Project - Standur undir fiskabúr

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Project - Standur undir fiskabúr

Post by Ragnarvil »

Ég er að reyna að áætla hvað það myndi kosta að setja saman eitt stykki
stand og mig vantar smá upplýsingar frá ráðagóðum ;)

Standurinn myndi líta svona út:

Image

Ég er búinn að hringja upp í Húsó og þeir selja 16mm MDF plötur í stærð
1222x2740 og þegar ég tek saman allt tré efnið í standinn þá passar það
mjög rúmlega á plötuna. Þessi plata af MDF kostar 8.775 kr án afsláttar.

Búrið sem ég áætlaði að taka í þetta er frá Varg og er 800x400x400mm
og ég teiknaði standinn miðað við þá stærð. Þannig búr ætti að
smellpassa ofan í standinn.

Hérna eru málin á skápnum:
Image


Mig langar að vita hvað ykkur finnst um þessa þykkt á plötunum, hvort
hún sé næg og hvernig lýsingu hefur fólk verið að setja í svona búr?

Einnig ef fleiri hafa tekið sér MDF til að smíða úr, vitiði um ódýrt en gott
verkstæði sem sprautar plöturnar?
Last edited by Ragnarvil on 11 Feb 2009, 22:05, edited 1 time in total.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég myndi nú bara ekki þora að setja saman svona skáp aðeins úr mdf plötum, ertu viss um að það þolir 150kg ?
Svignar ekki mdf ef það blotnar?

Ég myndi persónulega gera grind úr alvöru spýtum og klæða svo.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég myndi gera grindina úr 2x4" til dæmis og svo bara mdf utaná. Annars lítur þetta vel út og verður gaman að fá að fylgjast með. Af hverju ekki að taka aðeins stærra búr fyrst þú ert nú að þessu á annað borð? :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

smiðurinn sem smíðaði skápinn minn gerði hann úr mdf en lét sprautulakka hann... það var ekki ókeypis! hann sagði að hann myndi bólgna ef rakinn kæmist inn fyrir lakkið og ég endaði með að setja viftu í "hobbýherbergið"
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

ég myndi nú bara ekki þora að setja saman svona skáp aðeins úr mdf plötum, ertu viss um að það þolir 150kg ?
Svignar ekki mdf ef það blotnar?

Ég myndi persónulega gera grind úr alvöru spýtum og klæða svo.
Jú MDF verður lélegt um leið og það kemst í tæri við raka, þetta er eiginlega bara hert sag. Það er samt ódýrt náttúrulega og auðunnið. Ég reyndi að hanna borðið þannig að burðurinn væri beint á plöturnar, er að vona að það sleppi ?
Ég myndi gera grindina úr 2x4" til dæmis og svo bara mdf utaná. Annars lítur þetta vel út og verður gaman að fá að fylgjast með. Af hverju ekki að taka aðeins stærra búr fyrst þú ert nú að þessu á annað borð? Smile
Ég gæti bætt við stoðum innan í skápinn í hornin. Ég gæti haft þær 2x2 í hornunum. það eyðileggur samt dálítið útlitið þegar kemur að því að setja lamirnar, getur orðið vandamál.
smiðurinn sem smíðaði skápinn minn gerði hann úr mdf en lét sprautulakka hann... það var ekki ókeypis! hann sagði að hann myndi bólgna ef rakinn kæmist inn fyrir lakkið og ég endaði með að setja viftu í "hobbýherbergið"
Veistu nokkuð hvað það kostaði ?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

það kostaði 30 þús. kall með einhverju prútti hjá smiðnum.... skápurinn er reyndar fyrir 2 búr og vesen

http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php ... highlight=
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Ég er sammála því að styrkja þetta, myndi persónulega ekki treysta mdf til að bera þetta, hvað þá þegar! raki kemst í þetta. Hefurðu skoðað það að nota e-ð annað efni en mdf?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

MDF tekur þetta léttilega enda ótrúlega sterkt efni þegar rétt er farið með það, svo er þetta nú ekki það stórt búr

Og ef þú hefur ekki þegar planað það þá myndi ég mæla með því að skipt skápnum í tvennt með því að setja MDF plötu í miðjan skápinn, með því styrkir þú skápinn helling svo lookar það betur að mínu mati :)

Og eins og þú sagðir að láta topp plötuna liggja beint ofan á plöturnar, Líma allt saman líka og passa að bora fyrir skrúfum, annars springur MDF-ið
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

