Hvítblettaveiki

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Hvítblettaveiki

Post by Vargur »

Ein af algengari spurningum hér er varðandi hvítblettaveiki því er væntanlega upplagt að setja inn smá fróðleik um meðferð við veikinni.
Athugasemdir og viðbætur eru velkomnar.

Hvítblettaveiki

Einfrumungs sníkjudýrið Ichthyophthirius veldur oft fisksjúkdómi. Vegna útlitsins er hann oftast kallaður hvítblettaveiki (white spot). Hvítu blettirnir sjást fyrst á baki fisksins og á uggum en þegar sjúkdómurinn ágerist lítur fiskurinn út eins og hann hafi verið sykraður. Önnur einkenni eru t.d. klemdur sporður og uggar, fiskurinn nuddar sér mikið, eins og til að nudda sníkjudýrið af búknum. gott er að nota google og leita að "white spot disease" til að skoða myndir til samanburðar og lesa sér til um veikina.

Hvítblettaveiki er algeng í nýjum búrum og kemur oft upp eftir að nýjum fiskum er bætt í búrið. Það er oftast tengt því að mótstöðuafl fiskanna er ekki nægilegt eftir flutninga osf og/eða vegna þess að vatnið hefur kólnað talsvert í flutningum.

Hvað er til ráða.
Í flestum tilfellum er veikin auðveld viðureignar, sérstaklega ef einkenna verður vart fljótt og strax gripið til ráðstafana.

Söltun.
Salt er í flestum tilfellum besta ráðið gegn veikinni. Hefðbundið gróft Kötlusalt hentar td vel. Setjið 1-2 matskeiðar af salti á hverja 5-10 lítra af vatni. Í gróðurlaus búr er óhætt að setja tvöfalt meira magn af salti. Gott er að hækka hitan um 2-3° og auka loftun í búrinu, td. bæta við loftdælu eða gæta þess að hreinsidælur gári vatnsyfirborðið vel.
Í flestum tilfellum ættu einkennin að minka eftir sólarhring og hverfa alveg á 3-4 dögum. Ef einkennin minka ekki er ráð að bæta salti í búrið eða athuga með lyfjagjöf. Þegar fiskarnir hafa verið einkennalausir í 2-3 daga er gott að gera 30-50% vatnskipti og gæta þess að hitastigið á nýja vatnið sé það sama og í búrinu.
Ath. að sniglar og plöntur þola illa salt.

Lyfjagjöf.
Í gróðurbúr og svæsnari tilfellum af hvítblettaveiki þar sem söltun virðist ekki virka er lyfjagjöf æskilega. Allar gæludýraverslanir sem selja fiskavörur eiga til lyf við hvítblettaveiki. Fylgdu leiðbeiningum sem fylgja lyfinu og gættu sérstaklega að því að næg loftun sé í búrinu, taktu kolafilter úr hreinsidælunni ef hann er til staðar. Lyf hafa slæm áhrif á flóruna í búrinu og því þarf að passa upp á að úrgangsefni hlaðist ekki upp í búrinu eftir lyfjagjöf. Gott er að rifja upp lesninguna um nitrogen hringinn http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?p=4278#4278
Athuga að margir fiskar þola lyfin illa, td. bótíur og aðrir hreisturlausir fiskar.
Eftir að sjúkdómurinn er farinn er ágætt að gera 30-50% vatnsskipti (sjá leiðbeiningar með lyfinu) og setja kolafilter í dæluna til að hreinsa upp lyfjaleifar. Kolafilternum skal svo henda við næstu dæluþrif.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: Hvítblettaveiki

Post by Birkir »

Ég er að kljást við hvítblettaveiki í 54l búri á vinnustað mínum. Eins og gengur með vinnustaðabúr, þá er oft stress á fiskunum vegna mannaumferðar og rasks af ýmsu tagi.

Síðustu helgi kom upp veiki og tæplega 20 neon fiskar dóu að er virtist samtímis. Þeir ku vera viðkvæmari en flestir þannig að það er kannski lógíst að þeir hafi farið á undan öðrum íbúum. Ég var ekki í vinnunni þessa helgi og á Mánudegi var ekki fallegt um að litast. Rotnaðir neonar um allt búr. Ég gerðu um 70% vantsskipti, hreinsaði hreinsidæluna, hækkaði hita og vonaði það besta. Á þessum tímapunkti voru tígrisbarbarnir fjórir sýktir að mér sýndist, sumir með nokkra hvíta bletti á sporð og ugga. Þremur dögum síðar dó stærsta ancistran í búrinu. Þá fékk ég hvítblettalyf og settu 2.5ml út í búrið, setti loftstein í það og færði hreinsidæluna að yfirborðinu svo hún gáraði hressilega.

Samkvæmt læknisráði sem ég fékk í gæludýraverslun, átti ég að láta lyfið malla í sólahring og svo gera 80% vatnsskipti, halda hitanum í kring um 26 og count my blessings. Síðan þá hefur að ég held einn barni og pottþétt ein svart neon tetra drepist. Eftir í búrinu eru sem sagt 3x barbar, 3 svart neon og ein ancistra. Á ég núna á einhverjum tímapunkti að setja lyfið aftur í búrið eða bara bíða og sjá?

P.S. Er hægt að setja kolafilter í svona hefðbundnar innanborðhreinsidælur sem hanga á sogskálum í litlum búrum?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: Hvítblettaveiki

Post by Birkir »

Við réðum við hvítblettaveikina.
Eftir 80% vatnaskipti, þar sem ég hreinsaði dælu, gler og fleira, sand líka, þá bætti ég hvítblettameðali út í vatnið. Lét það málla í rúman sólahring. Gerði aftur 80% vatnaskipti. Síðan setti ég salt í "nýja vatnið" og veikin er á bak og burt.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Hvítblettaveiki

Post by keli »

Gott plan. Svo er að vera á tánnum með vatnsskipti og þá ætti hún ekki að koma aftur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply