Ofdekraðir matvandir Óskarar.

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Ofdekraðir matvandir Óskarar.

Post by Gilmore »



Ég var að setja upp 450l búr með 4 stk Óskurum. Ég hef oft áður verið með Óskara og aldrei verið neitt vesen. Núna hins vegar er ég með einhverja sem hafa verið dekraðir í búðinni.

Ég keypti 2 Lutino ca. 10 cm stóra í Dýraríkinu, en þeir eru nú skárri og narta aðeins í fiskamatinn. Svo keypti ég 2 rosa flotta Tiger í Dýralíf en þeir eru ekki nema 5 - 6 cm. Þeim kemur öllum vel saman og synda oftast saman um búrið. Tiger voru svolítið tættir því þeir voru í búri með nokkrum Greenterror sem voru að hrella þá, en þeir eru búnir að jafna sig á því.

Tiger Óskararnir líta ekki við þurrmatnum og láta hann bara sigla framhjá og ég er með 3 gerðir af síkliðumat, prófaði líka flögur. Þeir voru reyndar stressaðir fyristu 2 dagana, en í dag þegar ég kom heim, þá voru þeir farnir að láta eins og Óskarar gera, alveg á fullu við glerið að sníkja mat.

Ég prófaði að gefa þeim blóðorma í gær til þess að sjá hvort þeir væru nokkuð lystarlitlir. Þeir alveg trylltust við ormana og hökkuðu þá í sig, þannig að það er ljóst að þeir hafi verið aldir á einhverju þannig í búðinni.

Verð ég ekki bara að svelta þá í nokkra daga og prófa svo að bjóða þeim fiskamat? Hefur einhver einhverja svipaða Óskarasögu?
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Ég er með 3 Óskara sem eru ofdekraðir á rækjum, Ýsu, skelfiski og mörgu öðru en á líka þurmat sem þeir vilja ekki sjá nema aðrir íbúar búrsins. Það kemur fyrir að rækjur og annað klárist og ekkert annað til en Þurfóður þá er nóg að svelta þá 2 daga þá taka þeir glaðir við þurrfóðrinu og hakka það hreinlega í sig.
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Já þeir hljóta að taka þurrmatinn eftir einhverja daga. Annars þegar ég var með Óskara áður, þá hunsuðu þeir matinn ef ég skipti um tegund.

Þetta eru annars svo flottir Óskarar að ég vill ekki að neitt komi fyrir þá. Held að þetta sé afbrigði sem kallast Fire Red. Mynstrið á þeim er ekki eins og á venjulegum Tiger, meira svona eins og flame mynstur. Svo eru þeir líka alveg svakalega rauðir, en vanarlega eru svona litlir Óskarar frekar litlausir, aðallega ljós appelsínugulir eða brúnir og fá rauða litinn ekki fyrr en þeir stækka.
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Þarna þekki ég þá..........í dag tróðu þeir túllan fullan af fiskamat. :)
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Er ekkert pirrandi að fá ofdekraða fiska úr dýrabúðum?
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Málið er ekki ofdekrun, það er frekar að ef óskurum er bara gefin ein tegund af mat,
þá er erfitt að láta þá taka mat sem þeir eru ekki vanir að fá.
Þess vegna er best að gefa óskurum fjölbreyttan og góðan mat frá byrjun.
En það er gott að þeir eru byrjaðir að borða hjá þér :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég var að gefa þeim venjulegan þurrmat í búðinni, þetta hefur verið eitthvað stress í þeim og ekkert óalgengt að fiskar svelti sig fyrstu dagana eftir að fara á nýjan stað
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Squinchy wrote:Ég var að gefa þeim venjulegan þurrmat í búðinni, þetta hefur verið eitthvað stress í þeim og ekkert óalgengt að fiskar svelti sig fyrstu dagana eftir að fara á nýjan stað
Já það er rétt. Ég var bara pínu stressaður með þá, því þeir eru svolítið spes. :)

Flokkast þetta ekki undir Tiger Óskar eða er þetta eitthvað annað litaafbrigði??

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég myndi segja bara tiger... Flottir tiger, en samt bara tiger :)

Spurning hvernig mynstrið helst líka eftir því sem þeir eldast.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply