Vantar hjálp, held ad fiskurinn sé ad deyja

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Vantar hjálp, held ad fiskurinn sé ad deyja

Post by Toffy »

Sæl öll, ég held ad fiskurinn okkar sé ad deyja. Hann syndir varla og fer ekki hratt um eins og hann gerdi. Flýr ekki undan háfnum þegar ég var ad skipta um vatn á búrinu og borðar ekkert. Hann virðist vera ad reyna að borða kúlu en fer ekki nægilega langt upp með höfuðið til að ná kúlu. Hann er kominn í passlega stórt búr og með dælu, var það ekki fyrst þegar við fengum hann. Ég var mjög dugleg ad skipta út hluta að vatninu á hverjum degi og þrífa búrið 2 - 3 hvern dag, er ekki viss hversu oft þarf ad skipta og þrífa búrið með dælu. Hann fékk sko fyrst stórt búr og svo núna dælu. Hvað get ég gert til að hann borði? Er hann kannski orðinn einmanna svona einn?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Vantar hjálp, held ad fiskurinn sé ad deyja

Post by Andri Pogo »

Toffy wrote:Sæl öll, ég held ad fiskurinn okkar sé ad deyja. Hann syndir varla og fer ekki hratt um eins og hann gerdi. Flýr ekki undan háfnum þegar ég var ad skipta um vatn á búrinu og borðar ekkert. Hann virðist vera ad reyna að borða kúlu en fer ekki nægilega langt upp með höfuðið til að ná kúlu. Hann er kominn í passlega stórt búr og með dælu, var það ekki fyrst þegar við fengum hann. Ég var mjög dugleg ad skipta út hluta að vatninu á hverjum degi og þrífa búrið 2 - 3 hvern dag, er ekki viss hversu oft þarf ad skipta og þrífa búrið með dælu. Hann fékk sko fyrst stórt búr og svo núna dælu. Hvað get ég gert til að hann borði? Er hann kannski orðinn einmanna svona einn?
Hann er ekki einmanna, ætti alveg að vera heilbrigður þrátt fyrir það þó það gæti orðið líflegara að vera með fleiri en einn.
Ég veit nú ekki alveg hvað er að angra fiskinn annars en ég gruna að það hafi eitthvað að gera með þrifnaðarrútinína hjá þér.
Þú segir að hann forðist ekki háfinn þegar þú ert að skipta um vatn.
Maður á ekki að fjarlægja fiskana til að gera vatnsskipti, það er bara óþarfa stress fyrir fiskana fyrir utan vesenið sem fylgir því, sérstaklega með stærri fiska. Þú tekur aldrei það mikið vatn að fiskarnir geti ekki verið í búrinu á meðan.
Þú segir líka að þú hafir verið dugleg að skipta um vatn daglega (mjög gott!) meðan það var ekki dæla og að þú þrífir það svo líka á 2-3 daga fresti.
Hvað áttu við með að þrífa það? Hvað geriru þá?
Ef þú ert að meina að þú takir fiskinn uppúr og þrífir allt búrið og setur nýtt vatn í þá skaltu hætta því. Það á aldrei að tæma búr alveg og þrífa þau, óþarfa vesen og gerir bara slæmt, stress og sjokk fyrir fiskana að fara í glænýtt vatn, veikir ónæmiskerfið og eykur þar með líkur á sjúkdómum / veikindum og drepur bakteríuflóruna sem hefur myndast í búrinu. Bakteríuflóran vinnur á menguninni í búrinu og heldur vatninu góðu.

gangi þér annars vel og skelltu endilega inn myndum :)
-Andri
695-4495

Image
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Post by Toffy »

Sæll
Takk fyrir þetta :) Hann var lifandi í morgun og aðeins hressari greyið. En hann hefur sennilega bara verið svona stressaður vegna þrifana. Ég tók því þannig hjá afgreyðslukonunni sem seldi mér fiskinn að ég ætti að skipta alveg um vatn á 2 - 3 daga fresti því að ég væri ekki með dælu svo gerðum við það líka alltaf þegar ég átti gúbbý í gamla daga, en það var reyndar ekki svona oft sem skipt var um vatn. En núna er ég komin með dælu en ekki þrifakerfi skiptir það máli? á ég þá ekki að halda bara áfram að skipta út vatni nema að ég sleppi því að taka hann upp og geyma hann annarstaðar á meðan ég þríf alveg búrið því ég hætti því þá bara, nema ef einhver stór ástæða sé til.
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

skiptu bara um svona 50% af vatninu einu sinni í viku.

greiið fiskurinn hefur verið bara svona ofboðslega stressaður.

ég er með 4 stóra gullfiska og þeir eru fyrst að jafna sig núna eftir sirka viku ,var að færa þá á milli búra.

það er ekki gott að vera róta mikið í búrunum ,þá fá þeir eingan frið og eru alltaf stressaðir og meiri hætta á sjúkdómum.

kv
ellixx
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Toffy wrote:Sæll
Takk fyrir þetta :) Hann var lifandi í morgun og aðeins hressari greyið. En hann hefur sennilega bara verið svona stressaður vegna þrifana. Ég tók því þannig hjá afgreyðslukonunni sem seldi mér fiskinn að ég ætti að skipta alveg um vatn á 2 - 3 daga fresti því að ég væri ekki með dælu svo gerðum við það líka alltaf þegar ég átti gúbbý í gamla daga, en það var reyndar ekki svona oft sem skipt var um vatn. En núna er ég komin með dælu en ekki þrifakerfi skiptir það máli? á ég þá ekki að halda bara áfram að skipta út vatni nema að ég sleppi því að taka hann upp og geyma hann annarstaðar á meðan ég þríf alveg búrið því ég hætti því þá bara, nema ef einhver stór ástæða sé til.
það var víst því miður mikið um þetta hér áður fyrr, ég fékk sömu leiðbeiningar þegar ég var með fiska þegar ég var yngri, að ég ætti að tæma búrið, burðast með það inní baðkar og skola það vel með heitu vatni og byrja svo uppá nýtt... það leið ekki langur tími þar til ég gafst uppá því... því miður eru enn sumt afgreiðslufólk að bulla ýmislegt útí loftið.
Hvernig dæla er þetta sem þú ert með og hvað er búrið stórt?
Þú segist vera með dælu en ekki þrifakerfi, er þetta ekki hreinsidæla?

og já þú átt að hætta að taka hann uppúr og gera bara 30-60% vatnsskipti og mér dettur engin ástæða í hug fyrir að taka hann uppúr, nema þú sért að flytja eða færa hann í annað búr :)

Hérna eru leiðbeiningar að vatnsskiptum með slöngu ef þú varst ekki búin að tileinka þér það:
Vatnsskipti með slöngu - Leiðbeiningar
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Það þarf nú að fara að tala við þetta fólk sem segir þetta!! hvar heyrðiru þetta?
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Post by Toffy »

Ég keypti hann nú bara í blómaval á Akureyri, en ég gæti nú líka hafa bara misskilið afgreiðslukonuna.

Búrið sem hann er í núna er 10 lítra, mér var sagt að það væri nóg, af Dýraríkinu eða Dýrabæ eða eitthvað þannig, ég keypti það samt ekki átti það frá Gúbbý árunum mínum. Ég á líka 30 lítra búr úr plasti sem er engan vegin þægilegt, prufaði það í nokkra daga, minna búrið er úr gleri.
Ég er bara með dælu sem ég átti frá því, eins og áðan, gúbbý árunum, heitir Tetra whisper 1000, svo er slanga úr "mótornum" yfir í aðra slöngu sem er svona milluhús þar sem loftið fer út. Held að þetta sé ekki hreinsidæla.

Kveðja
Toffy
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Toffy wrote:Ég keypti hann nú bara í blómaval á Akureyri, en ég gæti nú líka hafa bara misskilið afgreiðslukonuna.

Búrið sem hann er í núna er 10 lítra, mér var sagt að það væri nóg, af Dýraríkinu eða Dýrabæ eða eitthvað þannig, ég keypti það samt ekki átti það frá Gúbbý árunum mínum. Ég á líka 30 lítra búr úr plasti sem er engan vegin þægilegt, prufaði það í nokkra daga, minna búrið er úr gleri.
Ég er bara með dælu sem ég átti frá því, eins og áðan, gúbbý árunum, heitir Tetra whisper 1000, svo er slanga úr "mótornum" yfir í aðra slöngu sem er svona milluhús þar sem loftið fer út. Held að þetta sé ekki hreinsidæla.

Kveðja
Toffy
10L dugar samt ekki til frambúðar fyrir svona comet gullfisk, kannski sleppur með svona feita stutta slæðusporða...
En þessi dæla er loftdæla og gerir lítið fyrir vatnið annað en að auka súrefni og hreyfir vatnið aðeins, yfirleitt bara notuð fyrir lookið :)
Þú þyrftir að redda þér lítilli hreinsidælu, t.d. Rena Filstar iV1
Image

eða lítið filterbox sem er tengt við loftdæluna, fyrst þú ert með þannig. Kostar mun minna, líklega um 1000kr. Tengir bara loftslönguna við boxið og fyllir það af filterefni. eitthvað svona:
Image
-Andri
695-4495

Image
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Post by Toffy »

Takk fyrir þessar upplýsingar :) Redda mér þessu :) Ég redda mér stærra glerbúri seinna. Held að þetta dugi í smá tíma meðan hann er svona lítill ennþá
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

:góður:
-Andri
695-4495

Image
MaggaN
Posts: 50
Joined: 21 Jul 2009, 22:34
Location: Reykjavík

Post by MaggaN »

Ég vinn einmitt í Dýraríkinu á Akureyri (sem er inni í Blómavali). Ég veit ekki hvort það var ég eða Regína sem afgreiddi þig þara á þriðjudaginn, en þér hefur alveg örugglega EKKI verið sagt að skipta út ÖLLU vatninu á 3ja daga fresti... Þú hlytur að hafa misskilið eitthvað. Ég vona að fiskurinn lifi þetta af og þér gangi vel með fiskabúrið þitt.

Þetta eru fínar upplýsingar hér fyrir ofan, svo þetta ætti allt að koma hjá þér.
Toffy
Posts: 19
Joined: 17 Nov 2010, 17:54

Post by Toffy »

Sæl
já eins og ég sagði áðan þá hef ég örugglega misskilið upplýsingarnar eitthvað og eins var ég með gúbbý og þá þurftum við að skipta út öllu vatninu, það er mjög langt síðan, er 27 í dag átti gúbbý þegar ég var 10 ára eða eitthvað. En hann er lifandi og líður mjög vel, er orðin nokkuð hress, syndir allavega og kíkir yfirleitt upp ef ég spjalla við hann.
Post Reply