Grænir þörungar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Zedda
Posts: 39
Joined: 29 Mar 2008, 22:59

Grænir þörungar

Post by Zedda »

Við bættum nýlega í búrið flotplöntu og vorum komin með gróðurperu, en núna er botninn á búrinnu smátt og smátt að verða bara grænn.
Ég var bara að lesa það núna að við ættum bara að hafa kveikt á perunni í 12 tíma á sólahring og munum gera það, en hvernig er það, eru þessir grænu þörungar eitthvað hættulegir?

Ryksugurnar eru duglegar að þrífa stærri steinanna og skrautið í búrinu, en mölin á botninum er búin að breyta um lit.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Grænir þörungar

Post by Andri Pogo »

Var ljósatíminn s.s. yfir 12 tíma þegar þetta byrjaði að koma?
Ef svo er, myndi ég ryksuga botninn vel í næstu vatnsskiptum og sjá hvort þetta komi aftur.
Ef þetta kemur aftur, prófa þá að minnka ljósatímann niður í 8 tíma.
-Andri
695-4495

Image
Zedda
Posts: 39
Joined: 29 Mar 2008, 22:59

Re: Grænir þörungar

Post by Zedda »

Við vorum soddan kjánar og föttuðum ekki að það þyrfti einhverntíman að slökkva ljósið :oops: þannig það var bara kveikt á því allan sólahringinn. Vissum bara ekki að það ætti ekki að vera þannig.

En núna verður bara kveikt á því 8 klst á dag í bili :)
Post Reply