þrif á gömlu búri

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Junior
Posts: 128
Joined: 04 Feb 2009, 17:07

þrif á gömlu búri

Post by Junior »

mér áskornaðist gamalt búr í gær. það var sýking í því á sínum tíma, en þræl fínt 80L búr. það er fullt af uppsöfnuðum efnum og þörungum á glerinu en það hefur ekki verið notað í 4ár. hvernig er best að snúa sér?

-a
-Andri
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Glerskafa með rakvélarblaði og svo hugsanlega klór ef þú vilt hreina það extra vel.

Ef það er mikið af kalki á glerinu getur verið fínt að nota t.d. bara ajax, en það þarf að skola sérstaklega vel á eftir.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég nota klór við að þrífa gömul búr og áhöld sem ég veit ekki í hvaða gumsi hafa verið. svo skola ég þangað til ég finn enga lykt lengur. ég hef svo notað hvíta skrúbbsvampa frá rekstrarvörum sem að rispa ekki.
User avatar
Junior
Posts: 128
Joined: 04 Feb 2009, 17:07

Post by Junior »

smá vesen með búrið mitt því það er úr plasti, má nokkuð nota rakvélablað á það?
-Andri
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Best að nota bara mjúka bursta og tuskur á plast.
User avatar
Junior
Posts: 128
Joined: 04 Feb 2009, 17:07

Post by Junior »

eitthvað eins og uppþvottabursta þá? og á ég að nota hann með klórnum eða eftirá? því ég er með frekar miknn kísil hjá mér.
-a
-Andri
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

keyptu þér uppþvottabursta sem þú notar bara í fiskabúrið. þú þarft að fara varlega í plastið, það rispast svo auðveldlega, passa að það sé ekki sandur í burstanum. þú getur klórað fyrir eða eftir, ekki sniðugt að vera að sulla mikið með klórinn, getur skemmt föt og farið illa með hendurnar. það er ekkert víst að þú náir kíslinum alveg af hann er þrjóskari en andsk....
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Sápa er alveg bannað þar sem hún húðar glerið og fer seint burt, klórsóti er best

Bursti er mjög góður og hann þarf þá að vera nýr

Kísillin tekur þú með því að leggja eldhús rúllu pappír ofan á kísillin og bleyta hann með edik
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Junior
Posts: 128
Joined: 04 Feb 2009, 17:07

Post by Junior »

hvað er klórsóti? er ekki hægt ð þrífa þetta bara með vatns og klórlausn?
ein og þið hafið kannski tekið eftir er þetta eithvað sem ég hef aldrey gert áður. væri allveg til í að fá skref fyrir skref leiðbeiningar :oops:
-Andri
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er alveg hissa á að þú sért ekki löngu búinn að þrífa búrið, þetta eru nú ekki flókin vísindi. :)

Nuddaðu búrið með tusku vættri með klór eða ediki ef annað hvort er til á heimilinu. Ef hvorugt er til þá getur þú bara prófað volgt vatn, þá nærðu alla vega mestu drullunni.
Skrúbbaðu svo draslið með mjúkum bursta, svamp eða tusku.
Með smá olboga svita þá kemur þetta.

Eftir þetta þarf að skola búrið vandlega.
User avatar
Junior
Posts: 128
Joined: 04 Feb 2009, 17:07

Post by Junior »

haha já svona er maður klókur. reindar tókst mér ekki að losna við kísilinn:/
en takk fyrir þetta.
-Andri
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Í BYKO fæst efni frá Frigg sem heitir Kísilhreinsir eða eitthvað álíka. Það er grænt á litinn. Þetta er djöfullegt eitur, gallsúr andskoti en lætur kísil hverfa eins og dögg fyrir sólu.
Fer sjálfsagt ekki vel með plast, sér í lagi ef það fær að vera lengi á.

Baðkör og vaskar og annað verða eins og ný með þessu.

Mikið af efnum sem eru seld til að hreinsa kísil innihalda slípimassa, ekki sniðugt á fiskabúr og alls ekki á plast.
Post Reply