Að fá Ancistrur til að hrygna?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
barri
Posts: 91
Joined: 07 Jan 2007, 15:10
Location: Þorlákshöfn

Að fá Ancistrur til að hrygna?

Post by barri »

Góðann daginn.
Mjög langt síðan maður hefur átt leið hér um en mig langar að vita hvort þið hafið einhver ráð með það hvernig maður eykur frjósemina hjá Ancistrum?
Er buinn að vera með sömu fiskana í búrinu í allavega 3 ár og fyrsta árið eða svo voru þeir nokkuð duglegir að hrygna en það er orðið alllangt síðan þeir hafa reynt. Hef verið að fá hjá félaga mínum eina og eina til að bæta í búrið en þær hafa ekkert hjálpað til.
Ég er ekki að staðaldri að gefa fóður fyrir botnfiskana heldur eru þær duglegar að halda búrinu hreinu en annaðslagið gef ég töflur sem sökkva og einstaka sinnum gúrku.
Eru einhver vatnsskilyrði betri en önnur eða hjálpar að gefa fóður ætlað botnfiskum á hverjum degi til dæmis?
Það vantar ekki staði fyrir þær til að hrygna á það er hellir og einhverskonar höll og einnig blómapottur sem þær voru að athafna sig í þegar þær voru að hrygna á annað borð.
Þetta eru amk. 4 karlar og amk 1 kella fullvaxin og svo er eitthvað svipað af minni fiskum ca.4-5cm sem annaðhvort eru ekki orðin kynþroska eða allt kellur.
Mbk. Kjartan
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Að fá Ancistrur til að hrygna?

Post by Vargur »

Þú gætir prófað vatnskipti og hækka svo hitan á næstu dögum um 2-3 gráður.
barri
Posts: 91
Joined: 07 Jan 2007, 15:10
Location: Þorlákshöfn

Re: Að fá Ancistrur til að hrygna?

Post by barri »

Já ætla að prófa það hef ekki verið með hitara í búrinu hitinn er þetta 24-25°c. Það rifjast upp fyrir mér þegar þú nefnir þetta að líklega var ég með hitara þarna í upphafi en tók hann úr þegar að það bilaði hitari hjá félaga mínum og það soðnuðu discusar fyrir á annað hundruð þúsund.
Post Reply