Loftbóluskraut

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Loftbóluskraut

Post by Gunnsa »

Hvernig virkar loftbóluskraut? Mér var að áskornast bleikri skel sem á að loftbólast, hún er með gati og slöngu.. Hvernig fæ ég hana til að virka?
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Þú þarft að fá þér loftdælu til að tengja hana við. ég ætla einmitt í svona leiðangur þegar ég fer i borgina
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Okay.. Í búrinu er einhver dæla (held loftdæla) Hvernig tengi ég þetta?
Ég bara er ekki að átta mig á hvernig þetta virkar..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Image
Hefðbundin loftdæla fyrir fiskabúr lítur svona út. Dælan er fyrir utan búrið og er stungið í samband við rafmagn og síðan fer grönn plastslanga úr dælunni ofan í búrið og í skrautið eða loftstein í búrinu.

Image
Loftsteinar.

Image
Loftslanga, heil rúlla.
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Vargur, manstu hvað svona dæla kostar ? ca fyrir svona lítil búr
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Það vara bara svona hreinsidæla
Ætla að næla mér í svona loftdælu, eru þær góðar fyrir búrið eða bara skraut?
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

loftdælurnar losa súrefni útí vatnið, það er gott fyrir fiskana
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

En ef dælan heldur góðri hreyfingu á yfirborðinu þá er það alls ekki nauðsynlegt. Þetta er aðallega fyrir búr sem er lítil hreyfing frá dælunni eða mikið af fiskum í búrinu og það vantar yfirborðshreyfingu.

Hún skaðar amk ekki :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Loftdæla fyrir lítið búr kostar innan við 2.000.- Ég mæli samt frekar með að fólk kaupi aðeins stærri dælu þar sem það er yfirleitt minni hávaði í þeim og möguleiki á að láta loftið koma upp á tveim eða fleiri stöðum í búrinu.
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

já eimitt rena air 50 er kostar ekki nema 1250kall í
búðunum, en ég er sammála Varg,
þær eru svo léttar að þær fara meira á stað og mynda suð
sem er bara pirrandi :)
Image
Post Reply