Tjörn við sumarbústað

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Mamma vildi brúnna :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Vá hvernig síma ertu með :?: :?: Ótrúlega flottar myndir úr honum :P

Flott tjörn hjá þér gaman að fá að fylgjast með framkvæmdunum og afrakstrinum.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já þetta er orðið mjög fínt, svo kem ég þarna af og til og næli mér í gúbbý þegar það er komið á fullt :lol:
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

glæsileg tjörn :D, hvernig hreinsibúnað á svo að setja við tjörnina ? og mæli ég þá eindregið með hreinsi sem hefur UvC ljósi
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Enginn hreinsibúnaður, amk ekki til að byrja með. Það er ríflegt sírennsli í tjörnina þannig að það er líklega engin þörf á því, nema kannski einhver dæla til að auka hreyfingu á vatninu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Svoleiðis :P, það er samt mun erfiðara að halda svifþörungi niðri þegar tjörnin er orðin frekar djúp, myndi allavegana mæla með sterku Uvc og öflugri dælu á það
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

svifþörungur þarf næringarefni, og það er lítið af þeim þegar það er sírennsli...

Annars á þetta allt eftir að koma í ljós, kannski enda ég á að bæta einhverju dæluveseni við tjörnina.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Skellti 50 stálpuðum gúbbífiskum í hana áðan. Verður athyglisvert að sjá hvernig þeir koma undan vetrinum :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta verður fróðlegt, sennilega hafa þeir þó lítið æti í vetur.
Hvernig var hitastigið ?
User avatar
Jenni
Posts: 67
Joined: 12 Aug 2007, 20:36

Post by Jenni »

Hvar var þessi könguló sem er á neðstu myndinni??
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hitastigið er reyndar í um 20°C núna útaf því að það var slökkt á ofnunum.. :) Það rennur heitt í núna þannig að það er á uppleið.

Fletti upp að gamni hvað gúbbar þola mikinn kulda og 16°C virðist vera neðra limitið á náttúrulegum aðstæðum. Þeir geta lifað minni hita af, en ekki til langbúðar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Chana micropeltis.svo eftir 2 ár tekuru bara upp flugustaunginna :lol: :gosbrunnur: :hákarl:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jæja, kíkti um helgina og tjörnin dafnar vel. Komin upp nokkur liljublöð (sem reyndar drepast um leið og þau komast upp sökum kulda).

Svo sá ég helling af gúbbíseiðum, sem virðast stækka ansi hratt í öllu þessu plássi.
Image
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég var einmitt að hugsa til þín og tjarnarinnar á laugardaginn.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

keli, hefur þú eitthvað athugað með tjörnina nýlega?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ásta wrote:keli, hefur þú eitthvað athugað með tjörnina nýlega?
Ég hef ekki farið sjálfur, en mér skilst að það hafi eitthvað fækkað í tjörninni.. Ætli það hafi ekki einhver fugl fundið hana.

Á eftir að taka þetta út sjálfur, ekkert að marka gamla settið :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

HVernig gengur?
Langar að vita svona um þetta er að pæla í að gera upphitaða tjörn í sumar:)
þannig er einhvað sem þú vilt benda mér á?
og settiru brúnklukkur í tjörnina eða komu þær bara?
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jæja kíkti á tjörnina í dag með 6 koi, convict par og hrúgu af seiðum :)

Ágætlega gróið og fínt í kringum tjörnina - hafði hugsað mér að planta einhverjum trjám í kring og plöntur í hana í sumar til að gera þetta fallegra.
Image

Koi, gullfiskur og convict karl - karlinn í forystu
Image

Convict par, seiði og koi á 1m dýpi - furðu tær tjörnin fyrst maður nær þetta góðum myndum á svona dýpi.
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

æi þetta er svo krúttlegt hjá þér!! :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Inga Þóran wrote:æi þetta er svo krúttlegt hjá þér!! :)
Er það gott eða vont? :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Þetta er æðislegt!
hvaða hitastig ertu með á þessu?
hvernig gengur að hafa Convictana í svona útitjörn?
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

keli wrote:
Inga Þóran wrote:æi þetta er svo krúttlegt hjá þér!! :)
Er það gott eða vont? :)
hahahha það er mjög gott :D væri alveg til í að hafa þessa tjörn heima hjá mér... :P
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Brynja wrote:Þetta er æðislegt!
hvaða hitastig ertu með á þessu?
hvernig gengur að hafa Convictana í svona útitjörn?
Ætli hún sé ekki í um 25-27°C þessa dagana.. Vel volg, maður getur alveg hugsað sér að hoppa útí bara :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
gudnym
Posts: 142
Joined: 01 Apr 2008, 13:39
Location: Keflavík

Post by gudnym »

eru fiskarnir bara úti í tjörnini á veturnar í snjónum og öllu eða tekuru þá inn ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Voru gubbarnir allir horfnir ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Vargur wrote:Voru gubbarnir allir horfnir ?
Jebb - einhverjir fóru í yfirfallið og mig grunar að gullfiskarnir hafi étið restina.

gudny: allt árið. Hún hélst heit og fín í allan vetur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það verður fínt að sækja 1000 convict þarna í haust. :D
gudnym
Posts: 142
Joined: 01 Apr 2008, 13:39
Location: Keflavík

Post by gudnym »

ok flott mér langar svo mikið að gera svona í garðinum hjá mér þetta er svo flott sérstaklega með brú yfir og svona:P ertu bara með sírensli frá sumarbústaðnum
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

gudnym wrote:ok flott mér langar svo mikið að gera svona í garðinum hjá mér þetta er svo flott sérstaklega með brú yfir og svona:P ertu bara með sírensli frá sumarbústaðnum
jamm sírennsli (eins og hefur komið fram áður í þessum þræði)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fór aðeins í bústaðinn í gær að föndra og kom upp kerfi sem fylgist með hitastiginu í bústaðnum og kring, þám í tjörninni. Það kom í ljós að tjörnin er pínu í heitara lagi, ég þarf víst að fara að redda einhverju til að kæla hana niður :)

Hitastig hérna: (uppfært á 10mín fresti)
http://content.leenks.com/temp/
Last edited by keli on 24 Jul 2010, 12:17, edited 1 time in total.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply