Gullfiskarnir með hvítblettaveiki

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
snaeljos
Posts: 24
Joined: 27 Nov 2009, 17:59

Gullfiskarnir með hvítblettaveiki

Post by snaeljos »

Nú er allt í einu komin hvítblettaveiki í gullfiskana mín.
Ég las um saltmeðferðina og hún hentar mér ágætlega þar sem enginn gróður er í búrinu.
Hvernig salt á ég að kaupa og hvar?
Þola gullfiskar alveg saltið?

Kv. Jóhanna :roll:
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

ég nota alltaf gróft kötlusalt sem fæst í bónus t.d.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Kötlusaltið er joðlaust og keysist hægt upp í vatni (sem er bara kostur í þessu samhengi) og það ér víst betra að stja bara salti beint í búrið; ekki leysa það upp í vatni áður
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
snaeljos
Posts: 24
Joined: 27 Nov 2009, 17:59

Post by snaeljos »

GUðjónB. wrote:Kötlusaltið er joðlaust og keysist hægt upp í vatni (sem er bara kostur í þessu samhengi) og það ér víst betra að stja bara salti beint í búrið; ekki leysa það upp í vatni áður
Ókey, ég verð greinilega að koma við í Bónus á morgun. Á saltið síðan að vera í búrinu í einhvern tíma og svo að skipta um 30 - 50% af vatninu? Sem væntanlega þýðir að vatnið verður salt í einhvern tíma... ekki satt?
Kv. Jóhanna
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er ekki til matarsalt heima hjá þér ? Aðalmálið er að koma saltinu sem fyrst í búrið ekki hvort það sé gróft eða fínt.
snaeljos
Posts: 24
Joined: 27 Nov 2009, 17:59

Post by snaeljos »

Vargur wrote:Er ekki til matarsalt heima hjá þér ? Aðalmálið er að koma saltinu sem fyrst í búrið ekki hvort það sé gróft eða fínt.
Ég á fínt salt og eitthvað sáralítið gróft salt ( Kötlu salt reyndar) Hvað fer mikið magn í 54 lítra aftur?

Kv. Jóhanna
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

snaeljos
Posts: 24
Joined: 27 Nov 2009, 17:59

Post by snaeljos »

Já ég var einmitt að skoða þessar upplýsingar. Semsagt 10 matskeiðar í 54 lítra ( af fínu salti ). Virkar frekar drastískt en prófa það auðvitað....
Kv. Jóhanna
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

5-10 matskeiðar, 5 ef veikin er ekki mjög svæsin.
snaeljos
Posts: 24
Joined: 27 Nov 2009, 17:59

Post by snaeljos »

Vargur wrote:5-10 matskeiðar, 5 ef veikin er ekki mjög svæsin.
Okey, 5 til 10 hljómar mun betur.
Ég átti reyndar 3 msk. gróft Kötlu salt svo nú ætla ég að setja 2 msk. fínt salt ( sem ég hef ekki hugmynd um hvort er joðlaust o.s.frv.) og kaupa meira gróft salt á morgun. Ég er þá allavega byrjuð að meðhöndla og það er strax í áttina.
Takk fyrir ráðin guys!

Kv. Jóhanna
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef það stendur ekki á saltinu að það sé joð í því þá er það væntanlega joðlaust.
Framleiðendur matvöru merkja vöruna vanalega þannig að þeir tiltaka innihaldið ekki hvað hún inniheldur ekki. :idea:
snaeljos
Posts: 24
Joined: 27 Nov 2009, 17:59

Post by snaeljos »

Vargur wrote:Ef það stendur ekki á saltinu að það sé joð í því þá er það væntanlega joðlaust.
Framleiðendur matvöru merkja vöruna vanalega þannig að þeir tiltaka innihaldið ekki hvað hún inniheldur ekki. :idea:
Ég saltaði í gær ( 3 msk gróft og 2 msk fínt salt ) og fiskarnir eru óðum að ná sér. Sjást aðeins korn á 2 fiskum og hafa greinilega minnkað. Ég keypti nú samt lyf við hvítblettaveiki "to be on the safe side".
Ég keypti líka loftdælu og kom henni fyrir en mér leiðaist þetta stöðuga hljóð í henni. Má ekki bara hafa kveikt á henni þegar maður er að heiman?

Kv. Jóhanna
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Vargur wrote:Ef það stendur ekki á saltinu að það sé joð í því þá er það væntanlega joðlaust.
Framleiðendur matvöru merkja vöruna vanalega þannig að þeir tiltaka innihaldið ekki hvað hún inniheldur ekki. :idea:
ö... "inniheldur ekki msg" ..."engin transfita".... það er stundum nefnt ef það er eitthvað slæmt :wink:
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

GUðjónB. wrote:
Vargur wrote:Ef það stendur ekki á saltinu að það sé joð í því þá er það væntanlega joðlaust.
Framleiðendur matvöru merkja vöruna vanalega þannig að þeir tiltaka innihaldið ekki hvað hún inniheldur ekki. :idea:
ö... "inniheldur ekki msg" ..."engin transfita".... það er stundum nefnt ef það er eitthvað slæmt :wink:
Joð er ekki slæmt. Það er mjög hollt fyrir manneskjur í því magni sem er gjarnan bætt í salt.

Hættu svo þessum bölvuðu útúrsnúningum - þetta leggur ekkert í umræðuna og lætur þig líta út eins og bjána.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
snaeljos
Posts: 24
Joined: 27 Nov 2009, 17:59

Post by snaeljos »

keli wrote:
GUðjónB. wrote:
Vargur wrote:Ef það stendur ekki á saltinu að það sé joð í því þá er það væntanlega joðlaust.
Framleiðendur matvöru merkja vöruna vanalega þannig að þeir tiltaka innihaldið ekki hvað hún inniheldur ekki. :idea:
ö... "inniheldur ekki msg" ..."engin transfita".... það er stundum nefnt ef það er eitthvað slæmt :wink:
Joð er ekki slæmt. Það er mjög hollt fyrir manneskjur í því magni sem er gjarnan bætt í salt.

Hættu svo þessum bölvuðu útúrsnúningum - þetta leggur ekkert í umræðuna og lætur þig líta út eins og bjána.
Strákar hættið að rífast!
Á mínum saltstauk stendur ekkert um innihald annað en það sé án MSG. Ekki orð um joð eða neitt annað en það þykist vera Eðalborðsalt ( hvað sem það á svo að þýða!).
Svarið mér frekar hvort ég þarf að hafa loftdæuna alltaf í gangi!
Kv. Jóhanna
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

keli wrote: ég var ekki að segja að joð væri hættulegt og ég get stundum bara verið bölvaður bjáni
Hættu svo þessum bölvuðu útúrsnúningum - þetta leggur ekkert í umræðuna og lætur þig líta út eins og bjána.
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
davidge
Posts: 59
Joined: 01 Mar 2009, 14:59
Location: Hafnarfjörður

Post by davidge »

Það er nú reyndar svolítið skemmtilegt með þetta "eðal"borðsalt þ.e. ef þetta er sama tegund og ég á, að þegar maður skoðar innihaldslýsinguna þá stendur.
Innihald. Venjulegt borðsalt
Þannig að venjulegt borðsalt= eðalborðsalt.
En þetta var nú bara útúrdúr.
Davíð Geirsson
snaeljos
Posts: 24
Joined: 27 Nov 2009, 17:59

Post by snaeljos »

davidge wrote:Það er nú reyndar svolítið skemmtilegt með þetta "eðal"borðsalt þ.e. ef þetta er sama tegund og ég á, að þegar maður skoðar innihaldslýsinguna þá stendur.
Innihald. Venjulegt borðsalt
Þannig að venjulegt borðsalt= eðalborðsalt.
En þetta var nú bara útúrdúr.
Þetta fannst mér líka frekar fyndið, satt að segja. Ég er enginn aðdáandi salts yfirleitt og nota frekar annað krydd í mat. Mér fannst samt ég verða að eiga salt allt í einu ( sennilega einhver heillandi uppskrift!...) og fann bara þetta salt í annað hvort Bónus eða Krónunni ....
Innihaldslýingin er sem sagt: borðsalt.... halló!
Meiri útúrdúr, he, he, he 8)
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Með loftdæluna þá eru þær t.d ekki alltaf í gangi hjá mér :) set þær oft í gang þegar ég man eftir því þar sem ég er ekki með timer á því og það á til að gleymast. Þannig að myndi halda að það væri í lagi að hafa hana bara í gangi þegar þú ert að heiman, svona ef að fiskarnir eru ekki of margir í búrið og það sé skipt reglulega um vatn :)
200L Green terror búr
snaeljos
Posts: 24
Joined: 27 Nov 2009, 17:59

Post by snaeljos »

Sirius Black wrote:Með loftdæluna þá eru þær t.d ekki alltaf í gangi hjá mér :) set þær oft í gang þegar ég man eftir því þar sem ég er ekki með timer á því og það á til að gleymast. Þannig að myndi halda að það væri í lagi að hafa hana bara í gangi þegar þú ert að heiman, svona ef að fiskarnir eru ekki of margir í búrið og það sé skipt reglulega um vatn :)
Það er gott að heyra því mér leiðist þetta murr.
Núna eru fiskarnir alveg að verða góðir af hvítblettaveikinni með tilkomu saltsins og annar fiskaeigandi tjáði mér að hún setti alltaf smá salt í búrið hjá sér til að halda fiskunum heilbrigðum. Sem sagt - salt er gott!
Kv. Jóhanna
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Myndi samt ekki mæla með að hafa alltaf salt í búrinu, þá þarf líklega meira salt ef að það kemur upp veiki og þessháttar, sem sé bakteríurnar munu líklega þola bara meira salt, með hrikalega mikla aðlögunarhæfni :)
Allavega hef ég held ég þrisvar sinnum fengið upp hvítblettaveiki í mínum búrum og búin að vera með 3 búr í gangi í svolítinn tíma, fyrsta skiptið var líklega fyrir nokkrum mánuðum og er ég búin að vera með búr í gangi í rúmlega 2 ár, þannig að ef vatnsskipti eru góð þá eru ekki svo miklar líkur á að þetta blossi upp :)
200L Green terror búr
snaeljos
Posts: 24
Joined: 27 Nov 2009, 17:59

Post by snaeljos »

Sirius Black wrote:Myndi samt ekki mæla með að hafa alltaf salt í búrinu, þá þarf líklega meira salt ef að það kemur upp veiki og þessháttar, sem sé bakteríurnar munu líklega þola bara meira salt, með hrikalega mikla aðlögunarhæfni :)
Allavega hef ég held ég þrisvar sinnum fengið upp hvítblettaveiki í mínum búrum og búin að vera með 3 búr í gangi í svolítinn tíma, fyrsta skiptið var líklega fyrir nokkrum mánuðum og er ég búin að vera með búr í gangi í rúmlega 2 ár, þannig að ef vatnsskipti eru góð þá eru ekki svo miklar líkur á að þetta blossi upp :)
Kærar þakkir fyrir ráðleggingarnar og gleðileg jól! :mrgreen:
Post Reply