Page 1 of 1

Afsláttur??

Posted: 03 Feb 2009, 13:15
by Sven
Hvernig er málum háttað hjá félaginu, hefur verið samið um einhverja afslætti fyrir félagsmenn? Ég er nú ekki meðlimur í félaginu, en var að velta því fyrir mér hvort það hefði verið samið um afslætti við íspan eða aðra glersala?
Ef ekki, væri þá ekki upplagt að athuga hvort tekið sé vel í slíkt hjá þeim?

Posted: 03 Feb 2009, 14:26
by Ásta
Þeir afslættir sem félagið hefur er 10% hjá Trítlu.
Ég held bara að það hafi ekki neinn hugsað út í þennan fídus.

Posted: 03 Feb 2009, 15:14
by keli
Þess má geta að þér er algjörlega frjálst að athuga hvort íspan hafi áhuga á að veita okkur afslátt :) Ég er nokkuð viss um að það hafi enginn pælt í því fyrr en nú.

Posted: 03 Feb 2009, 17:15
by Sven
prófa að meila á þá og spyrja hvort kæmi til greina að veita meðlimum í skrautfiski afslátt. datt bara ekki í hug að gera það sjálfur þar sem ég er ekki meðlimur, sjáum hvort það breytist e.t.v.

Posted: 05 Jun 2009, 15:29
by diddi
hvaða afslætti eruði með? :)

edit: er það bara þessir hjá trítlu og dýragarðinum?

Posted: 07 Jun 2009, 00:55
by Ásta
Já, það er 10% afsláttur hjá Trítlu

Posted: 25 Sep 2009, 23:29
by Vargur
Íspan gefur félögum 20% afslátt af gleri, pöntun þarf að fara í gegnum félagið.

Posted: 25 Sep 2009, 23:47
by keli
Vargur wrote:Íspan gefur félögum 20% afslátt af gleri, pöntun þarf að fara í gegnum félagið.
Djöfull hljómar það vel... Ég þarf endilega að redda mér stærra húsi svo ég geti smíðað mér búr ;)

Posted: 25 Sep 2009, 23:51
by Vargur
20% afsláttur er nefnileg helv... gott, miðað við það borgar sig að ganga í félagið fyrir nánast hvaða búrstærð sem er.