »

Hugsa nú að 4mm gler sem er 30*90 sé svo mikið riski það er alveg þokkalega sterkt
Gæti nú átt handa þér skífu ef þú vilt prófa
Last edited by elliÖ on 26 Jan 2014, 20:55, edited 1 time in total.
Elvar
Aquastabil 530L diskusar
130L japanis endler
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Plasthlíf

Post by Andri Pogo »

ahh ég skil, sá fyrir mér að þetta væri fyrir ofan perurnar að vernda rafmagnið.
Gætir prófað að heyra í Format/Akron/Merking (búið að sameina þetta allt) og ath hvort þeir eigi eitthvað hentugt efni í þetta.
http://www.format.is
-Andri
695-4495

Image
svanur
Posts: 63
Joined: 26 Sep 2009, 21:36
Location: keflavik

Re: Plasthlíf

Post by svanur »

Takk kærlega fyrir þessar upplýsingar Andri ég fer og tala við þá á morgun.Takk líka Elli ég set mig í samband við þig ef það gengur ekki upp hjá format.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Plasthlíf

Post by keli »

Taktu fram við merkingu að það sé hiti og raki á þessu. Plexy er ónothæft í það. Þeir eiga kannski eitthvað annað sem hentar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
siggi86
Posts: 639
Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík

Re: Plasthlíf

Post by siggi86 »

plexy virkar alveg... en þú þarft að hafa það þykkt...
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Plasthlíf

Post by Squinchy »

Gler í þetta IMO
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply