Nýtt Vatnskipti kerfi 15.3.08

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Nýtt Vatnskipti kerfi 15.3.08

Post by Squinchy »

Hérna er nýa útfærslan af VS-Kerfinu sem er ótrúlega einföld og fljótvirk í notkun

Búrið sem þetta kerfi er notað á er 170 Lítra og tók 45% tæming á búrinu 9.45 Mínútur og 4.14 mínútur að fylla það sem gerir heildar tímann 15 mínútur :)

Nýtt tengi var sett í staðin fyrir það gamla
Image
Image
Image
Það eina sem þarf að gera til að byrja vatnskiptin er að koma slöngunni fyrir á hraðtengið og hinn endann í næsta niðurfall sem er fyrir neðan vatnshæð búrsins og opna fyrir kúlulokan
Image
Ný hugmynd af rist er líka komið í kerfið og ber minna á þessu heldur en því gamla
Image

Myndir af gamla kerfinu
Image
ImageImage
ImageImage
ImageImage
Last edited by Squinchy on 15 Mar 2008, 18:19, edited 4 times in total.
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Benzmann
Posts: 63
Joined: 20 Aug 2007, 22:39
Location: Reykjavik , Iceland

Post by Benzmann »

snild :D
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

fyrir mjög lata er ekki hægt að skélla bara hraðteingi aftan á búrið kostar nú ekki mikið :?:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég myndi frekar kjósa að hafa yfirfall á í ræsið og síðan láta bara renna hægt og rólega í búrið 24/7 :)

Hraðtengi ? þetta sem er á pressum og þannig vélum ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

ney bara svona fyrir garðslaungur
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er líka algjör snilld uppá að þetta truflar fiskana heldur ekkert.. bara alltíeinu minnkar vatnið og svo er það komið aftur :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já akkurat og síðan þarf maður heldur ekkert að fikta í lokinu :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

nice
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Þetta er algjör snilld. Ég þarf að smíða svona kerfi þegar ég fæ mér stærra búr.
ZX-6RR
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Ég skellti mér í Vatnsvirkjann í gær og verslaði efni í svona kerfi fyrir bæði 400L búrið og svo 110L. Er búin að koma þessu upp og er í þessum töluðu orðum að skipta um vatn í búrunum, og ég segi bara þvílíkur munur, þetta er klárlega málið.

Frábær hugmynd Squinchy, :góður: :góður:
ZX-6RR
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Haha já ég fékk að frétta það frá Gumma félaga mínum sem afgreiddi þig :lol: en já þetta er alveg þvílíkt þæginnlegt og einnfalt í notkun :)

Er kominn með nýa útgáfu af þessum búnaði, kem með update vonandi á morgun :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Nýtt kerfi komið :) Hverjum langar í ? :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Myndir :mynd:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Myndirnar eru efst á síðunni :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

joke :oops:
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Post by Birgir Örn »

ég á pott þétt eftir að smíða mér svona þegar 360l búrið fer upp
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Flott mál :góður: þetta er alveg Must Have á stórum búrum

Nema kanski fyrir þá sem hafa Bakverkja Fetish :lol:
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Squinchy wrote:Flott mál :góður: þetta er alveg Must Have á stórum búrum

Nema kanski fyrir þá sem hafa Bakverkja Fetish :lol:
Ekki fæ ég neinn bakverk þó ég noti bara slönguna. :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Eini gallinn við þetta er að maður þyrfti alveg massa svera slöngu til þess að geta skipt um vatn á skikkanlegum tíma... þyngdaraflið er ekki alveg nógu duglegt þegar vatnið þarf að ferðast kannski 10 metra ofaní niðurfall, og fallið er ekki nema kannski 1 metri.

Ég nota python eins og er, sem er litlu flóknara en þetta og þar sem það sýgur aðeins, þá er ég fljótari að taka 50% úr búrinu en með þyngdaraflinu og sömu slöngu...

