rætur????

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

rætur????

Post by ellixx »

sælir
hvernig er það með rætur í fiskabúr ,eru menn að fara út í garð að tína eða er þetta allt innflutt ?

ef það má tína rætur og nota ,hvaða rætur eru bestar.

mágur minn er garðirkjufræðingur og ég gæti fengið hann til að skoða þetta fyrir mig ef ég vissi hvaða rætur mætti nota.

þikir askoti dýrt að kaupa þessar rætur í dýrabúð ,finst eins og það sé alltaf verið að taka mann í ósm__t ras___ið :evil:

lítil rót á 1200 og stór á 4000.
þetta er dautt timbur sem er ekkert hægt að nota í byggingariðnaðinn og
ábyggilega hennt eða brent.


kveðja
ellixx
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta þarf líklega að vera einhver harðviður sem rotnar síður/hægar í vatni. Flestar rætur sem fólk hefur reynt að nota hér hafa rotnað frekar fljótt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Það er almennt ekki sniðugt að nota rætur úr náttúrunni hérna. Bestu ræturbar eru af harðviði eins og Keli bendir á og best er að þær hafi verið dauðar í langann tíma til að allt lífrænt drasl í þeim sé uppleyst.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Ég hef notað ísl rætur og jafnvel trjágreinar og það er ekkert vandamál þannig séð.
Ace Ventura Islandicus
Pjesapjes
Posts: 118
Joined: 30 Dec 2008, 14:40

Post by Pjesapjes »

animal wrote:Ég hef notað ísl rætur og jafnvel trjágreinar og það er ekkert vandamál þannig séð.
sama og animal segir.. hef notað íslenskar rætur og það er no biggie
Kv. Pjesi
___________
180L Juwel
4x 105L rekkabúr
63L ancistru ríðubúr og seiðabúr
54L Juwel óselt
20L í útláni
13L búr
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

þegar ræturnar brotna niður getur það þýtt talsverða mengun í vatnið.
Ætti samt að hjálpa mikið til að sjóða rótina í dágóðann tíma. Getur svo náttúrulega epoxý-að hana
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Post by Sibbi »

Ég var með flotta rót í 80 lítra búri fyrir stuttu síða, ég hef sennilega verið með hana í um mánuð í búrinu, fljótlega fór ég að taka eftir örlitlum lit, sem ég reiknaði með að kæmi af rótinni, en lét hana sem sagt vera í um mánuð.
Þegar ég eitt sinn var að gera vatnaskipti í búrinu, fann ég megna stækju, fúkkalykt, og þegar ég hreyfði mölina í búrinu gaus upp mikill litur, eins og mold, og lyktin maður minn, dísús kræst

Ég er búinn að hafa þrisvar sinnum 70% vatnaskipti, og má segja að lyktin sé eins, þannig að það er alveg ljóst að ég verð að fjarlægja íbúana og hreinsa mölina svo um munar, já sennilega sápuþvo hana.

Svo að,,, ég mun aldrei setja rót í búr, nema vera alveg 100% viss um að þess óvættur geri ekki aðra hryðjuverkaárás í búr hjá mér.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

var þessi rót keipt í búð eða fanstu hana úti ?
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Post by Sibbi »

ellixx wrote:var þessi rót keipt í búð eða fanstu hana úti ?

Ég bara veit það ekki, grunar í búð, þetta er harðviður, eik, og að sjá eins og þessar sem er verið að selja í búðum, en er að sjálfsögðu ekki sama, eða vona það.
Fékk rótina hjá öðrum, sem ábyggilega hefur verið búinn að lenda í sama, og sagðist vera hættur að hafa rætur, en minnitist ekkert á að þessi væri skaðvaldur.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Post Reply