þörungur í slöngu!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

þörungur í slöngu!

Post by gudrungd »

ég var að fá svona python no spill sem er ekkert smá sniðugt. Eina vandamálið er að slangan er þakin að innan af þörungi :shock: ég er búin að leggja þetta í sjóðandi heitt vatn með klór en drullan losnar ekkert að ráði. Meira heitt vatn? sterkari klór? hvað í fjáranum á ég að gera? :)
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Röra bursti?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

15m slanga? :(
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

troða pappír eða smá efnisbút inní endann og tengja svo við vatnið.
Passaðu bara að hafa bútinn ekki of stórann né of lítinn
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Kaupa nýja slaungu? :P
er ekki svo rosalega dyrt.þessi er nú væntanlega orðin gömul sem þú ert að nota.muna svo bara að láta renna sjóðandi vatn í gegn í sirka min eftir notkun.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

slangan er fín og ekkert sprungin eða neitt.... var að spá í hvort að það borgaði sig en hún er sverari en venjulegar og sambærileg slanga væri sennilega eheim dæluslöngurnar og þá eru 10 til 15 metrar alveg slatta dýrt!
Ég fann svo útúr þessu..... setti grófann fiskabúrasand og lét hann fara í gegnum alla slönguna og rúllaði henni með sandinum í við baðkarsbrúnina þar sem drullan far föstust.... dóttir mín tilkynnti mér að ég lykta eins og sundlaug!
Dýragardurinn
Posts: 143
Joined: 11 Dec 2006, 16:29
Location: Dýragarðurinn

Post by Dýragardurinn »

Látu drulluna vera í henni. Þetta er líka sérstök slanga.
Hún er úr hreinu sílikoni og harðnar aldrei. Erum með eina svona hjá okkur í búðinni og ég er búnað eiga hana í 8 ár og enn með sömu slönguna. 'a reyndar eina auka 15m langa sem er ónotuð bara slanga ekki aðalunitið með.
Dýragarðurinn
Síðumúla 10
108 Reykjavík
S:517-6525
dyragardurinn@dyragardurinn.is
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

gudrungd wrote:slangan er fín og ekkert sprungin eða neitt.... var að spá í hvort að það borgaði sig en hún er sverari en venjulegar og sambærileg slanga væri sennilega eheim dæluslöngurnar og þá eru 10 til 15 metrar alveg slatta dýrt!
Þú færð glærar slöngur í Byko í ýmsum sverleikum sem trúlega kosta mun mina en sama slangan með Eheim límmiða (jafnvel þótt Byko hafi sett sína "vægu" álagningu á).
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ekki leifa vatni að vera í slöngunni eftir notkun
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég gæti nú bara vel trúað að Byko slöngur séu dýrari en Eheim slöngur. Ég ætlaði að kaupa einhverja glæra slöngu hjá þeim sem var nokkuð sver. Hún átti að kosta hátt í 500 kr. meterinn. Endaði á því að kaupa svona rör undir rafmagnsvíra, úr einhverju svona rifluðu plasti, nokkuð svert dót. Þrælvirkar til að láta leka úr búrinu og kostaði ekki nema um 80kr meterinn.... Meira að segja í Byko.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Re: þörungur í slöngu!

Post by Rodor »

gudrungd wrote:ég var að fá svona python no spill sem er ekkert smá sniðugt. Eina vandamálið er að slangan er þakin að innan af þörungi :shock: ég er búin að leggja þetta í sjóðandi heitt vatn með klór en drullan losnar ekkert að ráði. Meira heitt vatn? sterkari klór? hvað í fjáranum á ég að gera? :)
Ef þú vilt drepa þörunginn þá hlýtur hann að vera dauður eftir að heitt vatn rennur í gegnum slönguna. Það er líka hægt að vera með venjulega vatnsslöngu, þá sérðu ekki þessa húð sem myndast innan á slöngunni.

Image
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Re: þörungur í slöngu!

Post by Hrafnkell »

Rodor wrote: Image
Hvar færðu svona U á slönguna?
Last edited by Hrafnkell on 04 Sep 2008, 11:48, edited 1 time in total.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

er þetta ekki bara af þvottavélabarka? Ég nota allavega svoleiðis
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Sven wrote:er þetta ekki bara af þvottavélabarka? Ég nota allavega svoleiðis
Keypti þetta í BYKO í fyrra ásamt þvottavélabarka, kostaði þá um 600kr.
Dýragardurinn
Posts: 143
Joined: 11 Dec 2006, 16:29
Location: Dýragarðurinn

Post by Dýragardurinn »

Þetta er ekki Eheim slöngur, þetta unit kemur frá Python og slangan er úr sílikoni og helst þarf leiðandi alltaf mjúk og meðfærileg. Eheim slöngur harðna með tímanum þar sem þær eru úr plastefnum.
Dýragarðurinn
Síðumúla 10
108 Reykjavík
S:517-6525
dyragardurinn@dyragardurinn.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

fek svona silicon slaungu 20mm í Húsasmiðjunni á 300kr meterin keypti 8 metra á 2500kr.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Svona slöngur eru ódýrari í barkar í kópavogi. Þeir eiga líka fleiri þvermál og tegundir.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

fékk 15m slönguna (held hún sé 25mm breið) + vatnskranajúnitið sem er bara snilld + millistykki með loka og uppsogunarstykkinu á 5000 og ánægjuna af því að þrífa allt draslið! :lol:
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

gudrungd wrote:fékk 15m slönguna (held hún sé 25mm breið) + vatnskranajúnitið sem er bara snilld + millistykki með loka og uppsogunarstykkinu á 5000 og ánægjuna af því að þrífa allt draslið! :lol:

Máski seijir hvar þú keyptir etta :twisted:
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

notað! ég lifi á fiskaspjallinu! BTW þú getur pantað bara kranastykkið á netinu, borgar 5 pund í flutningskostnað á litlum pakka (pantar filterefni og smotterí í leiðinni), kannski ekki praktískt akkúrat núna en kíktu á fishandfins.co.uk, ég hef verslað mikið við þá og það er alveg pottþétt
Post Reply