Page 1 of 2

Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 03 Aug 2011, 20:36
by Toni
Gott kvöld.

Getið þið ekki aðeins hjálpað mér / sagt mér til... Málið er það að ég ætla mér að fara að skipta út ferskvatninu fyrir salt. Ég er með 400L Juwel búr, í því eru tvær t5 með speglum, er með innbyggðu dæluna sem fylgir búrinu og síðan eina Rena XP3 eða XP4 man ekki alveg hvort... einnig er ég með hitara fyrir búrið...

ég ætla að bæta við allavega tveim straumdælum.

Er ekki allt í góðu að starta búrinu á þessu með sandi og live rocki síðan fæ ég mér fiska eftir mánuð eða eitthvað ef allt er í góðu lagi. Ég er ekki að hugsa um kórala sem þurfa mikið ljós til að byrja með en ætla mér að bæta við LED ljósum seinna í lokið.

er ég alveg útá þekju að fara að starta búrinu á þessu ? endilega segið álit ykkar

ps veit alveg að ég þarf betri búnað seinna ;)

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 03 Aug 2011, 20:44
by Squinchy
Hljómar vel, myndi bæta við eitthvað af fiskum líka til að byrja með svo að búrið fari fyr í gang og fylgjast vel með vatns mælingum, svo bara að fá sér góðan skimmer þá ertu í góðum málum :)

Svampar í dælum geta oft gert verri hluti heldur en góða í saltvatninu og getur verið betra að nýta Xp3/4 dæluna fyrir vatnsflæði og hýsing fyrir Live rock brot

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 03 Aug 2011, 21:00
by Toni
Jamm hvaða fiska myndiru láta í búrið til að byrja með ? og hvenrær myndiru setja það í búrið ? og hvenær er eðlilegt að henda kröbbum og rækjum í það ? langar að hafa þessa sem flest öllum langa rí Nemo og dóru og svona ;) dóttir mín er búin að panta þá í búrið :)

ekki veist þú um einhvern sem er að hætta með búr og þarf að losa sig við eitthvað af svona stöffi ?

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 03 Aug 2011, 21:16
by Squinchy
Fiskaval er bara persónubundið, byrjunar fiskar eru oftast Yellow tail dampsel þar sem þeir eru mjög harðgerðir

Ætlar þú að nota sjó eða salt blöndu til að starta búrinu ?, þegar sjórinn/salt blandan er komin í búrið er gott að leyfa búrinu að hafa 24T til að jafna sig og fá hitann réttan, svo koma LR (live rock) og DR (dead rock) fyrir og nokkrum dögum seinna má fara setja fiska í búrið, krabbana og sniglana myndi ég bíða með þangað til að eitthvað æti fyrir þá er komið, sniglarnir taka þörung en krabbarnir fóður leifar og margt fleira

Svo eftir 2, 3 til 4 vikur með starter fiskinum myndi ég fara bæta við trúðunum og svo Tang eftir þeim, gott að notast við vatns testinn til að sjá hvort búið sé komið í gang

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 03 Aug 2011, 21:28
by Toni
Jamm þakka þér kærlega fyrir svörin... en aðalmunurinn á live rocki og dead rocki er það bara að dead rock er "dautt" live rock sem á eftir að fyllast af lífi ?

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 03 Aug 2011, 23:22
by Toni
Já gleymdi líka að svara sp. varðandi sjóinn... hvort mæliru með að sækja sjó í sjóinn eða blanda sér sjálfur... ég væri alveg til í að spara mér penging á því að kaupa salt til að byrja með allavega. en er mikið verra að sækja sjóinn ? hvert þá ?

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 03 Aug 2011, 23:48
by Squinchy
Já DR er grjót sem mun lifna við

Ég hef startað 3 búrum með sjó og gengið mjög vel, sparar helling í start kostnaði en fyrir 400 lítra gæti það tekið smá tíma og vinnu :P, helst ekki taka sjó nálægt báta umferð

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 03 Aug 2011, 23:55
by Toni
Já okey ég mun pottþétt gera það, þarf bara að redda mér nokkrum fötum/ílátum... einhverjar hugmyndir um góðan stað til að sækja ?

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 04 Aug 2011, 05:56
by Squinchy
Fer svolítið eftir því hvar þú átt heima hvert er best að fara

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 04 Aug 2011, 08:13
by Toni
Ég bý í kópavoginum... er einhver staður hér nálægt höfuðborgarsvæðinu sem fólk er að sækja sjó...

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 04 Aug 2011, 10:05
by keli
Bendi í að DR getur í raun verið hvaða grjót sem er, það fær í rauninni bara líf frá liverockinu sem í búrinu, það kviknar ekkert þar af sjálfu sér.

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 04 Aug 2011, 10:22
by ins19
Ég sæki alltaf sjó á Álftanesinu og það er allt iðandi af lífi í búrinu mínu

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 04 Aug 2011, 12:43
by Toni
okey kúl, ætli maður byrji ekki á því að ná sér í sjó. Ins19 ferðu á einhvern sérstakan stað þar ? sorry mikið spurninga flóð ;)

Getið þið bent mér á einhvern stað sem hægt er að fá ódýrar fötur / brúsa eða eitthvað til að flytja þetta.. helst ekki yfir 30L per ílát, þarf að fara með þetta uppá þriðju hæð.

kv Toni

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 04 Aug 2011, 13:02
by keli
Þú færð ódýrar fötur og brúsa í viðarsúlu - þeir eru heildverslun með fötur og svona dót, en selja alveg til einstaklinga í stykkjatali.

