Rekki #2 - Brúsknefjaræktun, L134 og Endler

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Rekki #2 - Brúsknefjaræktun, L134 og Endler

Post by keli »

Er að dunda mér að smíða þetta. Kíttaði búrin í gær. Mála bak og botn svart í dag og svo á morgun ætla ég að setja skilrúmin upp. Búrunum verður skipt í 3x 40 lítra helminga. Sameiginlegt filterkerfi (öll búrin eru boruð) og UV ljós til að forðast smit á milli búra. Sírennsli til að sleppa við vatnsskipti.

Image

Pósta meira þegar ég hef meira til að sýna :)


(Mynd tekin í farsímanum mínum)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

glæsilegt gaman að þessu 8)
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

hvar er rekki #1 :D
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Flott. Hvað á að rækta í þessu?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það fer eitthvað skemmtilegt í þetta :)

Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

hvernig málningu nota þú á glerið?
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

combicolor (minnir mig að hún heitir). Þetta er lakk sem er til í mörgum litum í húsasmiðjunni. Er venjulega notað á járn. Kiddi í dýragarðinum benti mér á að nota það.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Þetta lookar vel! Þú ert líka með sírennsli í hinum rekkanum er það ekki? hvað verður þú með mikið rennsli á þessum? Hvað eru þetta, tæpir 500 lítrar allt í allt?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jú, ætla að vera með sírennsli í þessum líka, það er eina vitið. Lúxus að þurfa ekki að skipta um vatn :)

Sírennslið er reyndar ekki alveg sírennsli, í rekkanum sem ég er með heima er ég að skipta um svona 60-80 lítra á dag. Ég geri það með timer sem fer í gang í klukkutíma í senn, 4x á dag. Á meðan hann er í gangi rennur rólega í búrið, uþb 20 lítrar í hvert skipti. Með því að gera þetta svona þá eru mjög litlar sveiflur á hitastiginu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Skilrúm komin.. Ætli ég smelli ekki vatni í búrin á mánudaginn..
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

þetta er að detta í flott guppy búr :-)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Já, það kemur vel til greina að vera með gúbbí, amk í einhverjum af þessum búrum. Ég ætla svo að vera með nokkur ankistrupör þarna. Það ætti að henta vel að vera með gúbbí með þeim.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fullt af pípulögnum eftir.. Ætli það fari nokkuð vatn í fyrr en á morgun.
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Nielsen
Posts: 218
Joined: 11 Mar 2010, 21:34

Post by Nielsen »

mjög smekklegur rekki (9.5/10)
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Post by hrafnaron »

verður þetta búr sem er neðst sumpurinn eða?
Rena Biocube 50: tómt eins og er
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Nei ég verð líklega með annan sump við hliðina á því.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Kemur fjandi vel út bara.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Málað svart, smekkleg hilla, svona á að gera þetta!, hvernig lýsingu ertu að spá i að setja í og hvernig return dælu ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég var að hugsa um að setja 3x 3w díóður í hverja hillu sem lýsingu. Eyðir litlu rafmagni, tekur lítið pláss, þarf ekki að skipta um peru (ever) og gefur mér tækifæri til þess að föndra! :) Ég á líka alla parta í það nema álprófílana til að kæla þær.

Return dælan er eheim 1060 sem ég átti ofaní kassa. Hún ætti að duga eitthvað.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

rekki.

Post by Bruni »

Lítur vel út Keli. Hvaðan er rekkinn og hvað þolir hver hilla.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: rekki.

Post by Jakob »

Bruni wrote:Lítur vel út Keli. Hvaðan er rekkinn og hvað þolir hver hilla.
Og öllu heldur, hvað kostaði hann?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Rekkinn er úr ísold. Hver hilla þolir 200kg (þeir eiga líka sterkari hillur sem þola eitthvað yfir 400kg). Svona rekki kostar um 15þús.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Hvaða mál er á rekkanum ? LxHxB ? Þetta project er að gefa manni fullt af hugmyndum :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þeir eiga svona rekka í öllum stærðum og gerðum. Þessi er 210cm hár 40cm djúpur og 90cm breiður. Þeir eru til breiðari, mjórri, hærri, lægri, dýpri og grynnri. Með öðrum orðum þá ætti hver sem er að geta komið svona fyrir hjá sér ;)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

mætti ég spyrja hvað er heildar efniskostnaður á þessu hjá þér semsagt:
Gler
Kítti
Rekki(15þús)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Gler 15.000kr
Rekki ~15.000kr
Demantsbor, 35mm (fyrir gegnumtök) ~2.500kr
Silikon 3 túpur, ~2.400kr
Pípulagnir ~10.000kr
Málning ~3.000kr
Málningarrúlla ~ 1.000kr

Samtals ~48.900kr

Það eina sem vantar inn í þetta er dælan og lýsingin, bæði eitthvað sem ég á fyrir. Það væri líklega hægt að spara eitthvað hér og þar, en ég vildi hafa þetta akkúrat svona og þá er minna hægt að spara.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það má kannski geta þess að glerið fékkst á góðu verði en eðlilegt verð væri um 30.000.-
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Já það er líklega rétt að taka það fram, glerið hefði kostað rúmlega 30.000kr í íspan. Kúdos til Vargsins fyrir að redda mér tombólugleri :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Virkilega vel úr garði gjört.
Hvað ert þú annars með undir búrunum í rekkanum eða sitja þau bara á jöðrunum?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég skar niður krossviðsfleyga sem eru undir búrunum. 4stk undir hverju búri. Það mæðir þó mest á þeim sem eru á endunum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply