Ancistra_hegðun

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Bryndís
Posts: 31
Joined: 26 Dec 2012, 15:55

Ancistra_hegðun

Post by Bryndís »

Hæ hæ og takk fyrir frábært spjall.

Ég er með 54.L búr sem í búa 3 mollar, 1 sverðdragi, 8 neontetrur, 1 dvergfroskur og ein ancistra. Ancistran var nú frekar róleg fyrst eftir að við fengum hana en undanfarið er ansi mikill hamagangur í henni. Hún ryður mölinni til og frá, grefur holur og það er nýtt landslag í búrinu á hverjum morgni .-) Það er svo mikill hamagangur að fjölskyldumeðlimir vakna stundum við hana á nóttinni. Svo er hún hin spakasta þess á milli.
þar sem ég þekki þessa tegund lítið langar mig að forvitnast hvort þetta sé eðlileg hegðun hjá þessari tegund?

Búrið er í fínu standi, öllum íbúum virðist líða vel og eru sprækir.
30% vatnsskipti með slöngu og sogið úr botninum á ca.10 daga fresti. Hún fær botntöflu á 3-4 daga fresti auk þess sem við gefum flögufóður daglega í búrið.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: Ancistra_hegðun

Post by ulli »

Ertu með eitthvað sem hún getur falið sig undir?
Getur verið að hún sé að reyna að fela sig með þessum mokstri sínum.
Bryndís
Posts: 31
Joined: 26 Dec 2012, 15:55

Re: Ancistra_hegðun

Post by Bryndís »

Já, við erum með lítinn "helli" sem hún var mikið inni í fyrst en núna grefur hún sig stundum hálfa á kaf blessunin .-)
Pjesapjes
Posts: 118
Joined: 30 Dec 2008, 14:40

Re: Ancistra_hegðun

Post by Pjesapjes »

Þetta er alveg eðlileg hegðun hjá ancistrus :) ef þær eru ekki sáttar með hvar "kúri" staðurinn þeirra er þá róta þær sandinum og búa til nýjar holur undir öllu mögulegu. Ef þeim finnast þessir hellar sem við sköffum þeim ekki nógu öryggir þá gera þær þetta.

njóttu þess bara að hafa smá "land/vatnslags" arkitekt í búrinu þínu ;)
Kv. Pjesi
___________
180L Juwel
4x 105L rekkabúr
63L ancistru ríðubúr og seiðabúr
54L Juwel óselt
20L í útláni
13L búr
Bryndís
Posts: 31
Joined: 26 Dec 2012, 15:55

Re: Ancistra_hegðun

Post by Bryndís »

Takk kærlega fyrir þetta. Já, við verðum sennilega bara að venjast þessum tilfæringum hennar :-)
Post Reply