Creepy lindýr ,,ormar"

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Creepy lindýr ,,ormar"

Post by ~*Vigdís*~ »

Nú eru alls konar ormar og ,,dót" sem maður hefur
séð í gegnum tíðina í fiskabúrum, allt í góðu með það, fiskanir éta þetta
og allir hamingjusamir.

En nú rakst ég á frekar stórt skellaust lindýr, stærstu ná alveg 5mm í lengd
og kannski 1mm á breidd, örvalaga haus, afar spes, hef ekki séð þennan áður.
Ferðast um eins og sniglar, og virðast nú bara vera að dandalast
á gler vegnum, reikna með í þörungaleiðangrum, virðist nokk meinlaust,
en svona frekar creepy, meira að segja fyrir mig...
Skellti einum danio í búrið og hann hámar ,,börnin" en lætur stærri vera,
vil helst ekki setja stærra dýr þarna ofan í því það er stút fullt af rækju ungviðum.

Eru einhverjir aðrir að lenda í þessu? Er alveg nýtt fyrir mér :lol:


Ég er að sjálfsögðu ekki að tala um klassísku hvítu ormana,
þessa hárlaga sem allir spyrja um.
Image
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Væri gaman að sjá mynd af þessu
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég held ég sé með nokkur hundruð í rækjubúri hjá mér, liggja á glerinu og fara hægt yfir.
Einnig er búrið iðandi af hefbundinni Infusoriu.

Það er magnað að þetta líf nái að komast upp í búrinu og að því virðist bara "kvikna" í vatninu.
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Vargur wrote:Ég held ég sé með nokkur hundruð í rækjubúri hjá mér, liggja á glerinu og fara hægt yfir.
Einnig er búrið iðandi af hefbundinni Infusoriu.

Það er magnað að þetta líf nái að komast upp í búrinu og að því virðist bara "kvikna" í vatninu.
Já, Guð er magnaður
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Vargur wrote: Það er magnað að þetta líf nái að komast upp í búrinu og að því virðist bara "kvikna" í vatninu.
já, ég hef samt aldrei fengið þessa týpu áður,
og núna er ég búin að vera með red cherry rækjur í nokkra mánuði
án þess að hafa þetta, bara ,,venjulega", en svo tók ég við haug af bláum smárækjun
plús fleiri bland í poka rækjum og eftir 3 daga ,,vola" held að þetta hljóti (í þessu tilfelli) að hafa
komið með nýju rækjunum, svona afþví að ég hef oft verið með ,,bara" rækjubúr áður
og aldrei fengið þessa gaura.



Agnes Helga wrote:Væri gaman að sjá mynd af þessu
Elsku agnes, þar sem ,,creep" factorinn fór í gang hjá mér,
þá setti ég tvo röska danio í búrið, að vísu fækkaði eitthvað af rækju ungviðum
en kvikindin eru farin og ég nokkuð sátt... án myndar.
Image
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

híhí, þarf örugglega mikið til að þér finnist eitthvað creepy :hehe: Hefði þess vegna verið gaman að sjá held ég :P
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég fann einn svona snemma í vor hjá mér í nanóbúri.. eins og það séu augu ofaná hausnum! ég fann þetta á netinu, er skylt týpískum blóðsugum "leaches" man ekki lengur hvað það heitir en það er ágætt að losa sig við þær sérstaklega í rækjubúrum þar sem þetta getur skaðað ungviðið.
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

ekki gæti þetta verið planaria flatormur?

Image
Post Reply