Ryksugun án vatnsskipta

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Ryksugun án vatnsskipta

Post by henry »

Ég geri mér grein fyrir að það er ekkert nýtt undir sólinni, og sennilega eru til heilar vefsíður með leiðbeiningum til að gera þetta og gera það miklu betur. En ég var alltaf í veseni með að ryksuga mölina nægilega vel áður en ég væri kominn með eins mikið vatn og ég vildi skipta um, og langaði til að ryksuga mölina rækilega án þess að vatnið færi úr búrinu, þannig að ég riggaði þetta með dóti sem var til, malarryksugu, filterull, slöngubút, powerhead.

Image
Image
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég mundi persónulega ryksuga með vatnsskiptum, láta powerheadið dæla vatninu úr búrinu. Mér þykir óþarfi að standa í þessu með tilheyrandi raski fyrir fiskana án þess að skipta um vatn í leiðinni.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ég ryksugaði þetta venjulega áður en ég skipti. Ef ég hefði ryksugað mölina jafn rækilega og ég gerði í kvöld, án þess að svissa í miðjum klíðum í þetta fiff, þá hefði vatnsyfirborðið verið komið vel niður fyrir ugga á stærsta Discusnum.

Vissi ekki nema 80-90% vatnsskipti yrði líka frekar stressandi fyrir fiskana.

Discusar eru annars sannkallaðar kúkamaskínur, liggur við að þetta kúki eigin líkamsþyngd vikulega..
User avatar
Junior
Posts: 128
Joined: 04 Feb 2009, 17:07

Post by Junior »

ég hef prufað að gera þetta svona og mér fannst það virka vel. ég held að fyrir discusa sértu að gera þeim mun meiri greiða en grikk.
-Andri
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Ég er sammála Vargi með að hafa vatnaskipti um leið og maður "ryksugar"botnin en um leið og ég stend i að ná upp úr botninum þá læt ég renna nýtt og ferskt vatn i á meðan þannig að það lækkar sára litið vatnsyfirborðið hjá mér :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

ég er líka með stóra og svera slöngu með 2 lítra flösku á endanum til að sjúga sjálf á meðan ég dæli í búrið í leiðinni með mjórri slöngu. það er mjög gott. þarf bara að læra hvað maður er að dæla c.a miklu á tíma
Post Reply