PVC rör

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

PVC rör

Post by Sven »

Hvar er best að fá PVC rör, upp á verð og úrval að gera?
Ég þarf að smíða hólk til að tengja á slönguna út úr tunnudælunni, er annars ekki hægt að fá einhverja fittings sem væri hægt að koma inn í 12/16mm slöngu.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég versla allt mitt PVC föndur dót hjá vatnsvirkjanum, lang mesta úrvalið að finna þar

Ertu að tala um eitthvað eins og slöngustút sem slangan er sett upp á og síðan fest með hosuklemmu eða einhverju álíka ?

Þá er það allavegana til í vatnsvirkjanum, fékk mína þaðan
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Þá bara vatnsvirkinn í ármúla?
Já bara stút sem passar á eheim 12/16mm slöngu sem er hægt að tengja með einhverjum millistykkjum upp á ca. 2" PVC rör
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vatnsvirkinn er líka í Kópavogi og Hafnarfirði, búðin í hafnarfirði er þægilegust, þar getur maður labbað um og skoðað draslið og fundið það sem vantar en þarf ekki að lýsa þessu fyrir afgreiðslumanninum.

Hvað ertu að reyna að berja saman Sven ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Maður röltir um í hinum búðunum svosem líka, þær eru alveg opnar.

Búðin í ármúlanum finnst mér ekki hafa jafn gott úrval af pvc og þessi í kópavogi. Þekki ekki þessa í hafnarfirðinum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er svo langt síðan ég fór í Ármúlan og þegar ég fór síðast í
kópavog þá var ekki hægt að rölta um.
Aðalkosturinn við búðina í Hafnarfirði er svo að hún er í næstu götu við Fiskabur.is. :wink:

Er þetta ekki svona efni sem þú ert að hugsa um Sven ?
Image
Image
Ég mæli með þessu, gott að vinna það og hægt að mixa hvað sem er saman.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

flott mál, smelli mér í hafnarfjörðinn einmitt eitthvað svona sem ég er að leira að. Þarf að mixa nýjan reactor til að leysa upp CO2 í búrið, hann þarf að vera aðeins stærri og breyttur.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Hvernig er með límið á þetta, ég fattaði það bara núna, eftir að ég er búinn að smíða allt unittið að þetta er náttúrulega bara límt saman með einhverju þvílíkt toxic PVC lími. En er þetta ekki alveg safe þegar það er orðið fullþornað?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Jú jú alveg save. Ertu búinn að líma ? Passaðu að límið festist strax þannig það gefur engan kost á mistökum.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

jebbs, varð var við það, var lika kominn i netta vímu eftir allar límingarnar.
Post Reply