Dælur - fræðsla

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Dælur - fræðsla

Post by Vargur » 12 Feb 2011, 20:51

Ég setti upp nokkra punkta um dælur.
Bæti inn síðar fleiri týpum af hreinsibúnaði.

Hreinsidælur:
Kostir: Þægilegar, fer lítið fyrir.
Ókostir: Lítið filterefni, þarf að þrífa oft.

Hreinsidælur eru festar með sogskálum innan í búrið og eru hentugar í búr 30-160 lítra.
Margar þeirra geta dregið loft niður með úttakinu og þannig súrefnismettað fiskabúrið nokkuð vel.
Helstu kostir eru að þær eru einfaldar í notkun, það fer lítið fyrir þeim í búrinu og eru nokkuð hagkvæmar í innkaupum.
Ókostir eru helstir að í þeim er yfirleitt frekar lítið filterefni þannig náttúrulegt niðurbrot er ekki mikið, þær stíflast auðveldlega og þarf að þrífa oft.
Við kaup er ágætt að hafa í huga magn filterefnis og reyna að kaupa dælu sem er ráðlaögð fyrir stærra búr eða halda sig í neðri mörkum sem framleiðandi miðar við, td ef búrið er 60 lítra er mun betra að kaupa dælu sem er ráðlögð fyrir 60-90 l heldur en dælu sem ráðlögð fyrir 30-60 l.
Dælur sem seldar eru í verslunum hérlendis eru nokkuð góðar. Ég mæli sérstaklega með Eheim Aquaball hreinsidælunum en þær hafa að mínu mati alla kosti nema útlitið en enga ókosti nema hugsanlega verðið.

Image
Tetratec hreinsidælur

Image
Aquaball hreinsidælur


Loftdælur:
Kostir: Góð súrefnismettun fiskabúrs.
Ókostir: Hávaði, lítil hreinsun.

Loftdæla er utan við búrið og dælir lofti í búrið gegnum slöngu og loftstein. Sérstaklega hentugar í búr að 30 lítrum og seiðabúr ásamt því að vera fínasta viðbót með öðrum dælum í stærri búr.
Helstu kostir eru að loftdæla tryggir gott súrefnisflæði í búrinu sem stuðlar að góðu heilbrigði fiska.
Ókostir eru hávaði og titringshljóð frá dælu, lítil sjáanleg hreinsun nema með box/sponge filter (sjá síðar)
Við kaup: Dælur sem seldar eru í verslunum hérlendis eru almennt góðar. Best er að kaupa stærri dælu en minni þar sem stóru dælurnar eru oftast lágværri en þær minni.

Image
Tetratec loftdæla


Tunnudælur:
Kostir: Góð hreinsun, gott pláss fyrir filterfni.
Ókostir: Ef leki kemur eða dælan er rangt uppsett getur lekið á gólf.

Tunnudælur eru að jafnaði besti kosturinn í búr sem eru 160-1000 lítra.
Helstu kostir eru að einungis rörin sjást í búrinu enda er dælan vanalega staðsett í skáp undir búrinu, gott pláss fyrir filterefni og auðvelt að þrífa og þjónusta tunnudælur.
Ókostir eru lítlir sem engir nema um sé að ræða óvandaðar dælur, einna helst þarf að hafa áhyggjur af galla í dælu eða rangri uppsetningu en þá getur vatn lekið úr búrinu.
Við kaup: Tunnuælur sem seldar eru í verslunum hérlendis eru almennt góðar. Við kaup er best að hafa í huga magn filterefnis (stærð tunnu) og áreiðanleika. Framleiðendurnir Rena, Tetratec , Eheim og Fluval þykja almennt góðir og gott er að kaupa stærri tunnudælu en minni.

Image
Rena tunnudælur

thorirsavar
Posts: 126
Joined: 19 Jan 2010, 21:38
Location: Sandgerði/Reykjanesbær

Re: Dælur - fræðsla

Post by thorirsavar » 12 Feb 2011, 20:54

Mjög góð grein og sérstaklega góð lesning fyrir þá sem eru að fara fá sér sitt fyrsta búr. :góður:

User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Re: Dælur - fræðsla

Post by Rodor » 21 Feb 2011, 23:13

Viðhald á dæluþéttingum

Undanfarin tvö til þrjú ár hefur Rena Filstar XP3 tunnudælan mín lekið öðru hverju eftir hreinsun þannig að úr henni flóði út á gólf. Ég hef sloppið við tjón í öll skiptin fyrir utan smá bólgnun á skápnum sem dælan er í.
Ég fór í búðina þar sem ég keypti hana og ætlaði að kaupa ný þéttigúmmí sem eru í og við mótorhausinn, það var ekki alveg eins einfalt og ég bjóst við og þurfti sá sem var á vakt í búðinni fyrst að fá upplýsingar hjá mér hvar þessi þéttigúmmí væru og fara svo afsíðis að tala við einhvern sem hafði meiri þekkingu á þessu. Sem endaði svo á því, að mér var sagt að haft yrði samband við mig þegar sá með þekkinguna hefði tíma til að gramsa á lager eftir þessu.
Fór ég út með það og sæmilega sáttur við að ég fengi þessi gúmmí næstu daga.

Þar sem ég var svolítið óþolinmóður að bíða fór ég að gúggla um lekar Rena tunnur og rakst einhvers staðar á að hægt væri að bjarga sér með því að hressa uppá gúmmíþéttingarnar með vaselíni.
Ég byrja þá á því að leita að feiti í vinnunni, þar fann ég júgursmyrsl sem ég tók með mér, því ef beljurnar fá þetta á júgrin væru líkur á því fiskar þyldu að fá eitthvað af því í sig. Engin ilmefni virðast vera í júgursmyrslinu og því var ég enn öruggari á því að það væri í lagi.
Ég sá það fljótt að það var varla nóg að bera júgursmyrsl á. Ég hlyti að þurfa að þrífa þéttingarnar og sæti þeirra. Inni á baðherbergi þar sem ég var með mótorhausinn og var að skola af honum og þéttingunum sá ég tannkremstúpu og reiknaði fastlega með því tannkrem skaðaði ekki fiska meir en mannfólkið þótt örlitlu af því yrði ekki skolað burtu. Tannbursta er fórnað og byrjað skrúbba sætin og fingur notaðir til að þvo þéttingarnar með tannkreminu.
Allt er svo vandlega skolað, þurrkað og látið standa smá stund.
Júgursmyrslinu var svo nuddað á gúmmíþéttingarnar og þær settar í sín sæti.
Tunndælan fyllt af vatni og tengd. Enginn leki var sjáanlegur nokkrum tímum eftir að dælan var sett í gang.
Það kemur svo í ljós síðar hvernig þéttingarnar endast. Ég mun skoða þær vel við næstu skipti.

User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Dælur - fræðsla

Post by keli » 22 Feb 2011, 10:55

Vaselín og gúmmí á mjög illa saman, það er mjög tímabundin lausn að setja það á þéttigúmmí því vaselín er ætandi á gúmmí og skemmir það frekar fljótt. Mig grunar að sömu sögu sé að segja um júgursmyrsli.

Ég myndi amk ekki taka sénsinn að nota annað en krem sem er gefið upp að sé í lagi á gúmmípakkningar. Það fylgja alltaf litlar pakkningar af því með eheim dælum, en líklega er líka hægt að kaupa það í dýraríkinu og fleiri stöðum.

Það er mælt með því að setja svona smyrsli á í hvert skipti sem maður opnar tunnudælur. Ef maður sleppir því fer gúmmíið að morkna í rólegheitunum, og ef það nær að morkna aðeins, þá er ekki hægt að laga það og maður þarf að redda sér nýrri pakkningu, sem getur oft verið óþolandi dýr miðað við að þetta er bara gúmmítutla.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net

User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Dælur - fræðsla

Post by Squinchy » 22 Feb 2011, 11:01

Mjög góð regla að þrífa þéttihringina annaðhvert skipti, og hægt að smyrja þá með KY jelly eða öðrum food grade sleipiefnum
Kv. Jökull
Dyralif.is

User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Re: Dælur - fræðsla

Post by Rodor » 22 Feb 2011, 12:43

Ég ætla að fylgjast vel með því hvernig smyrslið fer með þéttingarnar og læt ykkur vita hérna ef þetta skemmir þær.
Innihaldsefni í júgursmyrslinu eru sögð vera, Paraffinum liquidum og Petrolatum.

User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Dælur - fræðsla

Post by keli » 22 Feb 2011, 13:55

Rodor wrote:Ég ætla að fylgjast vel með því hvernig smyrslið fer með þéttingarnar og læt ykkur vita hérna ef þetta skemmir þær.
Innihaldsefni í júgursmyrslinu eru sögð vera, Paraffinum liquidum og Petrolatum.
Sömu efni og í vaselíni, þannig að ég myndi halda að þetta væri ekki æskilegt á gúmmí, þó það geti litið ágætlega út í einhvern tíma.

