Nýr á spjallinu - að leita upplýsinga

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
xiberius
Posts: 7
Joined: 25 Feb 2013, 14:49

Nýr á spjallinu - að leita upplýsinga

Post by xiberius »

Sæl öll!

Ég átti afmæli um daginn og unnustan vill gefa mér fisk í afmælisgjöf en það hefur lengi verið draumur að eiga búr. Í framhaldinu er ég búinn að vera að skoða þetta af mun meiri alvöru, og er búinn að komast að eftirfarandi niðurstöðum:

1) Ég vil eins stórt búr og mögulegt er innan fjárhagsins
2) Mig langar ekki í gullfiska, heldur fá mér hitara strax
3) Ég vil hafa plöntur (og helst nóg af þeim) en þekki minna en ekkert á það.

Það sem mig vantar aðstoð með er eiginlega að velja. Hvað er maður t.d. lengi sáttur með 54-63L búr, og hvar er maður líklegur til að fá bestu kjörin á svoleiðis? Er þetta annars ekki hentug stærð til að byrja á? Ef ég er að velta fyrir mér að eyða svona 30 þús. í startið, hef ég yfir höfuð tök á því að fara í eitthvað stærra?
Ég hef t.d. aðeins verið að skoða þetta á netinu;
http://www.gaeludyr.is/fiskabur-og-skap ... d-600.html
http://www.fisko.is/index.php?route=pro ... uct_id=127

Hvaða fiska er sniðugt fyrir byrjenda að velja í þessa stærð af búri? Ég er að leita eftir einhverju sem er ekki líklegt til að deyja í hrönnum sökum reynsluleysis, með sæmilegt hlutfall á milli fjölda fiska sem rúmast í búrinu og stærðar (ekki of litla eða fáa) og þeir verða eigilega að vera dáldið litríkir. Ég er búinn að vera að skoða http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... lokkar.htm aðeins og dettur helst í hug "Danio", eru fleiri sem passa eða jafnvel með þeim?

Hvernig er best að velja plöntur? Mig langar dáldið að vera með svona rót í búrinu, er hægt að láta einhverjar plöntur vaxa á þeim? Hvernig er með steina sem maður finnur úti í náttúrunni, er hægt að setja þá í búrið og hvaða prósess þurfa þeir þá að fara í gegnum?

Hlakka til að heyra hugmyndir ykkar um þetta!

Kv.
Jónatan
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Nýr á spjallinu - að leita upplýsinga

Post by keli »

Ef þú finnur þér notað búr þá geturðu fengið vel fyrir peninginn - 30þús gæti alveg dugað í 100-200 lítra með dælum o.s.frv. ef þú kaupir notað. Ég mæli með eins stóru búri og þú kemur fyrir og hefur efni á. 100 lítrar væru held ég frekar hentug stærð. Passa bara að hlaða ekki of mikið af fiskum í búrið, þá verður allt viðhald svo miklu auðveldara og mikið líklegra að þér gangi vel með þetta. Það er ekkert gaman að eiga fiskabúr ef maður er með of mikið af fiskum og þeir drepast í hrönnum. Svo getur maður aukið við fiskana ef manni langar þegar maður er búinn að næla sér í smá reynslu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply