Búrin hjá Mambó

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
mambo
Posts: 123
Joined: 28 Oct 2006, 05:29
Location: Ísafjörður

Búrin hjá Mambó

Post by mambo »

Ég ákvað að gera þráð um búrin mín sem eru full af vatni. En það er eitt lítið guppy búr sem hefur að geyma 4 stykki. Fékk leyfi hjá yfirvaldinu til að hafa það í eldhúsinu :)
Svo er ég með eitt 120l (held ég) í stofunni. Og í því er ég með 3 skalla, einhvern slatta af molly, platty & sverðdrögurum, Eina litla botíu, SAE, 2 bardagafiska, 2 kardinal tetrur (átti 10 fyrir um mánuði síðan), einn gúrama og einn annan fisk sem ég hef ekki hugmynd um hvað kallast.

Image

Svona leit eldhúsbúrið út kvöldið sem ég setti það upp. Breytti því reyndar núna um helgina, skellti svörtum sandi í það. Á eftir að taka myndir.

Image

Hér er stærra búrið. Gróðurinn lítur reyndar ekki neitt sérstaklega vel út núna eftir að ég overdósaði á gróðurnæringu til að losa mig við svartan hár þörung.

Image

Á svo eftir að koma með fleiri myndir síðar :)
vikar m
Posts: 124
Joined: 10 May 2010, 22:02
Location: akureyri
Contact:

Re: Búrin hjá Mambó

Post by vikar m »

mambo wrote:Ég ákvað að gera þráð um búrin mín sem eru full af vatni. En það er eitt lítið guppy búr sem hefur að geyma 4 stykki. Fékk leyfi hjá yfirvaldinu til að hafa það í eldhúsinu :)


er það :vá: :vá: :vá: ég sótti sko um og fékk ekki leyfi ósangjart boh hou nei djók

flott búr
ég er alveg kex óður í fiska
54l
seyðakassi úr rúmfó
og gullfiskur
http://kaninur-fiskar.blogcentral.is/

:hákarl: :sybbinn:
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

Flott búr hjá þér

er ekkert að gerast með 450L búrið?

bíð spentur eftir að sjá hvernig það kemur út!!!
User avatar
mambo
Posts: 123
Joined: 28 Oct 2006, 05:29
Location: Ísafjörður

Post by mambo »

Já takk fyrir það. Þessar myndir eru nú ekkert til að hrópa húrra fyrir. Enda er bæði myndavélin eitthvað 5 mega pixla gums og ekki er myndasmiðurinn neitt skárri :D

Heyrðu, það búr er reyndar enþá fyrir sunnan. Verð vonandi kominn með það í hús í næstu viku. Á reyndar eftir að finna einhvern stað fyrir það og einnig hvað ég ætti að skella í það líka.
User avatar
mambo
Posts: 123
Joined: 28 Oct 2006, 05:29
Location: Ísafjörður

Post by mambo »

Tók eina mynd af eldhúsbúrinu áðan. Mér þykir nú skemmtilegra að hafa dökkann sand heldur en ljósann.
Bætti við einni plöntu. Þá er bara að bíða eftir því að þær vaxi eitthvað og að guppyarnir fjölgi sér eitthvað :)

Image
Post Reply