Gúmmíþéttingar og sogblöðkur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Gúmmíþéttingar og sogblöðkur

Post by Rodor »

Ég ákvað að stofna nýjan þráð í stað þess að skemma meira þennan þráð fyrir Vargi.

Í framhaldi af umræðum í þræði Vargs um smurningu á gúmmíþéttingum í dælum datt mér í hug hvort ekki væri ráð að setja sílikonúða á sogblöðkur. Ég hef oft lent í því að þær verða harðar og hætta að virka sem skyldi.
Hefur einhver reynslu af því hvernig hægt er að lengja líftíma sogblaðkanna?
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Gúmmíþéttingar og sogblöðkur

Post by prien »

Þegar sogblöðkur eru orðnar gamlar og byrjaðar að verða harðar, þá hef ég heyrt að þeim sé dýft í edik, sem þá væntanlega mýkir þær.
500l - 720l.
Post Reply