Page 3 of 3

Posted: 13 Apr 2009, 03:35
by Jakob
Klassi, ég vona bara að ég fái vinnu þar sem að ég var búinn að biðja um, ætla að fara þangað að tala betur við þá um vinnu í sumar.

Posted: 13 Apr 2009, 03:41
by EiríkurArnar
hvað væri toppurinn Squinchy ?

Posted: 13 Apr 2009, 03:41
by Jakob
...

Posted: 13 Apr 2009, 09:03
by keli
EiríkurArnar wrote:hvað væri toppurinn Squinchy ?
Síkliðan wrote:Leyndarmál.
What? :) Held að Eiríkur hafi verið að spyrja útí ljósin, sunpod, ekki eitthvað leyndarmál þitt Jakob :)

Posted: 13 Apr 2009, 11:48
by Squinchy
EiríkurArnar wrote:hvað væri toppurinn Squinchy ?
Image

Posted: 13 Apr 2009, 12:11
by Jakob
Eftir að hafa skoðað vel og vandlega á nano reef og reef central þá er fólk sterklega að mæla með Hydor Koralia Circulation Powerhead.
Þeir dæla 1500L á klst. EF! að ég panta mér svona, ætti ég þá að hafa 2 eða bara 1?
Er þetta ekki fínt verð?
Er hægt að fá þessa hér á landi?

Posted: 13 Apr 2009, 12:11
by keli
Squinchy wrote:
EiríkurArnar wrote:hvað væri toppurinn Squinchy ?
Image
Þetta er voða fínt, en það er hægt að búa sér til sambærilegt fyrir 1/6 af verðinu :)

Posted: 13 Apr 2009, 14:58
by Squinchy
Hehe já það er lítið mál fyrir laghenta :D

Jakob þú færð hydor vörur í dýraríkinu fyrir 3 milljónir, skoðaðu ebay ;)

Posted: 13 Apr 2009, 15:03
by Jakob
Ég er búinn að finna helling af þessum á ebay, ég var bara að forvitnast hvort að þetta væri líka til hérna heima.
Þarf ég 1 eða 2 svona?
En þarf ég ekki meira "filteration" ef að ég vil vera að gera vatnsskipti 1 í mán?
Er ekki bara í lagi að hafa Rena filterdælu eða Eheim Aquaball?

Posted: 13 Apr 2009, 15:10
by Squinchy
1 er meir en nóg fyrir svona lítið búr, getur notað filter dælu af og til bara til þess að fínn pússa vatnið

Filter svampurinn má ekki vera í lengur en viku því annars fer hann að framleiða nitrat, gott að setja svona filter dælu í eftir að þú gerðir vatnskipti og rótaðir þá í sandinum og búrið er með fljótandi drullu í vatninu

en annars er LR aðal filteringin í búrinu

ég mæli með 10% vatnskipti 7 - 10 daga fresti fyrir svona lítil búr

Posted: 13 Apr 2009, 15:12
by Jakob
Ok, 10% verður það þá að vera hvern laugardag. :roll:

Posted: 13 Apr 2009, 15:25
by Squinchy
7- 10 daga fresti, getur valið hvaða dag sem þér hentar

Posted: 13 Apr 2009, 17:29
by EiríkurArnar
þessar hydor dælur á ebay eru allar 110V :roll:

Posted: 13 Apr 2009, 17:34
by Squinchy
Það á að vera hægt að finna 230V þarna líka

Posted: 19 Apr 2009, 00:57
by Jakob
Er Salarias Fasciatus / Algea blenny í lagi fyrir þetta búr?

Posted: 28 Apr 2009, 22:53
by Jakob
Eftir smá föndur í google sketchup þá er komin smá mynd yfir það hvernig þetta verður. Búrið verður rimless, og lokið verður úr plexý, perurunar verða 2x 20K bláar perur og 2x 10K hvítar perur.
Image

Posted: 28 Apr 2009, 23:08
by Andri Pogo
þetta væri kannski fínt fyrir leikskóla en helduru að þú verðir ekki þreyttur á því að liggja í gólfinu til að sjá inní búrið? :)

Posted: 28 Apr 2009, 23:35
by Jakob
Skápurinn verður mikið hærri, það eina sem að er rangt er hæðin á skápnum. :)

Posted: 29 Apr 2009, 08:47
by Squinchy
Lýst vel á þetta :)