Skondin staðreynd

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Skondin staðreynd

Post by Gabriel »

Er að læra líffræði og rakst á þetta þegar að ég var að læra fyrir próf fyrir skemmstu :D nokkuð skondið :P

Margar örverur og sumar plöntur og dýr, sem lifa við aðstæður þar sem lítið er um súrefni, komast lengi, eða jafnvel eingöngu, af með loftfirrðri öndun (gerjun), þar sem yfirleitt verður annað hvort til mjólkursýra eða etanól (áfengi). Etanól er oft bruggað til neyslu eða iðnaðar með því að láta gersveppi, einfrumunga, gerja það úr sykri:
glúkósi → etanól + koldíoxíð + Orka

Í blóði gullfiska er svo mikið etanól, að ef jafnmikið mældist í blóði ökumanns, yrði hann sviptur ökuleyfi. :lol:
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Jáá sææll! :D
Minn fiskur étur þinn fisk!
eyrunl
Posts: 292
Joined: 03 Apr 2008, 22:02
Location: Kópavogur/Rvk

....

Post by eyrunl »

hahaha þessvegna eru þau svona vitlaus ;) og sumir úrillir! en gullfiskar nota súrefni í gegnum tálknin?... s.s. að taka í gegnum vatnið...
Eyrún Linda
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þarna kemur skýringin... :D
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

verður maður þá fullur á því að éta gullfiska?
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Ejó, prufaðu það! hehehe :D
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Er éfg ðá gullfiskur :shock:
Ace Ventura Islandicus
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

animal wrote:Er éfg ðá gullfiskur :shock:
Örugglega jojo :)
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Skondin staðreynd

Post by Sirius Black »

Gabriel wrote:Er að læra líffræði og rakst á þetta þegar að ég var að læra fyrir próf fyrir skemmstu :D nokkuð skondið :P

Margar örverur og sumar plöntur og dýr, sem lifa við aðstæður þar sem lítið er um súrefni, komast lengi, eða jafnvel eingöngu, af með loftfirrðri öndun (gerjun), þar sem yfirleitt verður annað hvort til mjólkursýra eða etanól (áfengi). Etanól er oft bruggað til neyslu eða iðnaðar með því að láta gersveppi, einfrumunga, gerja það úr sykri:
glúkósi → etanól + koldíoxíð + Orka

Í blóði gullfiska er svo mikið etanól, að ef jafnmikið mældist í blóði ökumanns, yrði hann sviptur ökuleyfi. :lol:
En afhverju er svona mikið af etanóli í blóðinu, ekki eru neinar örverur þar :P En eru þá fullt af loftfirrðum örverum og fleira sem að býr til etanól og flytur það svo inn í blóðið? Hef nefnilega ekki lært þetta með gullfiskinn :P

Er einmitt líka að læra líffræði, við HÍ en ert þú í HA? :P En alltaf gaman að svona undarlegum staðreyndum,

eyrunl wrote:hahaha þessvegna eru þau svona vitlaus ;) og sumir úrillir! en gullfiskar nota súrefni í gegnum tálknin?... s.s. að taka í gegnum vatnið...
Jább gullfiskar lifa ekki loftfirrt og tekur súrefni í gegnum tálknin :) en örverurnar sem að eru innan í honum gera það hinsvegar ekki(margar lifa loftfirrt), eins og þarmabakteríurnar okkar sem að lifa loftfirrt :P en ekki við :) Meiri segja loftfirrðar bakteríur í munninum á okkur :P ótrúlegt en satt þó að allt súrefni fari þar um, en þær lifa bara á milli tannanna í engu súrefni :)
200L Green terror búr
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Ég veit því miður ekki hvaða lífverur í gullfiskum það eru sem að framleiða etanólið :)
Og Sirius Black, ég er ekki í háskóla, ég er í FSH á náttúrufræðibraut :)
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Gabriel wrote:Ég veit því miður ekki hvaða lífverur í gullfiskum það eru sem að framleiða etanólið :)
Og Sirius Black, ég er ekki í háskóla, ég er í FSH á náttúrufræðibraut :)
Hehe ok :P fannst þú nefnilega vera yngri og fannst skrítið ef að þú værir í Háskóla :P en ákvað að spyrja samt :)
200L Green terror búr
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Okei, ég hélt samt að þú værir bara einu ári eldri en ég :) Hvað ertu gömul?
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

einhverstaðar í heiminum geturu fengið kokteil á bar með gullfisk í .. þarna kemur skýringin á því af hverju hann er hafður í... stútfullur af áfengi litla skinnið.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Gabriel wrote:Okei, ég hélt samt að þú værir bara einu ári eldri en ég :) Hvað ertu gömul?
19 :) (88 módel) var bara 2 ár í framhaldsskóla, fór í Menntaskólann Hraðbraut nefnilega, hefði getað verið á 2. ári í HÍ en tók mér frí :P og er bara á fyrsta.
200L Green terror búr
Post Reply