Góð pæling samt, bara ekki nógu fljótleg fyrir minn smekk :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Herra Plexý
Posts: 208
Joined: 11 Jan 2007, 13:17
Location: Vogar.
Contact:

Post by Herra Plexý »

Iss ég er nú bara með sírensli. :veifa:
Svo mikið til að gera, svo lítill tími.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Slöngu+powerhead aðferðin er mjög góð og notaði ég hana lengi en þetta er bara svo langt um betra og minna vesen finnst mér, truflar líka fiskana minna

Finnst þetta líka einhvernveginn minna vesen bara

Gerði VS mín svona áður fyr með Slöngu +PowerHead
#1 Opna lokið
#2 setja hinn enda slöngunar í niðurfall
#3 setja powerHeadinn á slönguna svo ofan í búrið og síðan í gang
#4 Fylgjast með búrinu svo að ekki of mikið vatn tæmist úr því
#5 Taka PH úr sambandi
#6 tengja hinn slöngu endann við blöndunar tæki og fylla búrið
#7 Ná í fötu eða handklæði til að hafa undir PH svo ekki leki af honum niður á golfið
#8 Ganga frá slöngunni
#9 Loka búrinu

en núna
#1 tengja
#2 setja hinn enda slöngunar í niðurfall
#3 Opna ventilinn
#4 Fara á fiskaspjall.is og blaðra við fólkið á meðan búrið tæmir sig niður að vissri hæð sem er stjórnað af lengd rörinu ofan í búrinu
#5 tengja hinn slöngu endann við blöndunar tæki og fylla búrið
#6 Loka ventlinum
#7 Aftengja hraðtengið og ganga frá slöngunni

Síðan kostar líka powerhead slatta bara til þess að nota hann í 1 hlut einu sinni í viku, fékk minn sem betur fer gefins :D


Mældi slönguna mína núna rétt áðan svona til gamans og hún er 10.2 Metrar og fallhæðin milli búrsins og niðurfallsins hjá 600 lítra búrinu mínu er 1.23 Meter

Tek tímann á því búri næsta fimmtudag :)

Sírennsli er náttúrilega bara toppurinn :D væri með þannig ef það myndi passa við uppsetningu íbúðarinnar :P

Mátt endilega koma með þráð með myndum um sí rennslis kerfið þitt (þ.a.s. ef það er ekki þegar til þráður um það ? :shock: )
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Tók tímann á 600 lítra búrinu mínu, tók úr því 210 lítra á 39 mínútum með 16mm slöngu :) væri gaman að sjá tíma muninn með 22mm slöngu :) þar sem kerfið á því búri býður upp á það
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

squinchy þú ert snilingur!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Squinchy wrote:Tók tímann á 600 lítra búrinu mínu, tók úr því 210 lítra á 39 mínútum með 16mm slöngu :) væri gaman að sjá tíma muninn með 22mm slöngu :) þar sem kerfið á því búri býður upp á það
Það er svosem ekkert hræðilegt... ég var í rúmlega 25mín að taka 250l með python.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

:five: :rosabros:
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Squinchy wrote::five: :rosabros:
:D ÉG VANN KEPPNINA Í AÐ VERA FLJÓTARI EN ÞYNGDARAFLIÐ!!





..Og keppnina í að sóa sem mestu vatni á meðan vatnsskiptum stendur
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hehehe Til hamingju kappi ;)

Sem betur fer er kalda vatnið ekki ennþá dýrt :D

Var að spá í að bæta svolitlu við búnaðinn :D svo það sé hægt að tengja botnryksugu við rörið sem er í búrinu, og nota þá einhverskonar sveigjanlegan barka eins og aftan á þvottavélum :)

crazy or brilliant ? :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Squinchy wrote: crazy or brilliant ? :D
Það er oft stutt á milli. :D

Annars er spurning um það að setja upp keppni í því hver er fljótastur að skipta um vatn.

Annasr er smá þversögn í því að vera að eyða öllum þessum tíma í að vera sem fljótastur að skipta um vatn. :D
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hehe já það er reyndar mikið til í því :D

Lýst vel á þessa keppni, farinn að tengja tetra pond dæluna (7100L/h) við svera slöngu ;) (Djók)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Post by Birgir Örn »

Spurning um að kíkja út í aðstöðu hjá pappa og sækja 3fasa grunndælu með 150mm slöngu

Annars væri ekki lítið mál að setja einhverja inline dælu aukalega á þetta kerfi eins og t.d. þessar sem maður tengjir borvél upp á það er kanski bara of mikið vesen fyrir auka 10 - 15 mín
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
Post Reply