Mikil frjósemi

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
ragz
Posts: 84
Joined: 16 Oct 2006, 15:18

Mikil frjósemi

Post by ragz »

Það ríkir greinilega mikil ást í búrinu hjá okkur því 2 kerlingar eru nú komnar með upp í sig og búrið einungis nokkurra vikna gamalt! :D

Ein Yellow lab kerling er núna með stútfullan kjaft og síðan er Demasoni kerla líka með eitthvað, held samt ekki mikið því hún er svo lítil ennþá.

Hvað mæla menn með að gera til þess að fá sem mest út úr hrygningu, taka kerlurnar núna og setja í annað búr eða þangað til eggin klekjast og strippa kerlurnar síðan? .... Úff það á eftir að vera alveg hell að reyna að veiða þær, þarf örugglega að rífa allt búrið í sundur :roll:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér þykir best að hafa þær bara í búrinu þangað til tími er kominn á að strippa þær, kippa þeim þá upp úr og strippa.
Það er gott að gera þetta samhliða vatnsskiptum, það er mun auðveldara að týna grjótið úr búrinu og ná kerlingunum ef búrið er bara hálffullt.

Strippmyndir.
Image
Image
Image
Image
ragz
Posts: 84
Joined: 16 Oct 2006, 15:18

Post by ragz »

Já það er svoldið sniðugt að gera það við vatnaskipti afhverju datt mér það ekki í hug... hvað er góður tími til að strippa þær? eftir 3 vikur?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

2-3 vikur, fer aðeins eftir tegundum. Ég miða yfirleitt við 17-19 daga.
ragz
Posts: 84
Joined: 16 Oct 2006, 15:18

Post by ragz »

Jæja þá er ég búinn að strippa hrygnurnar.. fór allt vel aðeins eitt seyði sem lifði það ekki af. Það komu 18 seyði undan Yellow lab hrygnunni og 8 undan Demasoni.

Er bara nokkuð ánægður með það því hrygnurnar eru ennþá svo litlar :P
ragz
Posts: 84
Joined: 16 Oct 2006, 15:18

Post by ragz »

Hvað hafa menn verið að gefa svona litlum seyðum að éta? Á maður að gefa þeim artemíu eða baby brine shrimp eða er bara nóg að gefa þeim muldar flögur?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er búinn að prófa margt í seyða fóðrinu og sé lítinn mun á seyðunum eftir fóðri, artemían er alger snilld fyrstu dagana en fínmulið fóður oft á dag er alveg í fínu lagi.
EF þú vilt að þau stækki hratt þá hefur þú hitann 25-28° og fóðrar lítið en oft á dag og skiptir um vatn á 2 daga fresti (ca 50%).
Í hvernig búri eru seyðin núna ?
ragz
Posts: 84
Joined: 16 Oct 2006, 15:18

Post by ragz »

Þau eru í litlu plasbúri sem fylgdi með stórabúrinu... algert bráðabirgðabúr samt, er að reyna að hagræða heima og finna pláss fyrir meiri búr hehe.. Hitinn er í 27° og ég er búinn að vera að gefa þeim muldar flögur bara. Er að spá í að prófa artemíuna bara, fæst hún í fiskabúr.is veistu það?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Alltaf hægt að finna pláss fyrir fiskabúr. :D

Ég held að artemían sé ekki til í fiskabur.is
Ef þú nennir að brugga artemíu þá er það frábært en ég gafst upp á því, ég gef bara sama fóður og hinir fiskarnir fá, fínmulið. Gef bara pínulítið oft á dag og hreinsa botninn daglega eða er með einn eplasnigil í því.

Seyðin geta svo farið ótrúlega fljótt í stóra búrið, jafnvel eftir 2-3 vikur.
ragz
Posts: 84
Joined: 16 Oct 2006, 15:18

Post by ragz »

Vá svona snemma? Eiga þau ekkert á hættu að verða étin af fullvöxnum fiskum eins og M. Estherae?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú eru yfirleitt fljót að átta sig, ef þau hafa einhverjar glufur til að fela sig í þá er þeim yfirleitt óhætt.
Ef ég set seyði með fullorðnu fiskunum, þá gef ég þeim fullorðnu áður þannig allir séu með fóður í kjaftinum þegar seyðin koma ofan í búrið, ef seyðin sleppa fyrstu 5 mínúturnar þá er þeim yfirleitt óhætt.

Ef þú hefur pláss er auðvitað betra að hafa þau sér í lengri tíma, td 1-2 mánuði.
Last edited by Vargur on 21 Nov 2006, 16:22, edited 1 time in total.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég á artemíu ef þú vilt prófa að brugga. Sendu mér pm ef þú hefur áhuga.
Post Reply