það kostaði 30 þús. kall með einhverju prútti hjá smiðnum.... skápurinn er reyndar fyrir 2 búr og vesen

http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php ... highlight=
Vá 30 þúsund, úff það er alveg tvöfalt það sem ég er tilbúinn í. Ég hef heyrt um fólk sem gerir þetta með svörtu spreyi og tekur svo glæra umferð yfir, það verður náttúrulega ekki jafn flott og sprautað samt.
Og ef þú hefur ekki þegar planað það þá myndi ég mæla með því að skipt skápnum í tvennt með því að setja MDF plötu í miðjan skápinn, með því styrkir þú skápinn helling svo lookar það betur að mínu mati Smile
Þetta er góð hugmynd ég held ég setji þetta þannig upp það myndi styrkja skápinn helling, ég setti burðarstoð fremst við hurðirnar 100x16x700mm en hún sést ekki fyrir hurðunum. Mér líst vel á að bæta þessari miðplötu við til viðbótar við það.
Ég er sammála því að styrkja þetta, myndi persónulega ekki treysta mdf til að bera þetta, hvað þá þegar! raki kemst í þetta. Hefurðu skoðað það að nota e-ð annað efni en mdf?
Ég er að vona að ef ég get fengið lakk á þetta að þá hverfi sú hætta. Ég hef ekki skoðað aðra kosti en MDF ennþá.

Image
Skápurinn gæti litið svona út að innan.
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

gætir líka spónlagt plötuna með harðplasti. og ef þú ert með þetta eins og þú teiknaðir á neðstu myndinni þá heldur mdfið þessu alveg.
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

gætir líka spónlagt plötuna með harðplasti. og ef þú ert með þetta eins og þú teiknaðir á neðstu myndinni þá heldur mdfið þessu alveg.
Krossleggja fingurnar með það einmitt ;)

Ég var ætla að reyna að finna verð á T5 hráu stæði fyrir 56cm peruna, það gæti gengið í þetta, ég gæti örugglega verið með 2 - 3 T5 stæði í þessu búri býst ég við.

Er ekki hægt að fá fallegar búrperur í T5 stæði annars ?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

held að mdf ætti alveg að taka þetta, miðað við teikninguna ertu með hliðar, miðju og bak. það er verulega sterkt! með vatnsheldnina þá getur þú alltaf lakkað sjálfur. það er ekkert betra að láta sprauta, er bara jafnara og flottara. þú þarft bara að hugsa út í það að það safnist ekki raki í viðinn eða myndist pollar, það er eitur!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

T5 stæði og ballestir fást í flúrlömpum í hafnarfirði. Þeir eiga líka rakaþétt endastæði. Fullt af T5 perum sem henta í fiskabúr.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

hvaða forrit er þetta annars sem þú ert að teikna þetta í ?
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Grafíkin er úr Google sketchup gefins útgáfunni en teikningin með málsetningum er úr Autocad 2009.
T5 stæði og ballestir fást í flúrlömpum í hafnarfirði. Þeir eiga líka rakaþétt endastæði. Fullt af T5 perum sem henta í fiskabúr.
Takk fyrir þessar upplýsingar Keli.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég verslaði í flúrlömpum, frábær þjónusta og ekki dýr. fáðu bara tilboð og þeir setja upp nákvæmlega það sem þig vantar
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Lítur mjög vel út neðsta myndin :góður: steinliggur.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ef þið ætlið skrúfa saman MDF plötur, þá er einfaldasta leiðin til þess að ná hámarks styrk við samsetninguna eins og þær sem sjást á myndinni.
Það er ágætt að nota furulista og skrúfa hann í lím á aðra plötuna og skrúfa síðan hina í listann í samsetningu. Ég myndi nota þessa samsetningu á hliðar og toppplötu.
Botninn myndi ég svo skrúfa beint upp í hliðarnar og nota þá langar skrúfur td. 60 - 70mm og bora jafnbreitt og skrúfgangurinn ca. 30mm og svo með grennri bor fyrir restinni. Það sem vinnst með því að bora svona svert gat upp í plötuna er það að hún klofnar síður.

Image
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Post by Birgir Örn »

Ég er með skáp úr 22mm mdf undir mínu búri pg það er 396l

allar hliða plötur standa á botninum s.s. bak, hægri, vinstri og skipting í miðunni svo kemur topp platan ofan á allt

svo er líka smá rammi utan um búrið neðst s.s. er ofan á topp plötunni sem mér sýndist þú vera búinn að teikna líka en ég er ekki alveg nógu sáttur við hann og ég myndi frekar líma fólíu eða eithvað þannig neðst á búrið

annars ef þú ætlar að spauta þetta þá myndi ég mæla með að grunna undir því mdf dregur aðeins í sig fyrst
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Ég er með skáp úr 22mm mdf undir mínu búri pg það er 396l

allar hliða plötur standa á botninum s.s. bak, hægri, vinstri og skipting í miðunni svo kemur topp platan ofan á allt

svo er líka smá rammi utan um búrið neðst s.s. er ofan á topp plötunni sem mér sýndist þú vera búinn að teikna líka en ég er ekki alveg nógu sáttur við hann og ég myndi frekar líma fólíu eða eithvað þannig neðst á búrið

annars ef þú ætlar að spauta þetta þá myndi ég mæla með að grunna undir því mdf dregur aðeins í sig fyrst
Ég er búinn að vera að reyna að fá verð í sprautun á svona stand, menn virðast ekki vera fúsir til að taka það að sér.

Þetta er svarið sem ég fékk t.d. frá Heggur.is:
Blessaður, höfum því miður ekki tíma.
Aðrir hafa ekki einusinni svarað :)

Lítur út fyrir að ég þurfi að fara að skoða plan B. Sprauta þetta sjálfur og krossleggja fingurnar að það heppnist.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

maður hélt að eitt af því fáa jákvæða við kreppuna væri að það væri auðvelt að fá iðnaðarmenn :?

Birgir, það væri gaman að sjá mynd af búrinu hjá þér.
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Jæja þá er ég búinn að fá verð í lökkunina:
Samkv þessum málum kostar þessi lökkun 49.000 + vsk
Það miðast 40% hálfmatt
Ég held ég fari bara ferkar út í það að sprauta þetta sjálfur með úðabrúsum, svörtum og glærum yfir. Úðabrúsi kostar 900kr í byko og húsó þannig mér sýnist það koma mun hagstæðar út :)

Ég er að leggja lokahönd á hönnunina á lokinu 432x832x90mm, stæði fyrir T5 ætti að passa rúmlega í þessa stærð:
T5 Stæði- 611mm(length)X24mm(width)X43mm(height)

Ég hafði hugsað mér að vera með 2 - 3 stæði, ég er ekki nógu sleipur í útreikingum á wöttum á líter en er ekki oftast miðað við 0,5W/L.

Miðað við að T5 peran sé 28W þá ættu 2 - 3 að vera hæfilegar í 120L búr.

Annað sem ég er í vandræðum með er hönnunin á lömunum fyrir hurðarnar. Ég myndi helst vilja að það heppnaðist að láta þær lokast þannig að þær falli vel að og lamirnar sjáist ekki. Allar hugmyndir hvað þetta varðar eru vel þegnar ;)
svavarm
Posts: 50
Joined: 07 Jan 2009, 23:27

Post by svavarm »

Yfirleitt notað Wött per gallon. Ef það er yfirfært á lítra væri það (Wött/L)*3,76 til að fá svipuð gildi.

Þú getur mest verið með 24W T5HO í þessu búri uppá lengd að gera

# W WPG WPL
1 24 0,752 0,2
2 48 1,504 0,4
3 72 2,256 0,6
4 96 3,008 0,8

0,6 WPL er um það bil medium ljós þar sem þú ættir að geta verið með margar tegundir af plöntum í og í 0,8 WPL ertu kominn í high ljós þar sem allar plöntur ættu að ganga. Hinsvegar ef þú passar þig ekki gæti búrið orðið fullt af þörungi í staðinn ;)

Ef þetta væri ég myndi ég fara í 4 perustæði. Lang skemmtilegast að geta verið með hvaða plöntur sem er og munar litlu í verði þar sem það getur verið kannski nokkrir hundraðkallar á milli ballesta og fatningarnar eru frekar ódýrar. Ef þú lætur svo flúrlampa smíða þetta fyrir þig þá smíða þeir þetta í pörum yfirleitt (allavega síðast þegar ég fór þangað að kaupa dót sýndi hann mér einmitt eitthvað sem hann var að smíða fyrir fiskabúr og það var í pörum).
Ég setti 3x18W T8 í 60L búrið mitt um daginn og það kostaði um það bil 2500kr fyrir electróníska ballest, 1200kr fyrir kjarnaballest, 350kr fatning, 4M af vír ~ 250kr, skrúfur ~ 50kr, startarar ~ 400kr
Samanlagt var þetta í kringum 5000kr. Þetta hefði verið ódýrara ef ég hefði valið að fara í kjarnaballest til að byrja með en ég hélt að það væri svaka mál að vera með startara þannig að ég valdi electróníska. Það tók hinsvegar 10 mín að læra að tengja kjarnaballest þannig að ef þú vilt spara mæli ég með henni.

Með lamirnar mæli ég með að þú kíkir á heimasíðuna hjá ikea, þeir eru með fullt af þeim fyrir allskonar skápa hjá sér. Mátt endilega koma með myndir þegar þú byrjar að smíða :)
Post Reply