Andri Pogo - hin búrin mín

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Svaka fjöldi úff
En við vitum nú sennilega hvar þetta endar :roll:
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

:)

annars finnst mér samkomulagið hjá salamöndrunni með rósabarbana fyndið.
Þeir voru fyrst 13, fækkaði um einn fyrstu nóttina, einn til viðbótar næstu nótt eftir það og nú síðast í nótt um einn enn. Hún hefur greinilega ákveðið að fá sér bara einn á dag svo þeir endist sem best :P
-Andri
695-4495

Image
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

smá slæmar fréttir.. báðir acei-arnir voru orðnir eitthvað veikir..voru farnir að hegða sér óeðlilega-skjótast fram og til baka og uppí lok..
Hreistrið var farið að standa út og þeir voru orðnir flekkóttir..
við vorum að velta því fyrir okkur hvað við ættum að gera..vildum ekki taka áhættu með hina fiskana þar sem þessir voru orðnir augljóslega mikið veikir..
þannig að það var sett vatn í poka og þeir í pokann og inní frysti :cry:
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

æjj en ömurlegt, samhryggist ykkur innilega!! :cry:
endalaust svekkjandi þegar svona gerist fyrir svo sjaldgæf dýr.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þú ert kannski aðeins að misskilja Brynja, acei malawi sikliðurnar dóu. Geri ráð fyrir að þú hafir skilið þetta sem Hujeturnar fyrst þú talar um sjaldgæf dýr :)

búinn að setja mynd i Dauða fiska þráðinn :rosabros:
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

játs vá.... hjúkk!
En leiðinlegt samt!
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Það komu annars tveir í staðinn í dag þannig þetta jafnast út :)
fékk flottan Demansoni í Fiskabur.is og greip með einn Labeotropheus trewavasae, að ég held. Hann var eitthvað að sýna sig í búðinni og eg tók hann því hann er svo rosalega fallega ljótur.

Ég hélt reyndar að Demansoni væri hængur, og held enn... en þegar hann fór í búrið hófst heljarinnar eltingarleikur, Afra hai reef hængur varð alveg vitlaus og fór að hrista sig og sýna eins og brjálaður.

Svo fóru nýjar perur í rekkabúrin og það er allt annað.
Annars finnst mér malawi búrið rosalega óspennandi einsog það er, það mætti skipta um möl og gera eitthvað fínt í því.

Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hvað á að fara í rúmið?
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

Ásta wrote:Hvað á að fara í rúmið?
litlir naktir dvergar :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Inga Þóran wrote:
Ásta wrote:Hvað á að fara í rúmið?
litlir naktir dvergar :)
En hvað verður skemmtilegt hjá ykkur :D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Ásta wrote:Hvað á að fara í rúmið?
það er ekki alveg ákveðið, svolítið leiðinlegt þetta búr með dýpt en lengdin bætir það aðeins upp.
Byrjuðum með smáfiska og það var ekki að gera sig, gullfiskarnir eru hreinlega bara frekar leiðinlegir og maður nennir ekki að horfa mikið á þá.
ég hefði viljað fá t.d. eina litla/meðalstóra ameríska síkliðu í búrið.
En þar sem búrið er bara 20cm á dýptina má fiskurinn ekki vera það stór svo hann geti nú snúið sér greyið :)

Svo er mig farið að dauðlanga í Dovii allt í einu. Veit ekki alveg hvaðan það kom þar sem ég hef ekki haft nokkurn áhuga á síkliðum en þeir eru bara svo helvíti flottir. Bara verst hvað þeir verða stórir, kemst augljóslega ekki í rúmgaflinn en það væri séns að láta einn stækka í rekka í anddyrinu en þá þyrfti eg að fórna fiskum eða salamöndru úr einu búranna.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þó ég sé ekki gullfiskakona fannt mér voða flott að hafa þá þarna í rúminu.
Af hverju ekki bara Tanganyika síkliður, þær eru margar nettar.
Hlynur er t.d. að selja voða fínar og svo er ég með brikkapar til sölu :wink:
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég held ég skelli convictunum í rúmgaflinn, amk til að byrja með því litla convict burið þarf að víkja aðeins.

ætla að reyna að færa 720L búrið á morgun inn í stofu :sterkur:
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ekki eru hjól undir skápnum?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

onei ekki er það svo gott.
þarf að tæma allt vatn úr búrinu ef ég á að eiga möguleika á að færa það. keypti tvö 70L box undir fiskana meðan ég stend í þessu.
-Andri
695-4495

Image
big red
Posts: 29
Joined: 08 Feb 2008, 22:38

Post by big red »

ég mindi bara skella 200 hundruð Kardinala tetrum mindi virka sem krafíst lista verk
Því meira sem við lærum, þess betur skynjum við hversu lítið við vitum
big red
Posts: 29
Joined: 08 Feb 2008, 22:38

Post by big red »

stafa rugl .vona þetta hafi komist til skila
Því meira sem við lærum, þess betur skynjum við hversu lítið við vitum
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta verður feikna verk, gangi ykkur vel með þetta.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Jæja við Inga vorum aðeins að versla í búrin okkar...

