Búrin hjá Gumma og Birnu

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Síkliðan wrote:Flottur Salvini. Salvini eru þó ekki nandopsis, eru/voru Cichlasoma en ég held að þeir heiti núna amphilophus salvini. :)
Veistu nokkuð hver setti hann þangað ?
og hvort það sé á eftir nandopsis eða á undan ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Nei reyndar ekki, ég veit bara að hann hét Cichlasoma Salvini, vissi ekki að hann var Nandopsis en gaman að vita það, en ég las það einhverstaðar á MFK að það væri búið að breyta þessu í Amphilophus. Svipað með Dovii, breytt úr Nandopsis og yfir í Parachromis. Allt sama ruglið.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Síkliðan wrote:Nei reyndar ekki, ég veit bara að hann hét Cichlasoma Salvini, vissi ekki að hann var Nandopsis en gaman að vita það, en ég las það einhverstaðar á MFK að það væri búið að breyta þessu í Amphilophus. Svipað með Dovii, breytt úr Nandopsis og yfir í Parachromis. Allt sama ruglið.
Já þetta er allt frekar skrítið td. setti Gill fyrst fisk í Nandopsis 1862 og manni finnst að það hefði verið hægt að vinna aðeins meira í því síðan :)
en eins og með Dovii þetta þarf ekkert að vera endastöðin hjá honum þannig að ég hætti fyrir mörgum árum að elta þessi nöfn
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hef ekki verið mjög var við það að þetta breytist mikið hjá suður/mið ameríkusíkliðum, líkt dæmi með Jack Dempsey, nýlega breytt úr Cichlasoma yfir í Rocio.
Meira að breytast hjá afríkönunum hefur mér fundinst eins og Kingsizei.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Síkliðan wrote:Hef ekki verið mjög var við það að þetta breytist mikið hjá suður/mið ameríkusíkliðum, líkt dæmi með Jack Dempsey, nýlega breytt úr Cichlasoma yfir í Rocio.
Meira að breytast hjá afríkönunum hefur mér fundinst eins og Kingsizei.
Rocio ? þeir settu hann í Nandopsis ekki fyrir svo löngu
kingsizei er eitt dæmi um sjaldgæfa breytingu á seinna nafni

Cichlasoma er bara staður til að geyma Ameríska fiska sem enginn nennir að rannsaka
Haplochromis notað í Afríku í sama tilgangi

Málið er að oft hefur fiskur verið rannsakaður td. af Þjóðverja 1850 síðan Frakka 1920 og loks Breta 1950 sem ákveður eitthvað nafn sem allir nota svo en síðar þegar menn bera saman heimildir sjá þeir að Frakkinn var með annað nafn á sama fiski og er á undan þannig að þeir breyta nafninu síðan mörgum árum seinna skoðar einhver gögnin frá Þjóðverjanum og þeir verða að breyta enn einu sinni enn
á þessum tíma voru teiknaðar myndir af fiskunum og gögnin ekki aðgengileg á netinu :D

Síkliða þetta þurfum við bara að ræða á öðrum þræði

ps. fínt hjá þér búrið sbe2
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

Post by sbe2 »

Takk fyrir upplýsingarnar. Mér hefur fundist mjög áhugavert að lesa um breytingarnar á nöfnunum :D

Ég er núna í dag að fara að ná í nýja dempsey kellu i búrið mitt... Þar sem dempsey kallinn og kellingin sem eru í búrinu eru ekki vinir. Þau eiginlega þola ekki hvort annað. Að vísu er nýja kellan um 10 cm þannig að hún verður að öllum líkindum aðeins stærri en kallin og öruglega helmingi stærri en kellan sem er fyrir í búrinu :P Það verður gaman að fylgjast með hvernig dempseyarnir aðlagast hvort öðru ;)

Ég set svo inn myndir þegar hún er komin í búrið
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

nýji Dempseyinn

Post by sbe2 »

jæja nýja kellan er komin í búrið mitt ;)

En hér kemur sagan um hver viðbrögðin urðu ......


Hérna hittust Dempsey kallinn og kellan í fyrsta skipti.
Image


1 mín. seinna voru þau farin að synda saman um allt og kallinn skartaði sínu fegurstu litum
Image

2 mín. Var eins og þau væru að kyssast og hængurinn að slá sporðinum í hana og varð extra dökkur
Image

3 mín. Fóru þau að blása sig upp en héldu áfram að synda saman
Image

4mín Bitu þau sig saman og voru bara þannig
Image

5-8 mín héldu þau sig saman með vörunum og ætluðu aldrei að sleppa, þau urðu bæði dökk og miklir litir í þeim
Image


Mér langar að spyrja ykkur hvað er í gangi hjá þeim... eru þau að para sig svona snöggt eða er þetta venjuleg hegðun hjá dempsey???
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Post by hrafnaron »

hann/hún eru að meta hvort annað hvort hann/hún er nógusterk/ur að gæta hrogna og afkvæma
Rena Biocube 50: tómt eins og er
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

Post by sbe2 »

ok... vá ég vissi þetta ekki... takk kærlega fyrir svarið. Þau eru núna bæði geðveikt tætt í kringum munnin. En er allveg eðlilegt að það taki svona stuttann tíma fyrir þau að athuga þessa hluti? Hún var ekki búin að vera minotu í búrinu þegar þetta allt byrjaði
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Rétt það sem hrafnaron er að segja. Þetta mun líklegast halda áfram til lengdar með millibilum, alltaf vissar erjur á milli para.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

convict hryggning

Post by sbe2 »

Fyrir um viku þá fóru convict parið mitt að eigna sér stað hægra megin í búrinu og vera mjög pössunarsöm um hellinn. Þau grófu allan sandinn upp og núna áðan sá ég fullt af litlum seiðum.... hvað geri ég nú??? þarf ég eitthvað að aðskylja hina fiskana frá þeim ????


mynd af búrinu og eins og sést eiga þau helminginn af því
Image

hér er mynd þar sem ég sá nokkur seiðanna synda... þau eru í grjótinu undir kallinum (sjást ekki á myndinni reyni að taka mynd á næstu dögum)
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Leyfðu parinu bara að brasa við þetta, annars endar þú með 1000 convicta.
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

Post by sbe2 »

já sæll.... ok þá geri ég ekkert ;) en hvað er þetta lengi að stækka
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

Post by sbe2 »

Sæll !!!! Var að gera vatnaskipti áðan svo 20 min seinna sá ég að dempsey parð mitt var farið að takast á aftur. Og þau slóust þar til þau drápust bæði :( . Hann mældist 11,5cm. og hún 12,3cm. Og núna er allt brjálað í búrinu allir að slást vð alla. Mikill sorgardagur á mínu heimili.
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Post by hrafnaron »

hmmmm acara parið gerði þetta af og til enn ekki svona rosalega
Rena Biocube 50: tómt eins og er
missb
Posts: 22
Joined: 19 Dec 2009, 19:08
Location: Akranes

Post by missb »

Það var rosalegt að horfa uppá þetta, ég var oft að spá í að slíta þeim í sundur en þegar þau hættu voru þau svo slösuð að þau drápust bara á orfáum mínotum. Þetta voru brussulegustu slagsmál sem ég hef séð. munnarnir á þeim rosalega tættir.

Hún var við það að hryggna og þegar við tókum hana uppúr voru hrognin nánast komin út.

er þetta eitthvað algengt hjá dempsey?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þetta er bara mjög algengt hjá öllum ameríku síkliðum, þess vegna er þeim oft fjölgað í gegnum dividera.
Divider settur í búrið, karlinn öðru megin og kerla hinum megin, steinn við dividerinn kerlu meginn til að hrygna á, svo frjóvgar karlinn hrognin í gegnum dividerinn.
Þetta er samt meira þekkt hjá tegundum sem að eru mjög aggressívar, t.d. Parachromis tegundir (dovii til dæmis), og Amphilophus tegundir (Cintrinellum til dæmis).
400L Ameríkusíkliður o.fl.
missb
Posts: 22
Joined: 19 Dec 2009, 19:08
Location: Akranes

Post by missb »

Í dag hefur acara par látið svona... bítandi í munninn á hvort öðru og dansa saman til skiptis... en ekkert samt svona brussulega eins og jack dempsey parið...

Við skiptum um sand og breyttum búrinu aðeins... keyptum sand í nýjasta búrið og það var svo mikill sandur í pokanum þannig að við skelltum bara í þetta búr líka.

Erum að vinna í því að koma ~500lt búrinu upp. Það verður vonandi tilbúið um helgina. Eftir að græja lokið og bakgrunninn og drösla skápnum uppá 3ju hæð... en skápurinn er úr gegnheilli eik þannig að hann er svoldið mikið þungur... rosalega er maður að missa sig í þessu sporti :wink: meðaltalið af lítrum á mánuði frá því við fengum okkur fyrsta búrið eru 100lt hvernig endar þetta :shock:
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

Post by sbe2 »

jæja þá erum við að setja vatn í nýja búrið okkar sem er tæplega 500 lítra:) Fiskarnir sem fara í það á eftir eru
5x blue acara
1x jack dempsey
1x salvini
2x latino oscar
1x convict
1x green terror
og kanski
5x eldmunnar

kem með myndir mjög fljótlega :D
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Allaf gaman að taka nýtt búr í gagnið, hlakka til að sjá fleiri myndir.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

Post by sbe2 »

fiskarnir eru komnir í búrið, eru með víðáttubrjálæði og synda um allt úttroðnir af rækjum. Set inn einhverjar myndir annað kvöld, ég lakkaði bakgrunninn í gær þannig að hann fer ekki í búrið fyrr en eftir viku vorum bara of óþolinmóð til að bíða það lengi með að setja fiskana í og já bara gaman:D
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

Búrin hjá Gumma og Birnu

Post by sbe2 »

Jæja nú eru komnar nokkrar myndir.
Ég set bara link á blogsíðu.

http://sbe2.blogspot.com/

Getur einhver sagt mér kynin á salvini og synspilas á myndunum eða er það ógerlegt??
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Cichlasoma Salvini hjá þér er karl.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

Búrin hjá Gumma og Birnu

Post by sbe2 »

Takk fyrir það. Hvernig sér maður munin?
500l. Ameríku siklíður
180l. Malawi siklíður
30l convict seiði

http://sbe2.blogspot.com
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Kerlingarnar eru með frekar rauðann maga og rúnaðri ugga.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

Búrin hjá Gumma og Birnu

Post by sbe2 »

Takk takk. Þetta er samt ekki góðar myndir ef að þú skoðar myndina á síðu 1 sem er af sama fisknum en betri, þar sínist mér maginn ansi rauður og uggarnir rúnaðir.
500l. Ameríku siklíður
180l. Malawi siklíður
30l convict seiði

http://sbe2.blogspot.com
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

Re: jæja smá uppdate

Post by sbe2 »

sbe2 wrote:
Image
Það er s.s þessi mynd.
500l. Ameríku siklíður
180l. Malawi siklíður
30l convict seiði

http://sbe2.blogspot.com
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta sýnist mér vera kerla :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Jú, þetta er kerla, sá bara einhverja aðra mynd. En þetta er klárlega kerla. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Síkliðan wrote:Jú, þetta er kerla, sá bara einhverja aðra mynd. En þetta er klárlega kerla. :)
Ha ha , góð afsökun. :lol:
Post Reply