Gaddafi læknaður af swimbladder

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Gaddafi læknaður af swimbladder

Post by jonsighvatsson »

Image


Þetta er gaddafi ,(feiti fiskurinn)

Vildi deila með ykkur smá reynslu. Þetta byrjaði fyrir viku síðan . Gaddafi var kominn með swimbladder vesen og réð ekkert við sig og flaut bara um , og á degi tvö var hann farinn að vera með blóðrauðan hala og kominn með einhverskonar bubble eye, og leit tjónaður út, þá tek ég uppá því að setja hann í 25 lítra tunnu með vatni úr fiskabúrinu og lyfja hann upp með tetra general tonic, auk þess fóðraði ég hann með grænum ora baunum og spergilkáli. Og viti menn svimmbladderinn fer að lagast , þannig að hann flaut ekki um lengur . Samt á degi þrjú þá er hann ennþá í vandamálum með að halda sér láréttum og hann virðist kominn með hrikalega blóðsýkingu,(septicemia) grey fiskurinn er allur blóð runninn litlar æðar útum allt eld rauðar og bubble eye´ið er allsráðandi :( og á degi 3 og 4 er ég farinn að sættast við að 4-5 ára fiskurinn minn sé að fara deyja. Þannig að ég set hann í stóra búrið aftur af einhverri ástæðu , þar sem ég hélt að þetta væri ekki smitandi svona blóðsýking.

En svo á einhverjum tímapunkti þá er ég að éta ólívur :) og hugsa með mér að fyrst ég hef aldrei verið veikur eftir að fór að éta þær reglulega , af hverju ekki prufa gefa honum ? Og trúi því menn kallinn (gaddafi) fer að hressast á mjög góðum hraða, og í gær er hann orðinn 90% normal. bubble eye´ið er horfið og blóðsýkingin er horfin eins og dögg fyrir sólu !

Ég veit að ég hefði átt að taka myndir daglega og svona , en ég bjóst ekki við að hann mundi lifa. Og basicly það hvað hann fór að hressast hratt eftir að hann fékk ólvíur (grænar). Vildi bara deila þessu með ykkur .
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Re: Gaddafi læknaður af swimbladder

Post by jonsighvatsson »

Er að pæla , hvað eru fiskar lengi að jafna sig eftir svona áföll ? þegar hann sefur þá hallar hausinn á honum upp um svona 40gráður . Svo þegar ég skipti um vatn um dagin þá faldi hann sig undir laufblöðum í þrjá daga, þó með bakuggan sperrtan upp eins og honum liði vel.

Svo finnst mér hann vera pinku lazy þótt vatnið í búrinu ætti að vera perfect. ég mældi það no2=0 og no3=ca.2ppm

pæla kh er bara 3 og gh er bara næstum núll :(
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Gaddafi læknaður af swimbladder

Post by Elma »

Venjulega fá fiskar pop eye af því að vatnsgæðin eru
léleg og út af bakteríusýkingum. ( fiskarnir eru viðkvæmari fyrir pop eye ef vatnsgæðin eru slæm)
og hitt einkennið þetta með blóðið út af einhverjum snýkudýrum.
EN það er gott að hann náði sér!! :góður:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Re: Gaddafi læknaður af swimbladder

Post by jonsighvatsson »

Þetta var ekki beint pop-eye , þetta var meira eins og augun sykkju inn.. frekar creepy. Og hitt vesenið var eins og það væru blóðflekkir inní sporðinum á honum
Post Reply