Gler þykkt

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Gler þykkt

Post by Squinchy »

Í þessum þræði eru upplýsingar sem geta hjálpað þeim sem eru að íhuga smíði á fiskabúri

Þessi tafla er aðeins til viðmiðunar en ekki heilagur sannleikur

Image
Í þessari töflu hér að ofan, er efsta lágrétta línan sem bendir til hvað búrið er langt og lóðrétta línan bentir til hvað búrið er hátt. Dæmi: ef setja á saman 300 lítra búr sem hefur málin L.120, B.50, H.50 þá er elt efri röðina að því sem sýnir 122cm og svo niður um 3 þar sem lóðrétta línan sýnir 53cm, þá segir taflan að 9mm gler upp í 12mm gler sé æskilegt að nota (þ.a.l. væri mjög í lagi að fara milliveginn og taka 10mm gler), fyrir neðan mm töluna inni í sviga er svo kallað öryggis gildi

Heimildir:
Mynd og upplýsingar

Endilega bæta eitthverju við ef ykkur finnst eitthvað vanta eða spurja ef eitthver vafi er á
Last edited by Squinchy on 15 Mar 2010, 23:06, edited 2 times in total.
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Stafsetningarvilla í titli þráðarins :)

Annars fínt, kannski sniðugt að taka fram hvað er æskilegt að safety factor sé?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

þetta er væntanlega án allra stirkinga eins og þverbönd og stífur?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hehe já það er komið í lag, er satt að segja þá er ég búinn að glápa á þessa síðu örugglega tímunum saman og ég skil ekki hvernig þetta öryggis gyldi er fengið út og hvað það á að segja manni annað en það að því þykkara gler sem maður velur er maður mun öruggari
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Mín kunnátta af eðlisfræði og að sjá risafiskabúr gerð einungis úr gleri segir mér að það sé aðalatriðið. Nógu þykkt til að þola þrýsting og möguleg högg frá íbúum þess.
Nema auðvitað að það séu hákarlar úr myndinni Deep Blue Sea. Mæli ekki með að nokkur maður hafi þannig sem gæludýr.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

ulli wrote:þetta er væntanlega án allra stirkinga eins og þverbönd og stífur?
Persónulega myndi ég aldrei setja upp búr yfir 1 meter án styrkingar á framhliðinni, kostnaðurinn er það lítill í að styrkja að það tekur því varla að sleppa því, nema farið sé út í að hafa glerið vel yfir því sem mælt er með
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

mér langar tld að smiða búr sem er 400x120x100cm L-B-H og var að spá í 19mm.það virðist ekki vera til þykkara gler hérna heima nema maður sér panti,

25cm þverstífu á meters millibili?
ætlli það sé nóg eða þyrfti ég að nota þverbönd eftir glerinu líka?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég myndi skella þverböndum eftir glerinu, með því færðu betra grip á þverstífunar
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Þessi síða er mjög góð til að fá réttar stærðir og upplýsingar http://www.theaquatools.com/building-your-aquarium
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: Gler þykkt

Post by S.A.S. »

ég er að fara smíða búr sem er 150x60x60 10mm gler er það kæruleisi eða á ég að fara í 12mm ?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Gler þykkt

Post by Squinchy »

Kannaðu verðmuninn, ef þú sérð fram á að geta eitt aðeins meiri pening í sterkara gler þá er það ekki spurning, 10mm mun virka en ekki eins vel ef eitthvað lendir utan í búrinu (krakki kastar eitthverju í glerið, party heima og eitthver rekur sig í búrið)

Bara hafa styrkingarnar á hreinu ef 10mm er notað
Kv. Jökull
Dyralif.is
Sjávarsafn
Posts: 10
Joined: 31 Jan 2011, 22:28

Re: Gler þykkt

Post by Sjávarsafn »

er verið að tala um hert öryggisgler eða bara hert gler..?
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: Gler þykkt

Post by S.A.S. »

það er bara verið að tala um venjulegt flotgler. ég tók þá ákvörðun í mínu búri að fá frekar sprungu í það staðin fyrir að það springi inn á stofugólf hjá mér sem hert gler gerir ef svo ólíklega vill til að það brotni
Sjávarsafn
Posts: 10
Joined: 31 Jan 2011, 22:28

Re: Gler þykkt

Post by Sjávarsafn »

las það einhverstaðar að það sé sett plastfilma sem gerir það að verkum að það helst saman... eða myndi það ekki virka fyrir stór búr cirka 3000 lítra..
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: Gler þykkt

Post by S.A.S. »

3000l er komið soldið út fyrir það sem ég er búin að vera kynna mér þannig að ég verð bara að segja pass. en lýstu þessu nánar hvar er þessari plastfilmu komið fyrir og hvað á hún að gera
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: Gler þykkt

Post by pjakkur007 »

þetta öryggisgler sem þú ert að tala um er bara "venjulegt tvöfalt flotgler" með öryggisfilmu á milli!!! þetta er mikið notað í sturtuveggi og frístandandi glerveggi.
það er ekki langt síðan ég keiptti svona og þá kostaði samsett plata sem var 190x80x1 48 þús
þetta öryggisgler er örugglega ekki eins sterkt og ósamsett gler í sömu þykkt en hefur þann eiginleika að vera eins og gler í framrúðum á bílum þ.e það hangir saman þó það brotni
User avatar
elliÖ
Posts: 231
Joined: 26 Feb 2010, 00:11
Location: Reykjarvík

Re: Gler þykkt

Post by elliÖ »

Elvar
Aquastabil 530L diskusar
130L japanis endler
Post Reply