128 lítrar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

128 lítrar

Post by diddi »

jæja ég ætla að prófa að setja smá þráð um búr sem ég á.
allar ábendingar vel þegnar. :)
kem með mynd af nýja búrinu von bráðar :)


íbúar: 17.nóv
3 sae
4 ankistrur
1 skalli
1 balahákarl
1 sverðdragakella
2 yellow lab
Last edited by diddi on 17 Nov 2009, 21:24, edited 5 times in total.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

mjög snyrtilegt og flott.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

þakka þér :) plönturnar soldið ræfilslegar, gleymdi þeim óvart aðeins of lengi þegar ég var að stússast og þær þornuðu vel. og svo er gruggið úr nýja sandinum búið að minnka alveg helling :)
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Flott búr :)

Gakktu frá hitaranum!
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

láttu aquaball dæluna miða aðeins ofar svo hún gári yfirborðið, þarft líka ekki að vera með svakalegt flæði á henni, kannski 1/2 kraft.

En búrið er mjög stílhreint hjá þér
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

það er eitthvað vesen á sogskálunum á hitaranum, neita að festast við.
og með dæluna þá er ég búinn að minnka kraftinn :)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Flott. Ég er með eins búr í sömu stærð, búið að malla í mánuð með einhverjum mollý, ætla að fara að gera eitthvað skemmtilegt við það.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

myndi passa að bæta við 1 yellow lab og 1-2 sae?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Y. lab á ekki samleið með þessum fiskum en 1-2 Sae er besta mál, reyndar eru Sae skemmtilegastir 3 eða fleiri saman.
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

ég er með 2 sae fyrir :)
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

jæja kominn með aðeins stærra búr (128ltr) er kominn með 3 skala 1 stóran og 2 litla. einn er að verða útundan. Taka hann uppúr eða kaupa einn enn og reyna láta par myndast og taka þá hina 2?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég gæti trúað að rækjurnar verði ekki langlífar með þessum fiskum.
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

Vargur wrote:Ég gæti trúað að rækjurnar verði ekki langlífar með þessum fiskum.
já ég vissi það, er að fara koma upp öðru búri og þá fara þær
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

jæja þá hefur myndast par í búrinu hjá mér :)
Image
Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Til hamingju með þetta. Flottir skalar.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Hebbi
Posts: 115
Joined: 05 Aug 2009, 18:43
Location: Mosó
Contact:

Post by Hebbi »

til hamingju, skemmtilegur staður sem þau völdu :P
this is mine..
20L
30L
páfagaukar, hundar og kettir....
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Gaman að því, hefðu þó mátt velja sér betri stað til að hrygna á :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

fallegir, en það er svosem ekkert að því að hrygna á AquaBall dælurnar, þær eru hrogna og seiða save, þannig að þetta ætti í raun að vera í lagi.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Satt, bara pirrandi ef maður myndi vilja færa hrognin í annað búr strax.
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

jæja var að taka hrognin sem voru að koma og setti þau í annað búr með 4 litlum eplasniglum.
eru sniglarnir að fara éta hrognin eða ?
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Já, þessir sniglar éta allt.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

það er hætt við því, settu sniglana bara í um leið og seiðin fara að synda
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

fínn staður sem hún velur til að hrygna á, létt að færa hrognin yfir:)

Image
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

Gerði 50% vatnaskipti og snyrti plönturnar aðeins. Endalaust af nýjum sprotum að spretta upp allstaðar í búrinu.

næst á dagskrá er að grisja og bæta við sandi (þegar ég nenni að skola pússningarsandinn).
læt fylgja með ein heildarmynd
Image
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

Hrognin úr mínum skölum eru ekki svona fallega gul, þýðir það að eitthvað er ekki að gera sig hjá mínum?
Ath. að þetta er ungt par hjá mér og komnar 2 misheppnaðar hrygningar á 2 vikum.
Post Reply