Fiskur orðinn væskilslegur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Fiskur orðinn væskilslegur

Post by Snædal »

Einn svartur molly er orðinn algjör væskill. Ég tók eftir fyrir mörgum dögum síðan að eitthvað var að því hann hékk mikið í vatnsyfirborðinu. Annars sýndi hann engin merki og var alveg venjulegur oft og títt. Núna er hann hins vegar orðinn algjör væskill. Stórsést á honum núna miðað við í gær.

Það eru engin sár og húðliturinn er venjulegur en hann er orðinn grindhoraður og lítill. Ég er enginn dýralæknir og hef lítið þurft að deala við veika fiska en mitt fyrsta gisk er að þetta sé einhvers konar sníkjudýr. Skil samt ekki hvernig sníkjudýr kæmist í vatnið en það er annað mál.

Getur einhver staðfest veikina og hjálpað mér áður en það er um seinan?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

það er erfitt að sjúkdómsgreina fiska en þessi lýsing gæti átt við svo margt, t.d innvortis bakterýusíkingu, costia, tálknasjúkdómur...
ég farga alltaf svona fiskum.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Salli
Posts: 138
Joined: 20 Jun 2009, 17:11
Location: Reykjavík

Post by Salli »

þú getur gefið mér hann í fóður :P
-Salamöndrur
-Froskar
-Sniglar
-Fiskar
-Fuglar
-Mýs
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Salli wrote:þú getur gefið mér hann í fóður :P
og eiga í hættu á að smita aðra fiska af því sem "fóðurfiskurinn" er með? nema þú ætlar að borða hann sjálfur...
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Salli
Posts: 138
Joined: 20 Jun 2009, 17:11
Location: Reykjavík

Post by Salli »

Þetta myndi ekki fara í fiskafóður : :P
-Salamöndrur
-Froskar
-Sniglar
-Fiskar
-Fuglar
-Mýs
Post Reply