ég þori nú varla að segja hvað ég keypti þannig ég byrja á Ingu :P

þennan hér, frekar druslulegur, kannski e-ð veikur?:
Image

þetta er hinn sem var fyrir:
Image

tvo Butt-kicker (Tilapia buttekoferi)
Image

Ótrúlega fallegir
Image
verður gaman að sjá hvernig þeim kemur saman við hina afríkanana.
annars hvíslaði lítill fugl að mér að inga væri að íhuga stærra búr fyrir sig þannig að þetta er ekki alslæmt.

en já ég var búinn að vera að slefa yfir Dovii krílum sem voru þarna, ég fékk þá á svo góðum magnafslátt að ég tók þá alla 6 :? þeir búa með salamöndrunni og kemur í ljós hvernig það fer. Svo þarf ég greinilega að bæta við mig búrum þegar þeir stækka. Þetta var auðvitað ekkert nema tóm vitleysa hjá mér :ekkert:

Image

Image
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Flottir butt-fuc...meina kickerarnir. Nýustu rannsóknir þykja eimitt benda til þess að þeir séu sérlega hentugir í blönduð Malawi búr. :lol:
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Það fækkaði um einn Dovii fyrstu nóttina en hinir 5 hafa fengið að vera í friði, allir smáfiskar eru farnir úr búrinu þeirra en þeir fá að vera með salamöndrunni meðan þeir stækka meira.
Ég prófaði að skella þessum myndum inná Monsterfishkeppers og þar eru skiptar skoðanir hvort þetta séu Dovii eða Jaguar, en það ætti að koma í ljós fljótlega.

Image

Image

Image

Image

og smá video af þeim:
Image



Svo er hvíta convict parið sem ég lét í malawi búrið búið að hrygna undir dæluna og eru dugleg að reka hina frá.

Image

Image

video af kerlunni að líma hrognin:
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Veit fólk um einhverjar fleiri Amphuima salamöndrur í heimahúsum?
Það eru tvær í fiskó og hafa verið þar lengi en fyrir utan þær hefur maður ekkert heyrt neitt af þeim. Ég var bara að velta því fyrir mér hvort einhverjir aðrir ættu svona kvikindi.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég sá þessar í fiskó um daginn :D Rosa flottar.
Ekki veit ég um neinn annan en þig en það gæti breist einhverntíman þökk sé mér(þetta eru geðveikt flottar salamöndrur :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Síkliðan wrote:Ég sá þessar í fiskó um daginn :D Rosa flottar.
Ekki veit ég um neinn annan en þig en það gæti breist einhverntíman þökk sé mér(þetta eru geðveikt flottar salamöndrur :D
Já, þú getur skellt nokkrum í 400 lítra búrið margumtalaða, með hinum 100 fiskunum :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hahaha voða fyndið :P
Fiskunum mun fækka með tímanum þegar þeir stækka :) :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Það voru að bætast aðeins við í búrin...

Íslenskur áll, fór í efsta búrið:
Image

Dovii að skoða kvikindið:
Image

Fiðrildafiskur, líka í efsta búrið. Ég var búinn að ákveða að fá mér svona í efsta búrið. Skemmtilegara að horfa upp undir þá.
Image

Og þessi stóri flotti Crabro karl fór í Malawi búrið, hann kemur frá bróðir mínum en hann var farinn að vera eitthvað leiðinlegur við búrfélaga sína þar. Flott lögunin á honum:
Image

Svo fór albinoa froskagrey til salamöndrunnar, fékk hann gefins, var aðeins gallaður greyið og bjóst ég við að hann færi í fóður mjög fljótt...
Salamandran tók sinn tíma í þetta, greip hann þrisvar í kjaftinn áður en hann drap froskinn svo.
Þetta varð ansi brutal í lokin, salamandran klippti magann opinn og innyflin lágu úti á greyinu. Svo toppaði hún þetta með því að éta hann ekki. Þetta verður ekki reynt aftur hér á bæ :?
Held að ég sleppi því að koma með myndir af slátruninni.
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er að verða eins og hjá honum Jakob. :D
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Passaðu að hafa enga rifu hjá fiðrildafiskunum, þeir eru ótrúlega seigir að sleppa og komast bara ansi langt.
En þeir eru flottir í svona háum búrum.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já ég er með glerplötur yfir öllum búrunum, en teipaði sérstaklega vel meðfram öllum brúnum á efsta búrinu. Það var helst uppá álinn að gera en hann er svo lítill og mjór. Þetta er sá litli sem var í hákarlabúrinu í Fiskabur.is.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þetta er að verða eins og hjá honum Jakob.
Ertu að tala um að það sé eitthvað slæmt :)
Svona for your information þá er ég með mjög fáa fiska
Ég vil biðja fólk um að hætta að halda því fram að búrið mitt sé eitthvað offullt það eru aðeins 4 fiskar í 128l :?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply