Hversu stórt búr þarf?

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Haraldur
Posts: 20
Joined: 20 Apr 2010, 13:34

Hversu stórt búr þarf?

Post by Haraldur »

Jæja núna er maður kominn með fiskabakteríuna. :-) mig langar alveg svakalega í Labidochromis caeruleus bæði kk og kvk
Image
og líka Labidochromis ”Luhuchi” bæði kk og kvk
Image

Málin standa þannig að ég fékk 200l juwel búr frá félaga um daginn, en ég veit ekki hvort það sé nógu stórt. :? gæti þetta búr virkað undir þessa 4 fiska?

allar skoðanir vel þegnar, nema kannski stafsetningalögregluna, lesbinda á háu stigi hérna megin...
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Post by unnisiggi »

þetta eru fiskar sem er mjög gott að hafa marga saman getur haft mikið fleiri en 4 fiska 20-30 þessvegna fer aðeins eftir stærð
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

er með 180 litra juwel og er með 15 svona svipaða fiska í því .

ráðlagt er að ég held 10-15 stk í svona búr.

er að tala um y.labin þekki ekki hinn.

kveðja
erling
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
Haraldur
Posts: 20
Joined: 20 Apr 2010, 13:34

Post by Haraldur »

okei frábært að vita :) önnur spurning, þegar ég fékk búrið þá fékk ég mér startfiska, tvo gullfiska, og einhverja gúbbý og seinna ancistrus og corydoras
er í lagi að þessir fiskar séu með?
carassius auratus
Image

Corydoras aeneus x5
Image

Ancistrus dolichopterus
Image

og svo Slörguppy rauðir x5
Image mynd tekin af Fiskabúr.is
Last edited by Haraldur on 24 Apr 2010, 14:23, edited 1 time in total.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

gúbbí og gullfiskunum yrði líklega slátrað.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Já, rétt hjá Kela, Yellow Lab og hinn eru síkliður, sem ganga langflestar ekki með fiskum á við gullfiska og gúbbí. En ankistrurnar og corydoras gætu líklega alveg verið með þeim.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Haraldur
Posts: 20
Joined: 20 Apr 2010, 13:34

Post by Haraldur »

alright, þá gef ég þá eða eitthvað áður en ég læt verða af þessu :) takk fyrir fljót svör
jon86
Posts: 59
Joined: 28 Mar 2010, 23:52

Post by jon86 »

Kribbarnir mínir láta ancistrurnar alveg í friði þar til kemur að goti.

Hinsvegar fékk ég mér óþekkta tegund úr dýraríkinu og hún rífur í sig bæði ancistrurnar, gubbýiana og epla snigla.

Mæli ekki með dýrum tilraunum :)
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

jon86 wrote:Kribbarnir mínir láta ancistrurnar alveg í friði þar til kemur að goti.

Hinsvegar fékk ég mér óþekkta tegund úr dýraríkinu og hún rífur í sig bæði ancistrurnar, gubbýiana og epla snigla.

Mæli ekki með dýrum tilraunum :)
Taka fram hvaða fiska og hvernig búr þú ert með þegar nýjir fiskar eru keyptir og þetta vandamál ætti ekki að koma upp nema sölumaður sé ekki með vit á fiskum

Kribbar eru með rólegustu síkliðum frá Afríku og ein af fáum tegundum sem getur verið með smáfiskum ef vel á að vera
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
jon86
Posts: 59
Joined: 28 Mar 2010, 23:52

Post by jon86 »

Gudmundur wrote:
jon86 wrote:Kribbarnir mínir láta ancistrurnar alveg í friði þar til kemur að goti.

Hinsvegar fékk ég mér óþekkta tegund úr dýraríkinu og hún rífur í sig bæði ancistrurnar, gubbýiana og epla snigla.

Mæli ekki með dýrum tilraunum :)
Taka fram hvaða fiska og hvernig búr þú ert með þegar nýjir fiskar eru keyptir og þetta vandamál ætti ekki að koma upp nema sölumaður sé ekki með vit á fiskum

Kribbar eru með rólegustu síkliðum frá Afríku og ein af fáum tegundum sem getur verið með smáfiskum ef vel á að vera
Ég er nú ekki alveg grænn í þessu en ég spurði og fékk þau svör að þetta gæti gengið en það væri ekki víst. Það segir sig í sjálfu sér alveg sjálft þar sem þessir fiskar eru með rosalega mismunandi persónuleika.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Coryar ganga heldur ekki með afrískum síklíðum, þær slátra þeim eins og flugum.
en Ancistrurnar sleppa ef þær hafa felustaði.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply