Page 1 of 1

Nota grjót og dýr úr íslenskum sjó

Posted: 21 Jul 2009, 19:29
by emmibe
Þar sem ég er kafari og það er auðvelt fyrir mig að sækja bæði grjót og lífverur þarna niðri, er einhvað því til fyrirstöðu að byggja upp búr inní stofu beint úr sjónum?

Posted: 21 Jul 2009, 19:39
by keli
Tjah svosem ekki, ekki nema þá kostnaðurinn við að halda búrinu köldu. Þú getur ekki tekið lífverur í kringum landið sem lifa í 5 gráðum og ætlast til að þær lifi í 20+ gráðum. Kæligræjur eru dýrar, en þetta er alltsaman vel hægt ef maður vill.

Posted: 21 Jul 2009, 19:55
by henry
Neinei.. Setur powerhead í búrið sem dælir í slöngu sem liggur í gegnum kælibox fullt af klökum. Rúllar svo í 10/11 á 3 tíma fresti eftir klökum. Problem solved. :P

Að gamni slepptu, hefur enginn prófað að rigga eitthvað system með litlum kæliskáp? Ætti að vera hægt að fá svona lítinn office kæli notaðan fyrir lítið.

Posted: 27 Nov 2009, 13:33
by rabbi1991
Best væri að rífa kælikerfi af ískáp sem á að henda þess vegna. Tekur eimarann og setur hann ofaní. Problem solved. Samt gætir þurft að breyta lögninni í eimsvalann. hann er svo asnalegur miðað við að setja í fiskabúr. Þyrftir að kaupa kopar rör og beygja þau til. En til að fara út í það þarftu að vera með vaccum dælu, beygjutöngina eða hvað það nú heitir og kónun á rörsendana. Best væri að hafa kælimiðilshólk líka til að setja kælimiðilinn í og geyma til að spara kostnað á kælimiðli.

Posted: 27 Nov 2009, 18:22
by Arnarl
Svo má ekki vera neitt kopar í þessu, þá drepuru allt í búrinu

Posted: 27 Nov 2009, 20:11
by Squinchy
Epoxy húða rörin bara :)