spurning um Egeria densa!!

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

spurning um Egeria densa!!

Post by pjakkur007 »

Egeria densa (vatnapest) hvað er þessi planta að vaxa mikið á sólahring hjá ykkur?

ég fékk senda nokkra afleggjara af þessari plöntu of fyrstu vikuna óx hún ekkert á meðan hún var að róta sig

núna vex hún um 3-5 cm á sólahring er þetta eðlilegt?
20L humarbúr

54L guppy og tetru

120L lemon tetru, SAE og Ancirstur

54L Siklíðu bastarðar

450L Gullfiskabúr
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er eðlilegt. Þessvegna er hún kölluð vatnapest :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

Hvernig er það? er ekki í lagi að byrja að klippa þessa plöntu um leið og hún er farin af stað með svona miklum krafti?
og klippa hana bara niður í svona cirka 10 cm sprota?
20L humarbúr

54L guppy og tetru

120L lemon tetru, SAE og Ancirstur

54L Siklíðu bastarðar

450L Gullfiskabúr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

klippa bara niður í þá hæð sem þú vilt að hún sé og svo geturu stungið afklippunum niður.

Er með hana í 125L búrinu og hún vex ágætlega, ekkert samt af einhverjum krafti..

En Vargurinn er hins vegar með hana í rækjubúrinu hjá sér og hún er búin að vaxa um 55cm!
Komin í nokkra hringi í búrinu :P
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Junior
Posts: 128
Joined: 04 Feb 2009, 17:07

Post by Junior »

ég tók einusinni 15 cm lengju sem hafði ekkert vaxið í rúmlega viku, og klipti hana í 4 litla búta. þeir tóku allir við sér á nokkrum dögum.
-Andri
Post Reply