Ég var aðeins að lesa meira um þetta og vaselín (petroleum jelly) er aðallega slæmt með latexi, en einnig óæskilegt með gúmmíi, það tekur bara miklu lengri tíma að verða til vandræða en með latex.

Edit:
Einnig las ég á nokkrum stöðum að ólívuolía er víst mjög góð á gúmmí.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net

User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Re: Dælur - fræðsla

Post by Rodor » 22 Feb 2011, 19:28

keli wrote:
Rodor wrote:Ég ætla að fylgjast vel með því hvernig smyrslið fer með þéttingarnar og læt ykkur vita hérna ef þetta skemmir þær.
Innihaldsefni í júgursmyrslinu eru sögð vera, Paraffinum liquidum og Petrolatum.
Sömu efni og í vaselíni, þannig að ég myndi halda að þetta væri ekki æskilegt á gúmmí, þó það geti litið ágætlega út í einhvern tíma.

Ég var aðeins að lesa meira um þetta og vaselín (petroleum jelly) er aðallega slæmt með latexi, en einnig óæskilegt með gúmmíi, það tekur bara miklu lengri tíma að verða til vandræða en með latex.

Edit:
Einnig las ég á nokkrum stöðum að ólívuolía er víst mjög góð á gúmmí.
Ég held að það sé alveg rétt hjá þér keli að þetta sé ekki æskilegt á gúmmíþéttingar, hins vegar er innihaldsefnið sem talið er fyrst Paraffinum liquidum og mætti ætla að það væri í meira mæli, en það þarf þó ekki að vera.

Sennilega er sílikonúði heppilegasta efnið á þéttingarnar.

Póseidon
Posts: 3
Joined: 04 Dec 2010, 23:42
Location: Kópavogur

Re: Dælur - fræðsla

Post by Póseidon » 22 Feb 2011, 22:56

Hvernig dælur henta í 90 lítra búr ?

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Dælur - fræðsla

Post by Andri Pogo » 23 Feb 2011, 10:52

lestu línu 6 í fyrsta pósti.
-Andri
695-4495

Image

krissag
Posts: 18
Joined: 23 Apr 2009, 21:02

Re: Dælur - fræðsla

Post by krissag » 03 Sep 2011, 23:52

Langar að forvitnast aðeins!
Ég er með ca 50lítra búr og dælan mín fór einn daginn að gefa frá sér há hljóð, svo ég þreif hana, en það heyrist ennþá rosalega mikið í henni. Ég er búin að vera með búrið án dælu í mánuð, en bara með loftstein. Er bráðnauðsynlegt í svona litlu búri að hafa dælu? loftsteinninn er stór, en allavega 10cm langur.

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Dælur - fræðsla

Post by Andri Pogo » 04 Sep 2011, 20:36

ekki nauðsynlegt en ef þú ætlar að sleppa hreinsidælu þarftu að gera vatnsskipti mun oftar, hreinsidælan safnar saman óhreinindum í vatninu í filter (sem er síðan þrifinn af og til), loftsteinninn heldur hreyfingu á vatninu en gerir ekkert í líkingu við hreinsidælu.
-Andri
695-4495

Image

krissag
Posts: 18
Joined: 23 Apr 2009, 21:02

Re: Dælur - fræðsla

Post by krissag » 04 Sep 2011, 21:55

Hvað mundir þú segja að ég ætti að skipta oft þá, og hve mikið? (ef ég sleppi dælunni).

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Dælur - fræðsla

Post by Andri Pogo » 04 Sep 2011, 21:58

??? fer eftir fiskum og hvað þú gefur mikið.... myndi skjóta á 50% 1-2 sinnum í viku til að gefa einhverja hugmynd.
-Andri
695-4495

Image

Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: Dælur - fræðsla

Post by Birkir » 17 Dec 2013, 22:12

Meiriháttar grein Vargur. Alveg dásamlegur þráður. Kúdos, snillingar.

Vargur skrifar: "Ókostir eru hávaði og titringshljóð frá dælu, lítil sjáanleg hreinsun nema með box/sponge filter (sjá síðar)"

Ég bíð sjálfur spenntur eftir þessu framhaldi.

Post Reply