Fiskar í 500

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Fiskar í 500

Post by Ásta »

Nú er ég alltaf að hugsa um hvað ég á að gera við 500 ltr. búrið og er frekar heit fyrir frontosum, (eins og mér þóttur þær ljótar fyrir stuttu síðan).
Var að velta fyrir mér hvað ég ætti þá að hafa margar og hvað gæti gengið með þeim?
Þarf að hafa eitthvað stórgrýti í búrinu fyrir þær?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Frontosur eru fremur rólegir fiskar og best að vera með aðra rólega fiska með þeim eins og td. calvus, flestar þessar hefðbundnu Tanganyika sikliður virðast einnig vera fínar sérstaklega með stærri frontosum og einnig ýmsar álnakörur.
Frontosur geta verið miklir grafarar og persónulega finnst mér fallegast að sjá stórt og stöðugt grjót í frontosa búrum.
Í 500 l búri held ég að 4-6 fullvaxnar frontosur væru málið ásamt einhverju af minni fiskum.

Gilmore getur kanski frætt okkur betur um frontosur enda með alveg gullfallegt frontosubúr.

Image
Image
Svipur með þessum tveim ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Haha, gætu verið skyldir.

Það eru til a.m.k. 2 stofnar af frontosum, annar frá Burundi sem er talsvert dekkri og hinn er frá Congo.
Ég er samt mjög áákveðin hvað ég geri.
Post Reply