Hitamælirinn sprakk

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Bosi
Posts: 21
Joined: 29 Aug 2009, 21:20

Hitamælirinn sprakk

Post by Bosi »

Heyrið mig vantar smá aðstoð..

Þannig er málið að þegar ég kom heim áðan og lít ofan í fiskabúrið hjá mér þá sé ég að hitamælirinn er allur í bútum. Þannig að ég bregst skjótt við og skipti um allt vatnið og þríf allt vandlega til að forðast að allt drepist í búrinu útaf kvikasilfrinu í hitamælinum.

Hefur þetta gerst hjá einhverjum öðrum? Er möguleiki að fiskurinn hafi ráðist á mælirinn og eyðilagt hann? Er eitthvað meira sem ég get gert til að forðast að fiskurinn hafi smitast af einhverju? Hann var farinn að láta hálf einkennilega rétt áður en ég skipti um vatnið.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Kvikasilfur er ekki lengur notað í hitamæla þar sem það er svo eitrað, núna er notað alcahol sem þú ert búinn að þinna út með því að gera vatnskipti
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ekki skrýtið að fiskurinn hafi látið einkennilega, blindfullur sennilega. :D
Marta
Posts: 57
Joined: 13 Aug 2008, 17:41

Post by Marta »

Vargur wrote:Ekki skrýtið að fiskurinn hafi látið einkennilega, blindfullur sennilega. :D
LOL :fyllerí: :crazy:
litli froskurinn
=^_^=(-)(-)(-)=^_^=
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

hitamælirinn var að springa hjá mér rétt áðan. Þetta var svona 2-3 mánaða 300w. elite hitari. Frekar svekkjandi. :evil:
AAAlgjört drama !
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

magona wrote:hitamælirinn var að springa hjá mér rétt áðan. Þetta var svona 2-3 mánaða 300w. elite hitari. Frekar svekkjandi. :evil:
Hitari er ekki það sama og hitamælir :) Hann ætti þó að vera í ábyrgð ef þetta var ekki þér að kenna.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

keli wrote:
magona wrote:hitamælirinn var að springa hjá mér rétt áðan. Þetta var svona 2-3 mánaða 300w. elite hitari. Frekar svekkjandi. :evil:
Hitari er ekki það sama og hitamælir :) Hann ætti þó að vera í ábyrgð ef þetta var ekki þér að kenna.
HAHA! ég er hálfviti. :rofl: Ég meinti auðvitað hitari. Málið er að ég veit ekki hvort að þetta hafi verið mér að kenna eða ekki. Var að gera vatnskipti... vesenvesen og rafmagnið sló út. Dró búrið frá veggnum til að kippa öllu úr sambandi. Var búin að laga rafmagnsvesenið, setja í samband og var að ýta borðinu að veggnum þegar kvikindið sprakk. Þannig að það voru alveg hlutir að ske í kringum hitarann en ekkert brútal.

Tómt tjón en engin dauðsföll sem betur fer.

En já... hitaMÆLIR hefur aldrei sprungið hjá mér. :oops:

Back to topic.
AAAlgjört drama !
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Ég hélt að maður þyrfti að slökkva á hitaranum meðan maður gerði vatnaskipti.

þ.e.a.s. ef hitarinn fer úr vatninu...
jæajæa
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Ég giska á að þegar þú settir hitarann í samband hitnaði hann og þegar þú ýttir borðinu að veggnum slettist vatn á hann og þá sprakk hann
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

Það hljómar mjög sennilega. Nú jæja... Þá veit ég NÚNA að ég þarf að taka hitarann úr sambandi í vatnsskiptum og hafa hann í kafi þegar ég set hann í samband aftur. S.s. algjörlega mér að kenna. :roll:
AAAlgjört drama !
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Ég skemmdi fyrsta hitarann minn á svipaðann hátt, setti í samband og byrjaði svo að dæla í búrið :lol:
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

magona wrote:Það hljómar mjög sennilega. Nú jæja... Þá veit ég NÚNA að ég þarf að taka hitarann úr sambandi í vatnsskiptum og hafa hann í kafi þegar ég set hann í samband aftur. S.s. algjörlega mér að kenna. :roll:
Hélt að allir vissu að maður þyrfti að taka hitarann úr sambandi við vatnsskipti enda tæki sem er hannað til að vera í vatni sem kælir hann og því þolir hann ekki að vera upp úr vatninu :) líka ef þú hefur fengið bækling með (sem sé keypt nýtt búr, eða nýjann hitara) þá stendur það pottþétt þar ;) alltaf að lesa bæklinga :). En ég læt hitarann alltaf bíða í svona 10 mín áður en ég fer að tæma búrið svo hann nái að kæla sig niður :) en í t.d 400L búrinu þá bíð ég styttra þar sem það tekur smá tíma að tæma niður að hitaranum :)


En með hitamælinn þá eru sumir fiskar hjá mér sem finnst gaman að "narta" í hitamælinn :) sem sé ýta honum svona til þannig að það smellur í búrinu þegar hitamælirinn skellur í glerið :) en fiskarnir eru ekki nógu stórir til að gera þetta með þeim krafti sem þyrfti til að brjóta mælirinn :)
200L Green terror búr
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Sirius Black wrote: Hélt að allir vissu að maður þyrfti að taka hitarann úr sambandi við vatnsskipti enda tæki sem er hannað til að vera í vatni sem kælir hann og því þolir hann ekki að vera upp úr vatninu
Ég vissi þetta nú ekki fyrir um 2 árum, var eitthvað að gramsa og gera í búrinu í vatnsskiptum, tók þá hitarann uppúr, en hann var enn í sambandi, þegar ég setti hann aftur ofan í og hitamismunurinn var svo mikill að hann sprakk og það stór sást á mér. 2 stórir skurðir í andliti. :?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply