Einn góðann límdann þráð

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Einn góðann límdann þráð

Post by Snædal »

Sælir,

ég er að gæla við þá hugmynd að smíða eitt búr ásamt gamla kallinum. Eitt sem ég tek eftir er að sömu spurningar skjótast upp mjög oft. T.d. er spurt mikið um gler bara á 1. bls.

Ég hef verið að renna í gegnum þræði til að kynna mér hitt og þetta og lært alveg fullt. Virðist vera mikið af iðnaðarmönnum og reyndum fiskabúrsgerðarmönnum að deila mikilvægum molum sem er bara gott mál.

Málið er bara að þessi flokkur hefur ekki eitt sem hinir flokkarnir hafa en það er alla vega einn góður límdur þráður. Jú eða marga. Þá þarf maður að sækjast bara í einn þráð til að læra og spurningar eins og verð (sem breytist með tíma) fara í sérþræði eins og er.

Þetta er auðvitað vinna og ég er bara að varpa þessu fram ef einhver er til í að skrifa svona. Því miður get ég ekki skrifað hana þar sem þekkingin mín og reynsla á þessu sviði er engin.

Ég, og eflaust aðrir líka, yrðu mjög þakklátir einni svona grein því það er mikil vinna sem sparast við að sía gegnum þræðina.
Leitarvél á svona síðu eru oft nefnilega ekki þær bestu :-)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já þetta er ekki galin hugmynd hjá þér, held að ég verði bara að skella inn allavegana einum þráð sem fjalla um gler þykt :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

Squinchy það væri líka geðveikt að fá einn þráð frá þér um samsetningu á búri límingu og þess háttar. Og jafnvel um sump smíði
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já Gunnar sú grein hefur lengi verið á leiðinni :P, skal reyna hætta þessari leti hehe
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

hehe frábært að heyra en góðir hlutir gerast hægt
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Mikið rétt ;), henti inn smá upplýsingum um gler þykt
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Eftir að hafa gúglað muninn á T5 og T8 perum að þá er ég litlu nær annað en að T5 eru minni og að T-ið stendur fyrir 'tubular' perur og tala er þvermálið.

Hvort er betra/hentugra/ódýrara o.s.frv. Hvar getur maður verslað sér svona.

Frábært ef einhver myndi nenna að útskýra það fyrir mér eða gera límda þræði með þessum upplýsingum svo að aldrei þurfi að svara þessu aftur :-)
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Post by ibbman »

Er ekki talað um að T5 sé nánast helmingi öflugra en sambærileg T8 pera ?
Í wöttum og byrtu
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Tvöfalt meira output. Ekki bara helmingi meira.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply