Hárþörungur?

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
mambo
Posts: 123
Joined: 28 Oct 2006, 05:29
Location: Ísafjörður

Hárþörungur?

Post by mambo »

Okay þannig er mál með vexti að ég er að byrja með gróður í búrinu hjá mér. Hef ekki verið með gróðurperu í búrinu fyrr en á sl. föstudag.
Tvær af plöntunum eru orðnar svolítið loðnar, og á 3-4 blöðum þá eru þau orðin nánast svört af hárum. Klippti þau burt.
En þar sem ég er kominn með gróðurperu, mun þá þessi hárvöxtur ganga til baka?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Nei, þú þarft bara að fjarlægja þennan þörung manualt eða með því að taka þau blöð sem eru með þörungi á og vera svo duglegur að skipta um vatn. Góður straumur (samt ekki of mikill) í fiskabúrum ásamt hreinu vatni er mikilvægur til að koma í veg fyrir þörung.

Gróðurperur eru ekkert betri en venjulegar flúorperur upp á þörung að gera. Reyndar er oftast stórlega ýkt hvað "gróðurperur" séu miklu betri en vejulegar perur.
Ef þú ert t.d. með 2 perustæði, þá mundi ég miklu frekar kaupa eitt perustæði í viðbót og vera með 3 1000kr "venjulegar" flúorperur frekar en að vera með 2 5000kr. "gróðurperur".
User avatar
mambo
Posts: 123
Joined: 28 Oct 2006, 05:29
Location: Ísafjörður

Post by mambo »

já okay. Takk fyrir þetta svar.
Þá sný ég stútnum á tunnudælunni "út í búrið", hef alltaf látið út-takið snúa að glerinu.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

þannig gárast líka yfirborðið betur :wink:
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
mambo
Posts: 123
Joined: 28 Oct 2006, 05:29
Location: Ísafjörður

Post by mambo »

jamms, er reyndar með loftstein líka (reyndar meira uppá lookið).
Er allavega voða spenntur fyrir því að hafa gróður og langar að halda honum fallegum eins og ég hef séð hjá ykkur. Er búinn að vera með fiska í fjölda ára og bara haft gerfi gróður :/
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

er ekki allur gerfigróður úr rosalega stýfu plasti, hann er ekkert að fljóta um með straumunum í vatnin
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
mambo
Posts: 123
Joined: 28 Oct 2006, 05:29
Location: Ísafjörður

Post by mambo »

gerfigróðurinn sem ég var með er úr einhverju nylon efni eða eitthvað álíka.
nokk. raunverulegur :)
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Það er reyndar gott að halda yfirborðshreyfingu frekar lítilli í gróðurbúrum þar sem að hreyfing á yfirborðinu losar kolsýru úr vatninu. Það skiptir þó ekki svo miklu máli ef þú ert ekki að bæta neinni kolsýru við. En ef þú ert með DIY co2 eða álíka, þá er best að takmarka hreyfingu á yfirborðinu, allavega á meðan kveikt er á ljósunum.
N0N4M3
Posts: 48
Joined: 21 Jan 2010, 17:20
Location: Kópavogur

Post by N0N4M3 »

Ég held að það sé einmitt betra að hafa meiri hreyfingu á vatnsyfirborðinu ef þú ert með mikið af gróðri og án co2 græju.
Ef þú ert með co2 græju og mikla hreyfingu á vatninu þá er það líklegast ekki gott :)

http://en.wikipedia.org/wiki/Equilibrium_fractionation
Post Reply