Eiga 10, 20l brúsa, 0.5, 1, 2, 5, 10, 20, 33 og 60 lítra fötur líka.

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 04 Aug 2011, 13:18
by Toni
okey kúl, tjékka á þeim

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 04 Aug 2011, 15:40
by ins19
Ég spurði nú alla hér á spjallinu þegar ég byrjaði með sjávarbúr. Ég reyni að setja mynd inn

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 04 Aug 2011, 15:46
by ins19
ég nota fjóra svona brúsa. Hver tekur 22 lítra minnir mig. Keypt á smá pening og búið að endast í hálft ár

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 04 Aug 2011, 17:29
by Toni
Snilld nú þarf ég bara að tæma búrið og fara að græja það fyrir sjóinn :)

Ein önnur sp. eruð þið að mála bakhliðina á búrinu ? langar að gera hana svarta. hvort mynduð þið mála hana eða kaupa plaggat í hana.

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 04 Aug 2011, 19:17
by pjakkur007
ég myndi ekki mála bakhliðina svarta!!! ég er með eitt búr svoleiðis hjá mér og svartiliturinn endurkastar engu ljósi inn í búrið heldur er eins og ljósið hverfi bara í hann:-( ef þú ert að spá í að mála bakhliðina myndi ég nota ljósbláann eða eitthvern annan lit með miklu af hvítu í,eg held að þú fáir miklu skemtilegri birtu inní búrið og mikið raunverulegra umhverfi fyrir fiskana, þar sem þessir fiskar lifa flestir á grunnum sjó er yfirleitt mikil birta í hringum þá

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 04 Aug 2011, 22:55
by Toni
Já okey langar svo að hafa dökkan bakgrunn.... æææ ég spái í þessu. en annað hvernig er það ég er með lok á juwel búrinu hjá mér.. er ekki í lagi að hafaþað lok á ? eða þarf ég að hafa búrið opið ?

ef svo er er það útaf hita frá ljósunum ?

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 04 Aug 2011, 23:10
by Squinchy
Þessu er ég ekki sammála, ég er með málað svart bakið hjá mér og myndi ekki vilja neinn annan lit, hef haft svartan lið á öllum 4 saltvatns búrunum mínum og það kemur mjög vel út

fyrir FOWLR (Fish Only With Live Rock) búr er juwel lokið alveg nóg en ef þú vilt fara út í kröfuharða kóralla sem vilja mikla lýsingu gætir þú þurft að breyta því örlítið, Ertu í vandræðum með að halda réttum hita á búrinu eins og það er núna ? ef ekki þá skiptir engu hvort þú setjir salt út í vatnið :)

Pjakkur ertu með dökkan sand ?

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 04 Aug 2011, 23:12
by Toni
já ég hef nefnilega séð á mörgum búrum svartan bakgrunn og finnst mér það persónulega flottara en það er mín skoðun, held að ég prufi það allavega til að byrja með... er einhver sérstök málning sem fólk er að kaupa í þessa hluti ?

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 05 Aug 2011, 21:02
by pjakkur007
Squinchy wrote: Pjakkur ertu með dökkan sand ?
Já ég er með nánast allveg svartan sand í botninum hjá mér en slatta af gróðri líka sem gefur smá byrtu yfir búrinu

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 08 Aug 2011, 22:01
by Squinchy
Ég nota bara sprey brúsa með svörtu lakki, og þríf glerið vel með spíra/acetone

Pjakkur: get vel trúað að svartur bakgrunnur og svartur sandur hafi gert búrið drungalegt en flestir velja ljósan kóral sand fyrir saltvatns búrin

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 11 Aug 2011, 13:19
by Toni
Mælið þið með einhvejrum sérstökum powerhead.. er að fara að panta mér af ebay...

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 11 Aug 2011, 19:37
by Squinchy
Hydor koralia og tunze hafa verið mjög vinsælir, sjálfur var ég að panta mér 2 frá aquael

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 11 Aug 2011, 21:21
by ulli
Ég hef áhveðið að skélla mér á Ecotech Vortech Dælur þegar að því kemur!
http://www.marinedepot.com/powerheads_p ... er-ap.html

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 11 Aug 2011, 22:34
by Squinchy
Já manni dreymir um 2 svoleiðis :)

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 11 Aug 2011, 23:16
by unnisiggi
geggjað töff græja

Re: Vantar smá aðstoð varðandi að starta 400L búri

Posted: 15 Aug 2011, 12:29
by Toni
Hvað segiði um tvo svona í búrið hjá mér ?
http://cgi.ebay.com/Wave-Maker-3000L-H- ... 523wt_1139

veit að þetta er ekki það dýrasta í bransanum en er þetta ekki fínt til að byrja með..