Diskus...slást ?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Diskus...slást ?

Post by forsetinn »

Ég er búinn að missa tvo af mínum fallegri diskusum í gær og í dag....þeir voru ekki eins stórir og þeir stærstu.....heyrði í bæði skipitn brjáluð læti í búrinu...sá ekkert nema þá liggja í valnum....kannist þið við þetta diskusfólk ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hvað er búrið stórt? Og er/var mikill stærðarmunur á fiskunum?

Ég hef ekki lent í svona á stuttum tíma, venjulega tekur svona margar vikur, eða amk það sem ég hef séð. Þeir bögga og bögga stanslaust þannig að sá minni hættir að éta og veslast upp.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

sammála kela, aldrei séð þetta gerast svona hratt. alltaf verið einelti í langan tíma og síðan fiskurinn drepist úr hungri, samhryggist þér með þetta!
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

jú það var stærðarmunur á þeim...en ekkert einelti í gangi....bara einn tveir og þrír...glatað að tapa svona flottum og dýrum fiskum......
Eiki
Posts: 257
Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss

Post by Eiki »

Hef bara einu sinni heyrt að diskus taki æðiskast um búrið og drepist, skeði hjá góðum vini mínum, hann missti þrjá dikusa svoleiðis,hann lýsti þessu nákvæmlega eins og þú gerir það sem hrjáði þá fiska var Hole in the head veiki.
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Mældu hjá þér no2 og no3 til öriggis. Þetta hljómar skrítið.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Mældi búrið....no 2 í aðeins hærri kantinum en no 3 í lagi......og allir aðrir fiskar sprækir .......sjáum hvað setur...
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvað er lang síðan búrið var uppsett ?
Ef No2 mælist þá er flóran ekki komin í fullt gang eða þú að gefa allt of mikið af mengandi fóðri og hreinsibúnaður ekki að ná að rúma þær bakteríur sem þarf til breyta No2 í No3.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

2 ár síðan búrinu var startað :) og ég bara gefa þurrfóður....

Þetta er allt eitthvað furðulegt.....vatnaskipti á eftir...
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég hef enga trú á því að þetta sé vegna skyndilegra versnandi vatnsgæða. ef fiskurinn hefur einkenni af hole in the head þá er það miklu líklegra og þú verður að skoða fiskinn og hina fiskana mjög vel.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef vatngæðin eru slæm þá ýtir það undir Hole in the head og aðra sjúkdóma.
No2 á engan vegin að mælast í búri sem er búið að vera í gangi í 2 ár ef allt er eðlilegt. Hvað er búrið stórt og hvaða hreinsibúnaður er í því ?
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

ég ruglaðist aðeins...þetta átti að vera NO 3 í lægri kantinum....NO2 mældist ekkert.

Hinsvegar er vatnið mjög gott núna....en ég missti annan í gær og horfði á það gerast.

Þessi var búinn að vera hraustur allan tímann síðan allt í einu í gærkvöldi sá ég hann bara tryllast, stökkva upp, keyra á glerið, keyra á bakgrunninn ....... gerði þetta nokkrum sinnum í gærkvöldi og var svo dauður í morgun ??????
User avatar
Salvini
Posts: 102
Joined: 18 Feb 2010, 04:02
Location: Vestfirðir

Post by Salvini »

Það gæti verið að fiskarnir hjá þér séu með hvirfilveiki (Whirling Disease) sem orsakast af snýkjudýri (Myxobolus cerebralis). Líklegast hefur þetta komið í búrið ef þú hefur verið að gefa fiskunum Tubiflex orma. Ég hef lent í þessu sama að missa fiska sem brjálast í búrinu og drepast svo innan skamms tíma.
Post Reply